Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 40
Dýr hafa
mikla
aðlögunar-
hæfni og
geta vel
notið sín á
nýju heim-
ili ef valið
er vandað.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Dýrahjálp Íslands vinnur
mikilvægt starf til að finna
gæludýrum og dýrum á ver-
gangi nýtt heimili. Samtökin
eru með fósturheimilakerfi
fyrir dýr í neyð en öflugir
sjálfboðaliðar halda starfinu
uppi að mestu leyti.
Margir hafa talað um að aukning
hafi orðið á auglýsingum um gefins
fullorðin gæludýr á samfélagsmiðl-
um undanfarið. Sonja Stefánsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar
Íslands, segir að þau geti ekki talað
um mikla aukningu á auglýsingum
á heimasíðu þeirra, að öðru leyti
en að þær hafa aukist um helming
síðan Covid-eftirspurnin var sem
mest árin 2020–2021.
„Árið 2022 er með svipaðar
tölur og við vorum að sjá 2019, svo
er spurning hvernig 2023 verður.
Við höfum alltaf séð ákveðna
árstíða bundna toppa, sérstaklega
í kringum sumarið. Ég held að við
séum að sjá ákveðna fjölgun núna
sem við tökum sérstaklega eftir
vegna þess að það var svo ótrúlega
mikill fjöldi sem fékk sér gæludýr á
þessum Covid-tíma og eftirspurnin
var mun meiri en framboðið,“ segir
Sonja.
„Fólk notaði greinilega tækifærið
til að fá sér gæludýr þar sem það
hafði tíma til að taka á móti því og
sinna. Svo eins og gerist þá gengur
sambúðin ekki alltaf upp eða
aðstæður breytast hjá fólki og það
þarf að finna dýrinu nýtt heimili
og þegar svona mikill fjöldi fékk
sér dýr á sama tíma þá tekur maður
kannski meira eftir því þegar
ákveðið hlutfall gengur ekki upp.
Við teljum þó að hérlendis hafi
aðstæður verið þannig í nokkur ár
fyrir Covid og í gegnum það tíma-
bil, að eftirspurn eftir gæludýrum
var umtalsvert meiri en framboð
og því hafi val á heimilum gengið
betur en ef aðstæðurnar hefðu
verið öfugar. Því erum við ekki að
sjá sambærileg eftir-Covid áhrif og
mörg önnur lönd eru að glíma við
í dag.“
Sonja segir að þau hjá Dýrahjálp
Íslands finni aftur á móti fyrir að
dýrum sem koma inn til þeirra
með erfið atferlisvandamál eins
og hljóðfælni, mikla hræðslu við
umhverfið eða fólk eða árásargirni
hafi fjölgað. Þetta eru vandamál
sem þarf að vinna með, með
aðstoð fagfólks. Eins segir hún að
eftirspurn eftir dýrum hafi aðeins
minnkað miðað við síðustu tvö ár.
Leitar fólk til ykkar ef það þarf
að finna ný heimili fyrir gæludýrin
sín?
„Já, fólk leitar mikið til okkar,
sérstaklega þegar það er komið í
mikinn vanda, oft erum við jafn-
vel síðasta úrræðið sem það hefur
þegar það er að sækja um fóstur-
heimili. Annars er fólk almennt að
nýta sér heimasíðuna okkar sem
góðan vettvang til að auglýsa dýrið
sitt. Þar getur það sett inn ítarlega
lýsingu á dýrinu sínu og fær í fram-
haldinu umsóknir frá fólki með
upplýsingum um heimilishagi og
þess háttar, sem getur hjálpað því
að velja hentugt heimili fyrir dýrið
sitt.“
Fósturheimili fyrir dýr í neyð
Heimasíðan Dýrahjálpar Íslands er
dyrahjalp.is en þar geta áhugasöm
skoðað dýr í heimilisleit og boðið
sig fram til að gefa dýri framtíðar-
heimili eða tímabundið fóstur-
heimili. Fósturheimilakerfið virkar
þannig að tekið er á móti dýrum
í mikilli neyð og þau vistuð á
fósturheimilum sem eru á skrá hjá
Dýrahjálp, þar til framtíðarheimili
finnst.
„Á þeim tíma fá öll dýrin
skoðun hjá dýralæknum, geldingu,
örmerkingu, bólusetningu og
orma lyf eftir því sem þarf ásamt
Aflífun heilbrigðra gæludýra ekki eðlileg örlög
Sonja Stefáns-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Dýrahjálpar
Íslands, í göngu
með hundinum
sínum Öskju,
sem fer orðið
lengri göngur í
bakpoka sökum
gigtar.
MYNDIR/AÐSENDAR
Dýrahjálp Íslands er með mikið af
kanínum í heimilisleit.
Spori er 10 ára gamall hundur sem
missti eiganda sinn. Hann leitar nú
að rólegu og góðu framtíðarheimili.
Þetta er hin 6 ára Mandarína, hún
leitar nýrra eigenda.
endurhæfingu ef þarf. Einstakling-
ar sem þurfa að leita til Dýra-
hjálpar vegna þess að fólk getur
ekki lengur haft dýrin sín hjá sér
má senda póst á dyrahjalp@dyra-
hjalp.is,“ segir Sonja.
„Þá fer ákveðið ferli í gang þar
sem eigandi þarf að afsala dýrinu
til okkar og skrifa undir samninga
þess efnis. Við byrjum yfirleitt á því
að senda út beiðni á fósturheimili
okkar og þegar við fáum hentugt
fósturheimili og umsjónaraðila þá
sækir umsjónaraðilinn dýrið til
eiganda og fer með það á fóstur-
heimilið,“ útskýrir hún og bætir
við að hóflegt gjald sé tekið fyrir
að taka við dýrum sem eiga að fara
á fósturheimili en miðað er við að
gjaldið sé lægra en aflífunargjald á
dýralæknastofum.
