Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 34
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Erum við
að leita að þér?
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 5. janúar 2023
að auglýsa skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og
skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr.
111/2021 á breytingartillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðar-
bæjar 2008-2020, dags. 2. desember 2022, uppdráttur og
greinargerð unnin af Verkís ehf. f.h. Ísafjarðarbæjar, ásamt
umhverfismati áætlana, vegna íbúðarbyggðar á landfyll-
ingu norðan Eyrar í Skutulsfirði.
Breytingartillagan og umhverfismatsskýrsla verða til sýnis
á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og
með mánudeginum 6. mars nk. til miðvikudagsins 19. apríl
2023 og hjá Skipulagsstofnun við Borgartún 7b í Reykjavík.
Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.isafjordur.is .
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartil-
löguna til fimmtudagsins 20. apríl 2023.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðar-
bæjar eða á skipulag@isafjordur.is .
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Bærinn við eyjarnar
Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir men-
ntun barna og unglinga og sem hefur framsækna
sýn á skólastarf og hlutverki stjórnendateymisins við
skólana og samvinnu þess. Lögð er áhersla á öfluga
skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og
starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins.
Skólastjóri er yfirmaður skólanna, mótar og viðheldur
staðblæ og menningu með tilstyrk starfsfólks og ne-
menda. Hann veitir faglega forystu og leiðir framsækið
og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög,
aðalnámskrá grunnskóla og tónlistarskóla, ásamt
skólastefnu sveitarfélagsins 2022-2027.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Dagleg stjórnun samrekins grunn- og tónlistarskóla.
• Leiða stjórnendateymi grunn- og tónlistarskóla.
• Ábyrgð gagnvart bæjarstjórn á að skólastarf sé í
samræmi við lög, reglugerðir og gildandi aðalnáms-
skrá og skólastefnu hverju sinni.
• Ábyrgð á viðvarandi undirbúningi þróunar og
stefnumörkunar.
• Forysta um þróun og umbætur í skólastarfinu og
stefnumótun.
• Ábyrgð á mannauðsmálum.
• Ábyrgð á skólanámskrá skólanna, árlegri starfsáætlun,
rekstraráætlun og öðrum áætlunum um skólastarfið.
• Skipulagning og stjórn skólaráðsfunda.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Réttur til að nota starfsheitið kennari og reynsla af
skólastarfi á grunnskólastigi eða í tónlistarskóla.
• Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
• Menntun í stjórnun eða sérhæfð hæfni skv. 5. gr. laga
nr. 95/2019.
• Reynsla og þekking þar sem sérstök áhersla er lögð
á sérhæfða hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun,
rekstri og stjórnsýslu er æskileg.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og
samstarfi.
• Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og
nákvæmni.
• Skýr framtíðarsýn í skólamálum.
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags
Í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum, hæfni
út frá hæfnikröfum starfsins og öðru því sem umsækjan-
di telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni og hæfni
hans til að sinna stöðu skólastjóra. Umsókninni skal
fylgja kynningarbréf, ferilskrá, sakavottorð og saman-
tekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um
skólastarfið og þróun þess.
Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um
starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum
ráðningarvefinn Alfred.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Jakob Björgvin Sigríðarson, bæjarstjóri,
jakob@stykkisholmur.is sími 433 8100.
Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Um 1.300
manns búa í Sveitarfélaginu Stykkishólmi en bærinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborga-
svæðinu. Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar sveitarfélagið af ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk
á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum.
Í Grunnskólanum í Stykkishólmi stunda um 170 nemendur nám við 1.-10. bekk. Lögð er áhersla á jákvæðan og
skemmtilegan skólabrag. Tónlistarskóli Stykkishólms hefur starfað óslitið frá 1964 og við hann starfar Lúðrasveit
Stykkishólms sem stofnuð var 1944. Nemendur tónlistarskólans eru um 100 manns.
Gott samstarf er milli skólastiga í Stykkishólmi auk samstarfs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Skólastjóri
grunnskóla og tónlistarskóla í Stykkishólmi
8 ATVINNUBLAÐIÐ 4. mars 2023 LAUGARDAGUR