Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 19
Alltaf verið ánægð með mitt Yesmine sagði vinkonuna hafa nefnt að þær gætu mögulega leitað blóðforeldra hennar. En ætli hún hafi virkilega aldrei leitt hugann að því? „Ég hef haft það rosalega gott svo það var kannski ekki fyrr en síðar á lífsleiðinni að ég fór að hugsa út í það. Ég fór meira að spá í þessu þegar ég sjálf eignaðist mín börn,“ segir hún en Yesmine er gift Arn­ grími Fannari Haraldssyni sem gerði garðinn frægan með hljóm­ sveitinni Skítamóral og eiga þau börnin Harald Fannar, 24 ára, sem Arngrímur átti fyrir, og saman eiga þau svo Ronju Ísabel, 16 ára, og Óli­ ver Emil, 8 ára. „Ættleiðingin hefur að mörgu leyti stjórnað ferðalagi mínu. Ræt­ urnar hafa stýrt mér. Þú sérð að hér er ég – að elda indverskan mat og dansa Bollywood,“ segir hún og hlær. „Það er kannski skrítið að ég hafi aldrei gert neitt í þessu. Ég er mjög náin pabba mínum,“ segir Yesmine en móðir henn féll frá fyrir 15 árum síðan. „Ég hef alltaf verið svo ánægð með mitt en ég viðurkenni að þætt­ irnir Leitin að upprunanum hafa kveikt svolítið í mér. En ég sé þetta frá tveimur hliðum. Það er erfitt að fara af stað í svona ferðalag og vita ekki hvað maður fær. Mögulega gæti maður fest í tveimur heimum. Það er alltaf meira undir niðri en sést á yfirborðinu en auðvitað hefur mig langað að vita meira og það er ekk­ ert útilokað að ég geri það. Hvernig sem fer þá snýst þetta um að finna sátt við það sem maður er, og ég er sátt.“ Ég er svolítið mikið En að veitingastaðnum Funky Bhangra sem var opnaður undir lok síðasta árs í Pósthúsi mathöll við Pósthússtræti. „Bhangra er pakistanskt dans­ form, hamingjuríkasti dans sem fyrirfinnst, en við bættum við orð­ inu funky á undan, því við brjótum allar reglur. Mig langaði að búa til stað sem byggði á bakgrunni mínum: Srí Lanka, Svíþjóð, Íslandi og Indlandi. Þetta er svolítið mikið – en ég er svolítið mikið,“ segir hún og hlær. „Ég held að ég geti ekki gert neitt smátt.“ Maturinn sem boðið er upp á, á staðnum, er indverskur með nor­ rænu ívafi og svolitlum áhrifum frá Srí Lanka. Yesmine viðurkennir að verða alltaf svolítið stressuð þegar hún fær indverska viðskiptavini. „Mig langar að segja við þá: Þetta er ekki indverskur matur,“ segir hún og hlær en bætir við að þeir gestir hafi alltaf gengið út ánægðir. Ferskari og léttari útgáfur Lógó staðarins segir ákveðna sögu en það er blanda af bengölsku tígris­ dýri og íslenskum hrúti. „Þetta er matur með attitjúd, þú færð Indland, Ísland og Svíþjóð í einum bita. Ég fattaði það ekki fyrr en um daginn að ég er meðal ann­ ars í raun að gera indverskt smörre­ bröd, eins konar turna, en þetta kemur frá pabba sem tekur alltaf á móti mér í Svíþjóð með smörrebröd og bjór. Við erum alltaf að þróa eitt­ hvað nýtt og næst á dagskrá verður að bjóða upp á bröns með okkar sniði.“ Yesmine er oft spurð að því hvort gamall draumur hafi ræst með því að opna eigin veitingastað en hún segir svo ekkert endilega vera. Undanfarinn áratug hafi hún unnið að matargerð í ýmsum form­ um, með námskeiðahaldi, bóka­ útgáfu, sem gestakokkur og sjón­ varpsþáttastjórnandi, en það hafi ekkert endilega verið planið hennar. „Ég fór á námskeið í indverskum matreiðsluskóla í New York og fékk tækifæri til að æfa mig á indverska Michelin­stjörnu staðnum Junoon í borginni hjá Vikas Khanna sem hefur stjórnað Master Chef­þátt­ unum í Indlandi, hinn indverski Gordon Ramsay.“ Yesmine segir tækifærið hafa verið einstakt enda sé hún ekki menntaður matreiðslumaður. „Ég var bara í nokkra daga og það var mikill heiður. Þetta var ótrúlega flott eldhús en enginn matreiðslu­ mannanna fékk að fara niður í kjall­ ara þar sem töfrarnir gerðust, þar stóð afinn við að blanda kryddin. Þeim fannst ég, þessi litla dúlla, engin ógn, svo ég fékk að fara niður í kjallara og verja tíma með afanum. Flestir Indverjar læra matargerð af ömmum sínum og öfum og seinna skólum. En ég fattaði þó að ég væri að gera eitthvað frábrugðið, með mínum stíl. Ég ákvað að halda því frekar en að reyna að gera það sem þau eru að gera, því ég gæti það aldrei. Mínar útgáfur eru ferskari og léttari. Ég er ekki að segja að þær séu betri, en þær eru öðruvísi.