„Þetta er gjald sem við tökum
þar sem að við tökum alla ábyrgð
á dýrinu og greiðum fyrir dýra-
læknakostnað, uppihald og fleira
sem gæti komið upp á þeim tíma
sem það er í okkar vörslu og
ábyrgð. En aftur á móti kostar ekk-
ert að auglýsa dýr á heimasíðunni
okkar,“ bætir hún við.
„Gæludýr sem finnast úti þurfa
aftur á móti að fara í gegnum ferli
hjá sveitarfélaginu sem það finnst
í, ber þeim alla jafna að auglýsa
þau í ákveðinn tíma og er þeim
svo heimilt að finna þeim heimili
eða ráðstafa með öðrum hætti.
Við höfum svo oftar en ekki tekið
við dýrum sem enginn hefur gert
tilkall til og fundið þeim heimili.
Við höfum líka tekið við mikið
af kanínum sem finnast úti, bæði
gælukanínum sem hefur verið
hent út af eigendum og kanínum
fæddum úti, í samstarfi við félagið
Villikanínur og Reykjavíkurborg.“
Sonja segir að einnig hafi þau
tekið við dýrum frá dánarbúum
eftir að eigendur hafa látist.
„Dýr hafa mikla aðlögunarhæfni
og geta vel notið sín á nýju heimili
ef valið er vandað og þau fá heimili
sem hentar þeim. Það er almennt
ekki lengur litið á það sem eðlileg
örlög gæludýra að þau séu aflífuð ef
þau eru heilbrigð, ef eigandi fellur
frá eða eigendur geta ekki lengur
haft þau áfram.“
Dýrið þarf tíma og næðis
Það er margt sem þarf að huga
að þegar stálpuð dýr, og ungviði
auðvitað líka, skipta um heimili að
sögn Sonju.
„Það fer bæði eftir tegundum,
hundum, köttum, kanínum og svo
framvegis. Svo er líka einstaklings-
bundið hvernig dýrunum gengur
að aðlagast nýju heimili. Oftast
gengur það mjög vel og ef það
eru byrjunarörðugleikar þá þarf
bara að veita dýrinu tíma og næði.
Mestu máli skiptir að reyna að lesa
í atferli dýranna á nýja heimilinu
og reyna að minnka streituna sem
því fylgir, því dýrið veit auðvitað
ekkert hvað er í gangi,“ segir hún.
„Það eru nokkur atriði sem
við getum nefnt, til dæmis að fá
leiðbeiningar frá fyrri eiganda
um rútínur, lista með orðum sem
notuð eru fyrir skipanir og önnur
samskipti og hversu oft er matar-
tími. Dýr eru oft ágætlega vanaföst
og eiga auðveldara með umskiptin
þegar sömu rútínu er haldið sem
var á fyrra heimili.“
Sonja nefnir einnig að lykt af
fyrri eiganda sé oft róandi, svo
„óhreinn“ bolur má alltaf fylgja
með til að leggja í bæli.
„Það er líka hægt að kaupa
róandi lykt í spreybrúsum og
öðrum umbúðum. Þar má nefna
Adaptil fyrir hunda, Feliway fyrir
ketti eða Pet Remedy. Það getur
hjálpað við að minnkað stress
vegna breytinga,“ segir hún.
„Svo er mikilvægt að hafa ró á
heimilinu fyrstu dagana og ekki
vera fá inn mikið af gestum eða
slíku, leyfa dýrinu að fá ákveðinn
aðlögunartíma þar sem það lærir á
nýja heimilið og heimilið á dýrið.“
Nær eingöngu rekin á styrkjum
Dýrahjálp Íslands hefur nær ein-
göngu verið rekin á styrkjum og
með sölu varnings. En í fyrrasumar
fékk félagið langþráðan styrk frá
matvælaráðuneytinu fyrir einu
og hálfu stöðugildi til tveggja ára.
Starfsmenn eru því tveir, einn í
fullu starfi og annar í hálfu en auk
þess starfa um það bil 65 sjálfboða-
liðar fyrir samtökin, fyrir utan
aðila sem eru skráðir með fóstur-
heimili.
Sonja hefur verið hjá Dýrahjálp
síðan 2010, fyrstu tólf árin sem
sjálfboðaliði meðfram vinnu en
var svo ráðin í fullt starf sem fram-
kvæmdarstjóri þegar styrkurinn
frá matvælaráðuneytinu fékkst.
„Í kjölfarið gátum við farið að
vinna markvisst að því að sækja
um styrki til að geta haldið áfram
að vera með launaða starfsmenn
en umfang starfseminnar var orðið
svo mikið að það var ekki hægt að
reka þetta eingöngu á sjálfboða-
liðum,“ segir hún.
Sonja segir að hægt sé að styrkja
Dýrahjálp með fjárframlögum inn
á reikning 513-26-4311, kt. 620508-
1010 eða í formi ýmissa vara/gjafa.
„Gæludýr.is á Smáratorgi hefur
verið svo almennilegt að taka við
dýratengdum vörum sem fólk
vill gefa okkur, það þarf bara að
passa að hafa það hreint/þvegið og
merkja það vel „Dýrahjálp“. Svo er
hægt að styðja við okkur með því
að kaupa varning af okkur þar sem
við erum að selja í Kolaportinu,
Verzlanahöllinni og af vefverslun-
inni okkar,“ segir hún.
Dýrahjálp hefur verið með
markað í Kolaportinu undanfarnar
helgar og verður hann alla vega út
marsmánuð.
„En vonandi gengur hann svo vel
að við getum verið lengur.“ n
6 kynningarblað A L LT 4. mars 2023 LAUGARDAGUR