Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 45
Á þessum tíma var
algengt að fólk byrjaði
að drekka á unglings-
árunum og við gerðum
það líka.
Ég var búinn að keppa
allar helgar síðan ég
var lítill, æfa á morgn-
anna og kvöldin og
þurfa alltaf að þóknast
öllum.
Guðmundur keppir um Íslandsmeistaratitilinn um helgina og stefnir á sigur þrátt fyrir langa pásu. Fréttablaðið/valli
Guðmundur, Nanna Kolbrún og börnin þeirra fjögur. Nú eru í vinnslu heim-
ildarþættir um feril Guðmundar, þeir verða sýndir næsta vetur. Mynd/aðsend
vinahóp, við vorum allir mikið í
íþróttum en það var ekki það eina
sem við gerðum. Ég var alveg á fullu
í íþróttum og að keppa en ég fór ekki
á mis við það að vera unglingur,“
segir Guðmundur.
„Á þessum tíma var algengt að
fólk byrjaði að drekka á unglings-
árunum og við gerðum það líka.
Það var ekkert rugl á okkur og við
vorum ekki í dópi eða eitthvað.
Hittumst bara á bak við Skalla og
drukkum, vorum svo farnir heim
fyrir miðnætti. Svona var þetta
bara, sama hvað okkur finnst um
það núna.“
Guðmundur segist þó hafa upp-
lifað að finnast hann vera að missa
af ákveðnum viðburðum um helgar
þegar þegar hann var barn og ungl-
ingur. „Ég var alltaf í útlöndum um
verslunarmannahelgina og missti
alltaf af Þjóðhátíð en ég var í Dan-
mörku á sumrin að æfa með danska
landsliðinu, ég fékk alltaf eitthvað
skemmtilegt í staðinn fyrir það sem
ég var að missa af svo mér fannst
það ekki beint leiðinlegt.“
Atvinnumaður
Í Svíþjóð fékk Guðmundur sinn
fyrsta alvörusamning að hans eigin
mati. Þá var hann orðinn atvinnu-
maður. „Ég hafði verið bestur alveg
frá því að ég var ellefu ára og það er
engin ögrun í því að spila alltaf við
einhvern sem er lélegri en þú. Ég
stóð í stað í mörg ár og mig vantaði
áskorun,“ segir hann.
„Í Svíþjóð fékk ég áskorun og
ég var ekki bestur. Ég spilaði með
nokkrum liðum þarna til að byrja
með en svo fékk ég samning við
Malmö FF sem er stórlið í Evrópu,
alveg risalið. Þarna er ég 23 ára og þá
er ég loksins orðinn atvinnumaður.
Fram að þessu hafði ég fengið smá
pening og svona en þarna var þetta
orðin vinnan mín og allt í einu
var allt að ganga upp,“ segir Guð-
mundur.
Honum líkaði vel í Svíþjóð þar
sem hann spilaði hundruð leikja og
vann fjölda titla. Árið 2006 eignaðist
Guðmundur sitt fyrsta barn ásamt
eiginkonu sinni Nönnu Kolbrúnu
Óskarsdóttur, en þau hafa verið
saman frá því þau voru 18 ára.
„Við kynntumst þegar ég var í MS
og hún í MH. Ég tróð mér með í partí
til hennar með vini mínum, hann
ætlaði að næla sér í hana en ég gerði
það,“ segir Guðmundur.
Er hann búinn að fyrirgefa þér?
„Já, bara rétt núna,“ segir hann
kaldhæðinn og skellihlær.
„Hún er búin að fara með mér
í gegnum þetta allt. En hún hefur
engan áhuga á íþróttum sem er allt
í lagi af því að þetta hefur aldrei hel-
tekið okkur. Hún flutti með mér út
og það var æðislegt að hafa hana
með mér, svo þægilegt. Ég var aldrei
einmana en ég hefði pottþétt orðið
það ef hún hefði ekki verið með mér
og þetta hefði verið allt öðruvísi.“
Guðmundur var aðeins 24 ára
þegar Viktoría dóttir hans fæddist,
þau Nanna Kolbrún eiga nú saman
fjögur börn. „Okkur fannst við ekk-
ert ung þegar hún fæddist en fólkinu
í kringum okkur úti fannst við bara
eitthvað rugluð. Fólk í Skandinavíu
er ekki að eignast börn fyrr en það
er kannski um þrítugt,“ segir hann.
Fjölskyldan bjó Svíþjóð þegar
Viktoría var að alast upp, síðar
spilaði Guðmundur tvö ár í Frakk-
landi og svo í Hollandi. Árið 2013,
þegar hann var þrítugur, ákvað
Guðmundur að hætta að spila borð-
tennis. Þá hafði hann unnið um 200
titla hér á Íslandi og víðar í Evrópu.
Það er frekar ungt að hætta þrí-
tugur í borðtennis, f lestir eru á
toppnum 35 ára, af hverju hættir þú?
„Það var eiginlega engin ástæða
fyrir því. Eftir á að hyggja er þetta
fáránlegur tími til að hætta en mig
langaði bara að kúpla mig út úr
þessu,“ segir Guðmundur.
