Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 8
Ótti minn er einkum sá að það gjósi að sumarlagi. Þorvaldur Þórðarson, eld- fjallafræðingur benediktboas@frettabladid.is Skólamál „Áhyggjuefni er að sjá dvínandi ánægju bæjarbúa með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins,“ segir í bókun minnihlutans á Akur­ eyri um niðurstöður þjónustukönn­ unar Gallup fyrir árið 2022 sem kynnt var í bæjarstjórn í vikunni. Í könnuninni kemur fram að 17 prósent íbúa eru óánægð með þjón­ ustu leikskóla sveitarfélagsins. Mest er óánægjan hjá þeim sem eiga tvö börn. 27 prósent þeirra eru óánægð með þjónustu leikskóla sveitar­ félagsins. Þegar litið er til aldurs er lang­ mest óánægja hjá ungum foreldr­ um, á aldrinum 25–34 ára. 45 pró­ sent þeirra eru óánægð. „Við teljum mikilvægt að greina sérstaklega þá niðurstöðu með það að markmiði að stuðla að úrbótum og aukinni ánægju, enda um mikil­ væga grunnþjónustu að ræða,“ segir enn fremur í bókuninni. n Helmingur ungra foreldra er ósáttur Leikskólar á Akureyri fá falleinkunn frá íbúum. Fréttablaðið/Vilhelm Komi til sprengigoss í Öskju, svipaðs því og varð 1875, þeyt­ ist gjóskan 25 til 30 kílómetra upp í heiðhvolfið. Verði gosið að sumarlagi eru hundruð ferðamanna í bráðri hættu. ser@frettabladid.is náttúruvá Askja fer að ræskja sig, að því er jarðeðlisfræðingar telja, en Ármann Höskuldsson, eldfjalla­ fræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að aukinn jarðhiti við Öskjuvatn þýði að það styttist í eldgos. Hann bendir á að yfirborðsvatn Öskjuvatns sé komið yfir tveggja gráðu hita og greining gervihnatta­ mynda sýni að vatnið sé að hitna jafnt og þétt. Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson er sama sinnis. „Askja virðist vera að undirbúa sig fyrir að hósta verulega,“ segir hann, en bætir því jafnharðan við að það sé ekkert gamanmál ef gosið fari á versta veg. „Ótti minn er einkum sá að það gjósi að sumarlagi, en þá eru hund­ ruð ferðamanna í hættu,“ segir Þor­ valdur og bendir á að áhrifasvæði Öskjugoss sé stórt, líklega ekki minna en um þrjátíu kílómetra radíus í kringum Dyngjufjöll. „Það er varla nokkur tími til að vara fólk við.“ Hann minnir á alvarleika máls­ ins, á þriðja tug ferðamanna hafi látist þegar Hvíta eyja út af Nýja­ Sjálandi spjó eldi nýverið, en henni svipi til Öskjusvæðisins hvað vin­ sældir og aðdráttarafl varði. „Tilfinning mín er sú að vænt­ anlegt eldgos í Öskju verði súrt sprengigos,“ segir Þorvaldur. „Það byggi ég á því að kvikan er ekki nema á um þriggja kílómetra dýpi.“ Sprengigos hefði mikil áhrif og víða. „Það varir að vísu ekki lengi, líklega einn og hálfan dag eða svo,“ lýsir Þorvaldur. „En mjög öflugt og hreint sprengigos þeytir gjóskunni einhverja 25 til 30 kílómetra upp í heiðhvolfið og dreifir henni austur yfir meginland Evrópu og Bret­ landseyjar. Og áhrifin geta verið langvinn,“ segir fræðimaðurinn. Hann vitnar í söguna. Í Öskju­ gosinu 1875, sem var sprengigos, hafi áhrifin verið mikil og söguleg. Telur sprengigos í Öskju líklegra en sprungugos Frá síðasta eldgosi í Öskju, 1961, sem var sprungugos með þunnfljótandi basalthrauni, en gos af því tagi geta varað í vikur eða mánuði. mynd/skjáskot Yfirborðsvatn er komið yfir tveggja gráðu hita og greining gervihnattamynda sýnir að vatnið sé að hitna jafnt og þétt. Ein virkasta eldstöðin Askja er ein virkasta eldstöð landsins, á pari við Gríms- vötn, Heklu og Kötlu hvað tíðni gosa og framleiðni varðar. Frá henni geta komið afar víðfeðm hraun, svo sem eins og blasir við um allar nálægar grundir við hana. Vísindamenn ætla að frá henni hafi komið á bilinu 40 til 50 rúmkílómetrar af hrauni á síðustu sjö þúsund árum. Mörg eldfjöll tilbúin Íslendingar búa í nágrenni við 30 virk eldfjöll, en vísinda- menn segja að óvenjumörg þeirra séu komin á tíma. Hekla virðist vera fullþanin, Öræfajökull er órólegur, Katla bærir á sér og upp- söfnuð jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum er meiri nú en fyrir eldgosið 2004 og 2011. Og loks heldur landris áfram við Öskju. „Byggðirnar í kring, svo sem á Jök­ uldal, fóru í eyði, svo fólkið flúði svo að segja beint í skip og sigldi vestur um haf,“ rifjar hann upp, en land­ flóttinn varð verulegur. Hin sviðsmyndin sem blasi við er að næsta gos í Öskju verði áþekkt því sem varð 1961, en það var sprungugos. „Þá er aflið minna og hraunið þunnfljótandi,“ segir Þor­ valdur og tekur fram að basaltgos af því tagi geti varað mun lengur en sprengigos, líklega vikur, ef ekki mánuði. n olafur@frettabladid.is StJórnSÝSla Seðlabankinn hefur sent svar vegna fyrirspurnar Frétta­ blaðsins um viðskipti Hauks C. Bene­ diktssonar, framkvæmdastjóra fjár­ málastöðugleika í Seðlabankanum, og Steinars Þórs Guðgeirssonar lögmanns, með Hraunból ehf., sem Haukur keypti af lögfræðistofu Steinars í nóvember 2019. Haukur virðist hafa fengið félagið með 21,5 milljóna eigið fé endurgjaldslaust, ef marka má ársreikning lögfræði­ stofunnar fyrir 2019. Steinar er enn skráður stjórnarmaður félagsins. Steinar Þór hefur á liðnum árum fengið hundruð milljóna greidd frá Seðlabankanum og fjármálaráðu­ neytinu fyrir umfangsmikil ráðgjaf­ arstörf, meðal annars frá Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf., sem Haukur stýrði, og Lindarhvoli ehf., þar sem Haukur var stjórnarmaður. Meðal þess sem spurt var um var hvort Seðlabankinn teldi eðlilegt að framkvæmdastjóri hjá bankanum eigi viðskipti af þessu tagi við ein­ stakling sem er í umsvifamiklu við­ skiptasambandi við bankann. Í svarinu er vísað í starfsreglur bankans um atvinnuþátttöku starfs­ manna og setu í stjórnum, sem ekki verður séð að eigi við um það tilfelli sem hér var spurt um. n Haldlaus svör frá Seðlabankanum Ásgeir Jónsson, seðlabanka- stjóri 8 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.