“ Samstíga hjón Yesmine segist hafa hugsað með sér: „Eftir fjórar bækur og þrjár sjón­ varpsseríur, en ég held ég hafi örugglega verið fyrsti útlending­ urinn sem talar ekki fullkomna íslensku með eigin sjónvarpsþátt á RÚV, hugsaði ég: „Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að opna veitingastað.“ Yesmine segir þau hjón mjög sam­ stíga og að saman hafi þau ákveðið að opna veitingastaðinn. „Addi elskar indverskan mat. Við vorum vinir áður en við urðum kærustupar og þegar við hittumst eldaði hann indverskt svo það tengir okkur svo­ lítið saman.“ Yesmine segist alltaf hafa viljað opna stað sem væri meira en bara veitingastaður, eins konar upp­ lifun; bland af tónlist, skemmtun og mat. Því þau hjón eru bæði með bakgrunn í tónlist og skemmtana­ bransanum. En undanfarin ár hefur hún eldað heilmikið fyrir veislur. „Þar hef ég fengið mikla þjálfun og starfað með fjölmörgum færum matreiðslumönnum sem ég ber mikla virðingu fyrir.“ Mathallir nýtt tækifæri Veitingastaðurinn var opnaður í nóvember og segir Yesmine undir­ búninginn og fyrstu vikurnar hafa tekið á. „Ég er fegin að ég er dugleg að æfa því þarna fékk ég virkilega að finna fyrir því í hverju starfið felst. Pott­ arnir voru miklu stærri og ég þurfti sjálf að hlaupa upp og niður í eld­ hús. Ég sást varla fyrstu vikurnar enda var ég bara niðri í kjallara,“ segir Yesmine en eldhús veitinga­ staðanna eru staðsett í kjallara hús­ næðisins. „Það er gríðarlega góð stemning þar niðri enda eldum við öll saman.“ Yesmine bendir á að þau hjón standi þó ekki ein á bak við staðinn heldur hafi þau fengið frábæra mat­ reiðslumenn í lið með sér. „Það eru þeir Ingólfur Þorsteins­ son og Martin Kelley, sá fyrri er meira á skandinavísku nótunum en Matti hefur ferðast um Indland og er með það í hjarta sínu. Saman eru þeir mjög sterkir.“ Yesmine segir indverska matar­ gerð krefjast mikils undirbúnings og nú sé staðan sú að annað þeirra hjóna standi alltaf vaktina á álags­ tímum. „Staðurinn hefur gengið vonum framar. Við erum ótrúlega þakklát fyrir frábærar viðtökur. Ég hefði aldrei getað gert þetta nema að vera með framúrskarandi teymi með mér.“ Yesmine bendir á að mathallirnar sem sprottið hafa upp um alla borg hafi breytt háttum fólks að vissu leyti. „Ég held að fólk fái nýtt tækifæri til að upplifa miðbæinn.“ Íslenski dansflokkurinn hringdi Um áramótin strengdi Yesmine heit eins og svo oft áður og í þetta sinn lofaði hún sjálfri sér að gera meira af því sem hún elskar mest að gera: Dansa, syngja og hafa gaman. „Þess vegna ákvað ég að setja Bolly wood­sýninguna aftur upp,“ segir hún en stefnan er að setja í haust upp sýningu sem Yesmine gerði vinsæla í Turninum í Kópavogi og í Hörpu fyrir tólf árum. „Nokkrum vikum eftir áramótin fékk ég símtal frá Íslenska dans­ flokknum,“ segir hún og hlær. „Það kom mér algjörlega að óvör­ um en þau hafa verið með yndislega sýningu sem heitir Ball á Litla sviði Þjóðleikhússins og snýst um okkar sterku hjartatengingu við dans, en ætla að færa sig upp á Stóra sviðið. Þau vantaði Indverja og buðu mér að vera með. Þetta er mikill heiður og ég er virkilega spennt. Ég dansa allt of lítið í dag og fann að ég ætti að gera meira af því. Ég hlakka mikið til að vera partur af þessari dans­ veislu og vona að sem flestir komi og fagni með okkur dansinum.“ Yesmine er eins og fyrr segir sátt við sitt og ekki skemmdi fyrir að fá fyrsta tilboðið frá Íslenska dans­ flokknum, nú eftir fertugt. „Auðvitað hef ég oft hugsað út í hvað hefði orðið ef ég hefði verið áfram í London enda var ég komin með góðar tengingar þar, en ég sé ekki eftir að hafa komið hingað, fyrir mér opnaðist nýr heimur og ég held að þetta hafi átt að fara svona,“ segir hún að lokum. n Yesmine ásamt eiginmanni sínum, Adda Fannari, og börnum þeirra á góðri stundu á Tenerife. Mynd/aðsend Yesmine er skemmtileg blanda af Srí Lanka, Íslandi og Svíþjóð undir miklum áhrifum frá Indlandi og ber veitinga- staður hennar í Pósthúsi mat- höll þess merki. Fréttablaðið/ anton brink Yesmine hér ásamt föður sínum. Kjell Olsson og Ulriku Kalin, systur sinni. Mynd/Gassi Fréttablaðið helgin 194. mars 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.