Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 18
Ég var aftur á móti
alltaf stolt af því hver
ég væri og þó að við
værum kallaðar ljótum
nöfnum þá hafði það
ekki mikil áhrif á mig.
Yesmine er alin
upp á hefð-
bundnum
sænskum mat
en fannst alltaf
eitthvað vanta,
það vantaði
krydd.
Fréttablaðið/
anton brink
Yesmine Olsson er oft spurð að
því hvort gamall draumur hafi
ræst þegar hún opnaði nýverið
sinn fyrsta veitingastað. Hún
segir þetta frekar köllun en
draum en indversk matargerð
og menning hefur lengi togað í
stelpuna frá Srí Lanka.
Segja má að orðið heimsborg-
ari eigi vel við Yesmine Ols-
son en eftir að hafa fæðst á
Srí Lanka og varið þar fyrstu
mánuðum lífs síns, var hún
ættleidd af sænskum hjónum og ólst
upp í litlu sjávarplássi í Suður-Sví-
þjóð. Seinna starfaði hún sem dans-
ari og danshöfundur í London og
New York, þar til Ísland vann hana
á sitt band en hér hefur hún búið í
tæpa þrjá áratugi.
Indland hefur jafnframt verið
stór breyta í lífi hennar en indversk
matargerð hefur alltaf heillað hana
og síðar bættust Bollywood-dans-
arnir við.
„Ég er fædd á Srí Lanka sem mörg-
um finnst undarlegt, því ég er alltaf
að selja Indland, en nú þegar ég hef
loks opnað minn eiginn veitinga-
stað hef ég svolítið bætt Srí Lanka
við myndina,“ segir Yesmine en um
er að ræða nágrannaþjóðir enda
liggur eyjan Srí Lanka rétt sunnan
við Indland.
Alin upp á sænskum kjötbollum
Yesmine ólst upp í Viken, litlum
smábæ fyrir utan Helsingborg, með
foreldrum sínum og eldri systur sem
einnig var ættleidd frá Srí Lanka.
„Á æskuárunum fór ekki mikið
fyrir tengingunni við Srí Lanka
enda vissu fáir í kringum okkur
mikið um landið. Ég var átta mán-
aða gömul þegar ég var ættleidd og
foreldrar mínir eru rosalega sænsk-
ir,“ segir hún í léttum tón.
„Mamma og pabbi höfðu aldrei
eldað indverskt,“ segir Yesmine og
bætir við að það sé í raun furðu-
legt að hún hafi fengið svo mikinn
áhuga á indverskri matargerð. „Það
er eitthvað í genum mínum sem
hefur ákveðið þetta fyrir mig, því
staðreyndin er sú að því lengra sem
ég f lyt frá upprunanum, því meiri
verður þörfin.
Við systurnar ólumst upp á sænsk-
um kjötbollum og öðrum hefð-
bundnum sænskum mat en fannst
alltaf eitthvað vanta, það vantaði
kryddin,“ segir Yesmine sem ein-
hvers staðar hafði heyrt að til væri
indverskur matur í stærri borgum.
„Einn daginn þegar ég var 14 ára
og mamma og pabbi fóru í vinnuna
stungum við systur af. Við tókum
strætó frá litla Viken, eina 16 kíló-
metra, þangað sem við tókum bát
yfir til Helsingör í Danmörku og
vorum þannig komnar í nýtt land.
Þaðan tókum við svo tveggja tíma
lest til Kaupmannahafnar og settum
stefnuna beint á Istedgade,“ rifjar
hún upp hlæjandi.
„Við höfðum farið með foreldrum
okkar í Tívolíið í Kaupmanna-
höfn og séð úrval veitingastaða á
því svæði. Istedgade var á þessum
tíma ein alræmdasta gata Kaup-
mannahafnar en þar fundum við
indverskan veitingastað, þetta var
svona sjabbí lítil búlla þar sem við
smökkuðum indverskt lambakarrí í
fyrsta sinn,“ segir Yesmine og ljómar
við upprifjunina.
Systurnar náðu aftur heim áður
en vinnudegi foreldra þeirra lauk
svo þau heyrðu ekki af ævintýrinu
fyrr en mörgum árum síðar.
Kallaðar ljótum nöfnum
„Mér finnst svo magnað að hugsa
til þess að þörfin hafi verið svona
sterk. Það hafði aldrei neinn talað
um indverskan mat við okkur. Það
voru engir Indverjar eða dökkt
fólk í kringum okkur heldur, en
við vorum í hópi fyrstu ættleiddu
barnanna í Suður-Svíþjóð.“
Ég held að ég geti ekki gert neitt smátt
Yesmine segir þær ekki hafa farið
varhluta af því að líta öðruvísi út en
meirihluti barnanna. „Ég var mjög
vernduð í Viken þar sem við vorum
bara litlu dökku krúttin og allir
þekktu okkur,“ segir hún en þær
hafi þó fundið fyrir rasisma. „Ég
var aftur á móti alltaf stolt af því
hver ég væri og þó að við værum
kallaðar ljótum nöfnum þá hafði
það ekki mikil áhrif á mig. Ég held
að það sé mömmu minni að þakka,
hún var alltaf dugleg að hvetja mig
áfram og undirbjó mig vel fyrir lífið.
Það var lúxus að alast upp í Viken
og foreldrar okkar bjuggu okkur
gott heimili. En ég var alltaf að leita
að fólki sem líktist mér og kynntist
afrískri fjölskyldu og lærði afríska
dansa, enda var engin indversk fjöl-
skylda á svæðinu,“ segir hún og hlær.
