Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 48
Spjall í gufunni Flestir vita að á Íslandi er mikill menning fyrir sundi. Allir skulu þvo sér án sundfata áður en haldið er til laugar og engu máli skiptir hvort það er brjálað veður eða sól og blíða, allir fara í sund. Það sem færri vita er óskrifaða reglan um að bannað sé að tala saman í gufunni. Auð- vitað má hvíslast á en þau sem eiga samtal þar inni, hvað þá ef það er ekki gert með inniröddinni, eru litin hornauga og þau álitin dónaleg. Gufan er staður til að slaka á og kjarna sig, ekki til að spjalla. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári muni um 2,4 millj- ónir ferðamanna heimsækja Ísland, spár gera ráð fyrir því að árið 2025 verði þeir þrjár milljónir. birnadrofn@frettabladid.is Ísland er lítið land í stóra sam- henginu og gera má ráð fyrir að þessar milljónir manna sem hingað komi viti ekki endilega margt um litla landið í norðri. Auðvelt er að gúggla ýmsa hluti, svo sem á hvaða tíma ársins er hægt að sjá norðurljós og hvenær miðnætursól. Hvort drekka megi vatnið úr krananum og hvar sé best að borða. Gúgglið myndi líka nýtast í ótrú- legum staðreyndum um land og þjóð, til dæmis að bjór hafi verið bannaður til ársins 1989, að margir trúi á álfa og huldufólk, að fólk borði ís þrátt fyrir að kalt sé úti og að hægt sé að fara í sund allan ársins hring. Það sem erfitt er að gúggla eru óskrifaðar reglur samfélagsins. Hvað má og hvað má ekki? Hvað er álitið dónalegt eða skrítið? Og hvað vitum bara við, fólkið sem býr hér eða fólkið sem hefur komið hingað aftur og aftur? Helgarblað Fréttablaðsins tók saman nokkrar óskrifaðar reglur í íslensku samfélagi. n Bannað að spjalla í gufunni og allir úr skónum Góðan daginn Göngutúrar eru vinsælir á meðal okkar Íslendinga. Þá förum við ein, með vinum, fjölskyldu eða hundinum okkar í hvernig veðri sem er. Ef við mætum einhverjum sem við þekkjum ekki í göngutúrnum, þá segjum við „góðan daginn“ en ekkert meir. Ekki „hvernig hefur þú það?“, ekki „það er blessuð blíðan“, ekki neitt – bara góðan daginn. Ekki fara inn á skónum Frá því að við vorum lítil hefur okkur verið kennt að bannað sé að fara inn á skónum. Reglan á ekki bara við um skítuga eða blauta skó og hún á ekki bara við á stofnunum sem krefjast mikils hrein- lætis, svo sem heilbrigðisstofnunum, heldur alls staðar. Ef þú ferð í heimsókn til einhvers og veður inn á skónum ertu álitinn dónalegur. Auðvitað eru undantekningar, svo sem ef haldin er veisla og allir eru í sparifötum en þá verða gestir að bíða eftir boði frá gestgjafa um að koma inn á skónum. Allir þurrka af sér en þrátt fyrir það geta gestir búist við gestgjafanum með moppuna á lofti í kringum þá af og til. Til að hafa varann á er alltaf hægt að taka með sér spariskó í poka og skipta þegar í veisluna er komið. Allt undir á pylsuna Önnur óskrifuð regla í íslensku samfélagi er að þú setur ekki allt undir á pylsuna þína. Hvort sem þú ferð á pylsuvagninn, bensínstöð, í lúgusjoppu eða færð þér pylsu heima. Sama hvort þú segir pylsa eða pulsa, sama hvort þú færð þér rækjusalat eða kartöflu- salat, þá fara laukarnir og tómatsósan undir og remúlaði og sinnep ofan á. Svo einfalt er það. Eitt sæti á milli Sama hvort það er í bíó, á Þjóðarbókhlöðunni, í strætó eða hvar sem er þá setjumst við ekki við hliðina á öðru fólki nema ekkert annað sæti sé laust. Ef það gerist að við verðum að setjast við hliðina á fólki sem við þekkjum ekki þá látum við eins lítið fyrir okkur fara og við getum, og pössum okkur að snertast ekki. Helst reynum við að hafa sem lengst á milli tveggja manna á stöðum eins og í bíó eða á bókasafninu en lágmarkið er eitt sæti. Ef þú sest við hliðina á einhverjum í tómum sal gæti fólk haldið að eitthvað væri að, jafnvel orðið hrætt. 28 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.