Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 6
Minkum er troðið í loftþéttan kassa og þeir kæfðir til dauða með eiturgufum. Rósa Líf Darra- dóttir, hjá Samtökum um dýravelferð Ég væri til í að fá svona dúsu til að mæta hærra verði á mat fyrir kett- ina mína. Björn M. Sigur- jónsson, tals- maður Samtaka um dýravelferð gar@frettabladid.is fjölmiðlar Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur fengið tilnefningu dómnefndar til Blaðamannaverðlauna BÍ fyrir við- tal ársins. Tilnefninguna fær Þórarinn fyrir helgarviðtal sitt við Hrafn Jökuls- son heitinn. „Í viðtalinu ræðir Hrafn um bar- daga sinn við Surtlu, mein sem fannst í honum mánuði áður en viðtalið var tekið og átti eftir að bera hann ofurliði mánuði síðar, og atburði árin áður en meinið fannst. Texti viðtalsins er kraftmikill og viðmælandinn birtist lesandanum ljóslifandi af lestrinum,“ segir í umsögn dómnefndar Blaðamanna- félagsins. Í sama f lokki hlutu einnig til- nefningu Lillý Valgerður Péturs- dóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir viðtal við Arnar Þór Ómarsson og Petru Bergrúnu Axelsdóttur á Langanesi um aðdraganda andláts tveggja ára dóttur þeirra úr Covid-19, og Sólveig Klara Ragnarsdóttir á RÚV fyrir viðtal við kynsegin ungmenn- in Dagbjörtu Heiðu Sigþórsdóttur, Iðunni Birnu Þórisdóttur og Alex Bergmann Einarsson og foreldra þeirra. Sjá má tilnefningar í öðrum f lokkum á frettabladid.is. Verð- launin verða veitt næsta laugar- dag. n Tilnefndur fyrir viðtal við Hrafn Jökulsson Viðtalið við Hrafn Jökulsson birtist í lok ágúst í fyrra. Fréttablaðið/anton brink Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður Mmm ... Hvaða kjams fær þitt atkvæði í kvöld? bth@frettabladid.is StjórnSýSla Staðgengill formanns úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál hefur sent blaðamanni Frétta- blaðsins Birni Þorlákssyni svarbréf vegna kæru Fréttablaðsins. Fram kemur í svarinu að ráðuneytið hafi óskað eftir fresti til að leita álits Evrópusambandsins á afhendingu afrits af bréfi forseta framkvæmda- stjórnarinnar til forsætisráðherra. Fréttablaðið birti 9. febrúar síð- astliðinn upplýsingar úr bréfi Katr- ínar Jakobsdóttur til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Katrín falaðist með bréfi sínu eftir fríum losunarheimildum frá flugi til Íslands vegna sérstakra aðstæðna. Ursula ritaði Katrínu svarbréf. Þegar falast var eftir afriti af svar- bréfinu synjaði ráðuneytið þeirri ósk. Fréttablaðið kærði synjunina til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Fréttablaðið telur efni svar- bréfsins eiga erindi við almenning. Í rökstuðningi synjunar sagði að ef bréfið yrði af hent skapaðist hætta á að traust er lendra stjórn valda eða al þjóða stofnana til ís lenskra stjórn- valda myndi skaðast. Af hending bréfsins gæti tor veldað samskipti. n Leita álits út af kæru Fréttablaðsins Úr bréfi Katrínar til Ursulu. Dýraverndarsinnar vilja að Ísland fari að ráði 22 annarra Evrópuríkja og banni loð- dýraeldi, enda farið það á svig við lög um velferð dýra. ser@frettabladid.is DýravernD Samtök um um dýra- velferð á Íslandi ætla að standa fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi í marsmánuði. Þau vilja með því vekja almenn- ing til vitundar um slæma meðferð á dýrunum og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýraeldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. „Það er ekki nokkur lifandis leið að líta svo á að loðdýraræktin hér á landi fari ekki í bága við dýra- verndarlög,“ segir Björn M. Sigur- jónsson, talsmaður samtakanna. „Dýrunum er haldið eins langt frá náttúrulegum aðstæðum sínum og hugsast getur,“ bætir hann við. Loðdýraeldi sé andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, hafi enga þjóðhagslega þýðingu og sé þess utan vafasamt frá umhverfis- verndarsjónarmiði – og hafi loks enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi skori því á matvæla- og land- búnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miði að því að loðdýra- eldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Rósa Líf Darradóttir er annar l iðsmaðu r samt akanna. Hú n segir tilveru minka í loðdýraeldi á Íslandi þá dapurlegustu sem hugs- ast getur. „Frá fæðingu til dauðadags dvelja þeir í litlu vírnetsbúri. Fætur þeirra fá aldrei að hvíla á öðru undirlagi en mjóum vírum,“ segir hún og bætir því við að af lífun þeirra sé þar að auki einkar ógeðfelld og sársaukafull. „Minkum er troðið í loftþéttan kassa og þeir kæfðir til dauða með eiturgufum. Engum blöðum er um það að f letta að meðferð loðdýra er í hróplegri mótsögn við dýra- velferðarlög,“ lýsir hún. „Svo er þessi bissness, sem vel að merkja er aðeins stundaður af níu bændum, svo lélegur að það þarf að borga með honum,“ segir Björn, en loðdýrabændur hafi verið styrkir um 160 milljónir að undanförnu til að bæta þeim upp verðhækkun á fóðri. „Ég væri til í að fá svona dúsu til að mæta hærra verði á mat fyrir kettina mína,“ segir Björn M. Sigur- jónsson. n Vilja setja algjört bann við loðdýraeldi hér á landi Loðdýrabændur hafa fengið 160 milljónir í ríkisstyrki til að bæta þeim upp verðhækkanir á fóðri. Fréttablaðið/Getty 6 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.