Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2023, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 04.03.2023, Qupperneq 10
Það þurfti tvær flug- vélar til að flytja beina- grindina til London. Líkan af stærstu risaeðlu heims verður til sýnis í Evr­ ópu í fyrsta sinn á þessu ári. Sýnisgripurinn var búinn til úr sex mismunandi risaeðlum sem gengu um í Argentínu fyrir 100 milljón árum síðan. helgisteinar@frettabladid.is Bretland Í lok mánaðarins mun stærsta landdýr sem vitað er um að hafi gengið á jörðinni prýða Nátt­ úruminjasafnið í London. Eftirlík­ ing af risaeðlunni verður á safninu út árið og er þetta í fyrsta sinn sem hún verður til sýnis í Evrópu. Um er að ræða risaeðlu sem ber latneska heitið Patagotitan may­ orum og er graseðla frá fyrri hluta krítartímans. Hún lifði fyrir rúm­ lega 100 milljón árum á svæði sem við þekkjum í dag sem hluta af Arg­ entínu. Stærð eðlunnar á sér enga hlið­ stæðu í heiminum en risaeðlan var 37 metrar að lengd og 57 tonn að þyngd. Með öðrum orðum var lengd hennar á við eina Airbus A320 f lugvél og vó eðlan meira en átta afrískir fílar samanlagt. Eftirlíkingin samanstendur af 200 mismunandi beinum úr sex risaeðlum sem fundust í Argentínu og þurfti tvær f lugvélar til að f lytja beinagrindina til London. Það var búgarðseigandi í Patag­ óníu sem var fyrstur til að upp­ götva leifar af risaeðlunni árið 2010 þegar hann rakst á risastórt lærbein sem stóð upp úr jörðinni. Næstu árin fundu vísindamenn enn f leiri bein á svæðinu og á end­ anum náðist að grafa upp 200 bein. Argentínska safnið Museo Pale­ ontológico Egido Feruglio, sem staðsett er í Trelew í Patagóníu, sá svo um að púsla líkaninu saman. n Stærsta graseðla fyrr og síðar heimsækir London Stærsta risaeðla heims E irlíking af stærsta þekkta landdýri sem lifað hefur á jörðinni verður til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. PATAGOTITAN MAYORUM Graseðla frá fyrri hluta krítartímans. Lifði í Argentínu fyrir 101 milljón ára síðan. Afsteypan: E irlíking úr tre‹agleri. Saman sett af 200 beinum úr sex risaeðlum sem grafnar voru upp í Patagóníu árið 2014. Heimildir: NHM, BBC, Museo Paleontologico Egidio Feruglio Myndir: Getty Images, Academia Nacional de Ciencias © GRAPHIC NEWS 2,4 metra langur lærleggur. Samanborið við grameðlu, afrískan fíl og mann. Egg: Rúmlega 20 sentímetrar að þvermáli – minni en fótbolti. Kvendýrin urpu allt 40 eggjum í einu. Lengd: 37 metrar. Þyngd: 57 tonn, á við átta afríska fíla. Melting: Tók rúmlega tíu daga að melta fæðu. Öndun: Andaði með aðstoð lo sekkja e ir endilöngum skrokknum.Framdrif: A urfótavöðvar tengdir við halann hjálpuðu eðlunni að ganga. Hjarta: 1,8 metrar að ummáli og vó 230 kíló. Dældi 90 lítrum af blóði við hvert slag á §mm sekúndna fresti. Langur háls: Eðlan gat teygt sig upp í há tré e ir fæðu. Patagónía Beinin: Gisin bein drógu úr þyngd skrokks. Hali: E irlíking sýnir bitsár við hryggjarlið sem talið er vera e ir Tyrannotitan- kjöteðlu. Læri: Dýrið var gleiðfætt til að styðja við þyngdina. Risaeðlan var jafnlöng og Airbus A320 flugvél og vó 57 tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.