Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 24
Um síðustu helgi fékk Arnar æðstu viðurkenningu CPG-samtakanna en það eru regnhlífarsamtök sem 40 PGA-samtök víðs vegar um Evr- ópu koma að. Arnar fékk svokall- aða fimm stjörnu viðurkenningu frá samtökunum en það er æðsta viðurkenning sem PGA-samtökin veita PGA-kennara sem hefur helgað sig þjálfun kylfinga um ára- tuga skeið. „Ég er mjög ánægður, hrærður og stoltur með þessa viðurkenn- ingu. Þetta kom mér mjög á óvart enda eru nöfn á listanum sem hafa fengið þessa viðurkenningu miklar fyrirmyndir,“ segir Arnar, sem veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Costa Navarino, sem er afar skemmtilegt og fallegt golfsvæði í Grikklandi. Góð auglýsing fyrir íslenskt golf Arnar segist líta svo á að þessi viðurkenning sé staðfesting á því að hann hafi staðið sig vel og starf hans í gegnum árin hafi verið mjög mikilvægt. „Þetta er líka góð auglýsing fyrir íslenskt golf og við höfum alveg efni á því monta okkur smá með það hvað við höfum náð góðum árangri,“ segir Arnar Már. Ekki alls fyrir löngu var svo Arnar valinn golfkennari ársins í þriðja skipti á síðustu fjórum árum og í fjórða skipti í sögunni en tilkynnt var um valið á aðalfundi PGA á Íslandi. Arnar hefur kennt og þjálfað kylfinga í áratugi bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Hann var sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands árið 2012 fyrir störf sín í hreyfingunni og fyrir að tryggja Golfkennaraskóla PGA fulla viður- kenningu innan samtaka PGA í Evrópu. „Það er gaman að fá viðurkenn- ingar fyrir störf sín og að fá þessi verðlaun hér heima er alltaf mjög skemmtilegt. Þarna er ég valinn af öðrum golfkennurum og það er heiður að fá þau. Þegar ég er í afreksmálunum og er að þjálfa Guðmund Ágúst, Bjarka, Huldu Klöru, Aron Snæ og fleiri þá fæ ég athygli en við hjá PGA ættum að vera miklu duglegri að hrósa fólki. Bara eins og Ragnhildi Sigurðar- dóttur og Magnúsi Birgissyni, sem hafa verið óendanlega dugleg við að koma fólki í golf og David Barn- well, sem hefur kennt börnum golf til fjölda ára frá því hann kom til landsins. Þetta fólk á svo sannar- lega skilið klapp á bakið.“ Arnar útskrifaðist úr sænska PGA-golfkennaraskólanum árið 1991 og varð þar með fyrsti lærði golfkennari landsins. Hann var afreksþjálfari hjá Golfklúbbnum Keili í nokkur ár, var í tvo áratugi við störf í Þýskalandi en flutti aftur heim árið 2006. Hann var ungl- ingalandsliðsþjálfari og er einn Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Arnar, fyrir miðju, með þjálfarateymi sínu hjá GKG. Frá vinstri: Andrés Jón Davíðsson, Ástrós Arnars- dóttir, Aron Snær Júlíusson og Íris Lorange Káradóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Arnar Már með Guðmundi Ágústi Kristjáns- syni sem tekur þátt í sterkustu mótaröð í Evrópu. Hljómsveitin Flying Elbows en söngvari hennar er Arnar Már. Arnar Már að leiðbeina ungum kylf- ingum í glæsi- legri aðstöðu GKG í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is af stofnendum Golfkennaraskóla PGA á Íslandi, sem hann stýrir í dag, en yfir 60 PGA-kennarar hafa lokið námi frá skólanum á Íslandi með fullgild PGA-golfkennararétt- indi og 50 nemendur stunda þar nám um þessar mundir. Síðustu ár hefur hann verið afreksþjálfari hjá GKG jafnframt því sem hann kemur að þjálfun atvinnukylfinganna Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, Arons Snæs Júlíussonar og Bjarka Péturs- sonar. Arnar Már segir að stofnum Golfkennaraskólans sé einn af hápunktunum