Fréttablaðið - 04.03.2023, Page 10

Fréttablaðið - 04.03.2023, Page 10
Það þurfti tvær flug- vélar til að flytja beina- grindina til London. Líkan af stærstu risaeðlu heims verður til sýnis í Evr­ ópu í fyrsta sinn á þessu ári. Sýnisgripurinn var búinn til úr sex mismunandi risaeðlum sem gengu um í Argentínu fyrir 100 milljón árum síðan. helgisteinar@frettabladid.is Bretland Í lok mánaðarins mun stærsta landdýr sem vitað er um að hafi gengið á jörðinni prýða Nátt­ úruminjasafnið í London. Eftirlík­ ing af risaeðlunni verður á safninu út árið og er þetta í fyrsta sinn sem hún verður til sýnis í Evrópu. Um er að ræða risaeðlu sem ber latneska heitið Patagotitan may­ orum og er graseðla frá fyrri hluta krítartímans. Hún lifði fyrir rúm­ lega 100 milljón árum á svæði sem við þekkjum í dag sem hluta af Arg­ entínu. Stærð eðlunnar á sér enga hlið­ stæðu í heiminum en risaeðlan var 37 metrar að lengd og 57 tonn að þyngd. Með öðrum orðum var lengd hennar á við eina Airbus A320 f lugvél og vó eðlan meira en átta afrískir fílar samanlagt. Eftirlíkingin samanstendur af 200 mismunandi beinum úr sex risaeðlum sem fundust í Argentínu og þurfti tvær f lugvélar til að f lytja beinagrindina til London. Það var búgarðseigandi í Patag­ óníu sem var fyrstur til að upp­ götva leifar af risaeðlunni árið 2010 þegar hann rakst á risastórt lærbein sem stóð upp úr jörðinni. Næstu árin fundu vísindamenn enn f leiri bein á svæðinu og á end­ anum náðist að grafa upp 200 bein. Argentínska safnið Museo Pale­ ontológico Egido Feruglio, sem staðsett er í Trelew í Patagóníu, sá svo um að púsla líkaninu saman. n Stærsta graseðla fyrr og síðar heimsækir London Stærsta risaeðla heims E irlíking af stærsta þekkta landdýri sem lifað hefur á jörðinni verður til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. PATAGOTITAN MAYORUM Graseðla frá fyrri hluta krítartímans. Lifði í Argentínu fyrir 101 milljón ára síðan. Afsteypan: E irlíking úr tre‹agleri. Saman sett af 200 beinum úr sex risaeðlum sem grafnar voru upp í Patagóníu árið 2014. Heimildir: NHM, BBC, Museo Paleontologico Egidio Feruglio Myndir: Getty Images, Academia Nacional de Ciencias © GRAPHIC NEWS 2,4 metra langur lærleggur. Samanborið við grameðlu, afrískan fíl og mann. Egg: Rúmlega 20 sentímetrar að þvermáli – minni en fótbolti. Kvendýrin urpu allt 40 eggjum í einu. Lengd: 37 metrar. Þyngd: 57 tonn, á við átta afríska fíla. Melting: Tók rúmlega tíu daga að melta fæðu. Öndun: Andaði með aðstoð lo sekkja e ir endilöngum skrokknum.Framdrif: A urfótavöðvar tengdir við halann hjálpuðu eðlunni að ganga. Hjarta: 1,8 metrar að ummáli og vó 230 kíló. Dældi 90 lítrum af blóði við hvert slag á §mm sekúndna fresti. Langur háls: Eðlan gat teygt sig upp í há tré e ir fæðu. Patagónía Beinin: Gisin bein drógu úr þyngd skrokks. Hali: E irlíking sýnir bitsár við hryggjarlið sem talið er vera e ir Tyrannotitan- kjöteðlu. Læri: Dýrið var gleiðfætt til að styðja við þyngdina. Risaeðlan var jafnlöng og Airbus A320 flugvél og vó 57 tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.