Leitaði uppi indverska staði
Yesmine segist hafa átt erfitt með að
tengja við sænska tónlist. „En þegar
ég uppgötvaði Michael Jackson vissi
ég hvað ég vildi gera.“
Yesmine hafði alltaf meiri áhuga
á íþróttum og tónlist en bóklegum
fögum í skóla. Hún lærði dans og fór
snemma að starfa bæði sem dansari
og danshöfundur. „Sömu helgi og ég
vann stærstu hæfileikakeppni Sví-
þjóðar: Nya Ansikten, stóð ég uppi
sem trampólínmeistari Svíþjóðar,
svo það var svakaleg helgi.“
Yesmine ákvað í framhaldi að
reyna fyrir sér sem dansari í London.
„Ég fór alltaf á indverska veitinga-
staði og reyndi svo að gera réttina
sjálf heima. Ég lærði fljótt að maður
getur ekki eldað alvöru indverskt
nema að vita meira um uppruna
réttarins. Ég fór því að lesa mér til
og þurfti að beita mig hörðu enda
finnst mér ekki gaman að lesa upp-
skriftir eða elda eftir þeim. En ég
held sannarlega að þessi matargerð
sé mér í blóð borin, eitthvað sem ég
fékk með mér.“
Kom hingað með Jónínu Ben
Yesmine kom upphaflega til Íslands
fyrir tæpum þremur áratugum
síðan.
„Ég kom fyrst hingað með Jónínu
Ben sem ég hafði unnið fyrir í lík-
amsræktarstöð í Stokkhólmi. Ég er
henni mjög þakklát en hún sagði
mér að læra einkaþjálfun, fannst ég
þurfa að læra meira en dansinn. En
það var vissulega erfitt að fá verk-
efni sem útlendingur í skemmtana-
bransanum hér,“ segir Yesmine sem
kom hingað reglulega þar til hún
flutti alveg.
Hún yfirgaf tækifærin í London
en stærsta verkefnið sem Yesmine
tók þátt í þar var líklega að semja
sviðshreyfingar fyrir strákabandið
Backstreet Boys og fór meðal annars
í tónleikaferðalag með þeim.
„Það var nú ekki allt því við æfðum
í Pineapple-dansstúdíói og á hæð-
inni fyrir ofan var Tina Turner að æfa
með sínum dönsurum,“ segir hún.
Þegar Yesmine flutti hingað var
matarmenningin töluvert einsleitari.
„Ég saknaði indversks matar
mikið og þó að ég færi oft á Austur-
Indíafjelagið gat ég ekki borðað
þar alla daga og þess vegna fór ég
að prófa mig áfram sjálf. Ég ætlaði
aldrei að vinna við matargerð en
eftir að ég kom hingað jókst þörfin
til muna. Árið 2006 ákvað ég að
gera matreiðslubók því ég fann að
fólk hér á landi þekkti ekki ind-
verska matargerð jafnvel þó að hér
hafi verið og sé enn, einn flottasti
og besti indverski veitingastaður
heims.“
Tilfinningaþrungin ferð
Yesmine gaf út bókina Framandi og
freistandi og tveimur árum síðar
næstu bók: Indverskt og arabískt.
„Þá hugsaði ég einmitt með mér:
Hver ætli trúi því að ég hafi aldrei
komið til Indlands?“ segir hún og
skellir upp úr.
Það var þá sem Yesmine tók af
skarið og heimsótti Indland í fyrsta
sinn, árið 2008. „Ég fór á vegum Þóru
Bergnýjar sem rekur Secret Garden,
lítið fallegt hótel í Kerala. Þóra
hjálpaði mér mikið enda yndisleg,
hún kynnti ayurveda heilsuhæli
fyrir mér þar sem ég fékk að vera
og lærði mikið af kokkunum þar,
til að mynda um lækningarmátt
ólíkra krydda,“ segir Yesmine sem
heillaðist undir eins af fyrirheitna
landinu.
„Það var frábært að koma til Ind-
lands en það var líka ógnvekjandi á
vissan hátt þegar ég stóð við strönd-
ina og einhver benti mér á að þaðan
væru aðeins tvær klukkustundir
til Srí Lanka. Það var tilfinninga-
þrungið.“
Yesmine hefur aldrei komið til
fæðingarlands síns, Srí Lanka. „Ég
var reyndar á leiðinni og búin að
bóka flugmiða og allt saman þegar
vinkona mín þar hringdi í mig og
bað mig að koma ekki strax því
hún væri ekki heima. Hún vildi sýna
mér landið og jafnvel finna foreldra
mína, en á þessum tímapunkti var
ég ekki einu sinni farin að hugsa svo
langt.“
Við áttum ekki að vera þarna
Yesmine breytti f lugmiðanum og
fór í staðinn ásamt eiginmanni
sínum til Dúbaí að heimsækja vin-
konu. Á meðan varð Srí Lanka fyrir
gríðarlegri eyðileggingu og mann-
tjóni af völdum flóðbylgju sem jarð-
skjálfti í Indlandshafi olli. Yfir 30
þúsund mann létust og ein og hálf
milljón íbúa missti heimili sitt.
Yesmine segir þau hjónin hafa
orðið fyrir áfalli við að heyra frétt-
irnar um eyðilegginguna á þeim
slóðum þar sem þau höfðu áætlað
að vera. „Við áttum greinilega ekki
að vera þarna og maður varð ekki
beint spenntur að fara strax aftur.
Síðan hefur ástandið á Srí Lanka
verið erfitt og borgarastyrjöld geis-
að. Svo við höfum verið á leiðinni
lengi en ekki komist, en það er hátt
á mínum lista.“
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARS 2023
lAUgARDAgUR