sem standi upp úr á 40 ára ferli hans sem golfkennara. „Ég held að þessi viðurkenning sem ég fékk í Grikklandi sé fyrst og fremst vegna skólans. Forsagan að stofnun hans er sú að það voru örfáir kennarar. Við vorum sex talsins en allir gömlu góðu lands- liðs- og afrekskylfingarnir voru farnir að kenna vegna þess að það var svo mikil eftirspurn eftir kennslu. Við sáum fram á að það yrði vesen í framtíðinni að vera með tvo hópa, sem lærða kennara og ólærða. Einhver varð að taka það að sér að koma golfkennaraskóla á laggirnar og mönnum tókst að sannfæra mig um að gera það. Ég byrjaði að undirbúa þetta verkefni í kringum 2005. Skólinn fór af stað 2006 og við útskrif- uðum fyrsta hópinn 2008. Ári síðan fengum við viðurkenningu frá PGA í Evrópu. Skólinn hefur gengið vel og núna erum við komin með félag, sem telur 130 manns úti um allt land, sem er að hjálpa fólki að byrja í golfi og hjálpa krökkum að æfa. Okkur vantar í félagið afreksþjálfara. Þeir eru of fáir en það stendur vonandi til bóta,“ segir Arnar. Mikil breyting á kennslunni Arnar segir að golfkennslan hafi tekið miklum breytingum í gegnum árin og ekki síst með til- komu golfhermanna. „Það hefur orðið svakalega mikil breyting á kennslunni þar sem golfhermarnir hafa spilað stórt hlutverk. Þetta er að færast meira og meira inn í það að kennslan fari fram í ákveðnu boxi. Það gefur okkur tækifæri að vera með þetta sem heilsárssport og það má segja að hér hjá okkur í GKG sé nú meira að gera á veturna heldur en á sumrin. Við vitum eiginlega ekki hvar þessi þróun mun enda en þetta er mjög spennandi,“ segir Arnar og bætir því við að tækin sem golfkennarar vinni með í dag séu þannig að það sjáist strax í þeim hvað er að gerast með kylfu og bolta kylfingsins og næsta skref sé að fá svör við hvað líkaminn geri. Arnar er bjartsýnn á framtíð golfsins á Íslandi og spurður hvort hann geti séð fyrir sér fleiri íslenska kylfinga komast á stærstu sviðin segir hann: „Tölfræðin segir okkur að það sé ekki möguleiki fyrir okkur en að við skulum þó vera með einn inni á efsta stigi í Evrópu er frábært. Við munum aldrei verða með marga á þessum stóru sviðum enda er samkeppnin gríðarlega hörð. En það skiptir okkur mjög miklu máli að eiga góðar fyrirmyndir eins og Guðmund Ágúst og Bjarka. Þeir eru duglegir að spila með krökkunum og gefa til baka. Við þurfum að gefa svolítið í kvennamegin þó svo við eigum frábærar fyrirmyndir eins og þær Guðrúnu og Ragn- hildi. Við höfum gert heilmikið en við þurfum að bæta í. Það er alltaf samtal milli okkar í PGA og Golf- sambandsins um þessa hluti og við reynum að vinna eins vel saman og hægt er.“ Er söngvari í hljómsveit Þó svo að golfið taki drjúgan tíma og hafi gert það í tugi ára reynir Arnar Már eftir fremsta megni að sinna fjölskyldu og vinum en það eru ekki allir sem vita að hann er í hljómsveitinni Flying Elbows en nafnið er skírskotun í golfsveiflu, hvað annað! „Þetta er mitt hobbí og það hefur stækkað töluvert síðan við byrjuðum fyrir rúmu ári síðan. Við höfum spilað mikið, haldið tónleika og farið í stúdíó og ég hef haft virkilega gaman af þessu,“ segir hinn hárprúði Arnar, sem er söngvari hljómsveitarinnar og spilar auk þess á rytmagítar. Efnis- tökin hjá hljómsveitinni eru oftar en ekki klassískt rokk en Arnar og félagar munu næst troða upp á Dillon þann 18. þessa mánaðar. n Ég er mjög ánægð- ur, hrærður og stoltur með þessa viður- kenningu. Þetta kom mér mjög á óvart. 2 kynningarblað A L LT 4. mars 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.