„Þarna vorum við f lutt heim og
ég var farinn að vinna í fjölskyldu-
fyrirtæki konunnar minnar og var
að spila í Hollandi á sama tíma, bjó
hér og fór á milli. Mig langaði bara
allt í einu að vinna á dagvinnutíma,
ég var búinn að keppa allar helgar
síðan ég var lítill, æfa á morgnana
og kvöldin og þurfa alltaf að þókn-
ast öllum, það var bara ekkert svo
gaman lengur.“
Guðmundur segir árin í Frakk-
landi hafa auðveldað honum að
taka ákvörðunina um að hætta.
„Þegar ég var í Svíþjóð þá var alltaf
gaman og það var það líka í Hol-
landi. En í Frakklandi voru allir í
fýlu. Mér gekk vel þar og vann flesta
leikina en liðinu gekk ekki vel, þeir
töpuðu og töpuðu og voru alltaf í
fýlu yfir því og það var leiðinlegt
tímabil,“ segir Guðmundur sem í
Frakklandi vann 21 af 27 leikjum í
deildarkeppninni og tapaði sex.
„Þessi stemning þarna í Frakk-
landi varð bara til þess að ég nennti
þessu ekki,“ segir hann.
Ekki tvítugur lengur
Frá því að Guðmundur hætti að
spila borðtennis fyrir áratug síðan
hefur hann ekkert snert spaðann
þar til í desember síðastliðnum.
Nú stefnir hann á enn einn Íslands-
meistaratitilinn um helgina.
„Ég er bara búinn að sitja í tíu ár
og hef eiginlega ekkert hreyft mig.
Ég hélt að þetta yrði ekkert mál en
það hefur ekki verið alveg svoleiðis.
Ég er ekki tvítugur lengur og þó að
hausinn sé alveg með allt í standi
þá nær líkaminn ekki að halda í við
hann,“ segir Guðmundur.
„En þetta er f ljótt að koma, fyrir
mánuði síðan gat ég ekki staðið
í lappirnar. Ég fékk einhverja
klemmu í bakið og var alveg „out“ í
þrjár vikur en núna bara ét ég pillur
og nota hitakrem, þá get ég æft,“
segir hann og glottir.
Er þá ferli þínum sem atvinnu-
manni lokið þrátt fyrir að þú ætlir
að keppa á þessu móti?
„Já, hann er alveg búinn. Ég er
með stóra fjölskyldu svo ég er ekki
að fara aftur út í þetta. Ég hélt að ég
hefði ekki saknað þess neitt að spila
en núna finn ég að ég hef saknað
þess og mér finnst þetta svakalega
gaman,“ segir hann.
„En það er líka búið að vera svaka-
lega gaman að ala upp börnin og
gera allt annað en að spila borð-
tennis,“ segir Guðmundur en líkt og
fram hefur komið eiga þau Nanna
Kolbrún fjögur börn. „Við eignuð-
umst okkar elstu þegar við vorum
í Svíþjóð og svo átta árum seinna
eignuðumst við tvíbura og svo kom
eitt í viðbót. Á tímabili vorum við
með þrjú börn undir tveggja ára,“
segir hann.
„Þegar við eignuðumst elstu þá
var ég bara alltaf að vinna og tók
ekki mikinn þátt eða mikla ábyrgð
en svo þegar þú eignast tvíbura þá
þurfa bara að vera tveir foreldrar.
Ég var bara alltaf með eitt barn og
hún annað. Svo hjálpaði elsta okkur
mjög mikið,“ segir Guðmundur.
„Svo þegar það kom eitt barn í
viðbót þá var ég rosa mikið með tví-
burana og mamman með litlu, það
var geggjað, ég fékk bara að vera í
100 prósent uppeldi á börnunum
mínum,“ segir hann.
„Maður á ekki að hugsa í svona
hefðbundnum kynhlutverkum en
þarna var ég með tvíburana eins
og mömmur eru vanalega, ég var
„all in“ og tók fulla ábyrgð. Auð-
vitað gerðum við þetta saman en
ég tók beinan þátt í þessu öllu og ég
mæli með því fyrir alla og hvet aðra
karla til að gera það, það var rosa-
lega gaman og ég myndaði allt aðra
tengingu við börnin.“
Spurður að því hvort þau hjónin
stefni að því að stækka barnahóp-
inn frekar segir Guðmundur svarið
vera skýrt nei. „Nei, það er búið að
skella í lás á það, þetta er alveg nóg.
Nú er lífið að róast, þau eru orðin
sautján, átta og fimm og ég hef tíma
til að æfa aftur.“
Og ætlar þú að vinna mótið um
helgina?
„Já, það kemur ekkert annað til
greina,“ segir Guðmundur. „Konan
mín hefur spurt mig hvað ég ætli að
gera ef ég tapa en ég hugsa bara aldr-
ei um það að ég geti tapað. Ég hugsa
bara að ég sé að fara að vinna,“ segir
hann.
„Ég hef aldrei tapað á Íslands-
meistaramóti, auðvitað getur það
gerst en ég er ekki hræddur við það.
Ef þú ert hræddur við að tapa þá
bara tapar þú. Þú þarft að hafa fók-
usinn á því að vinna en ekki tapa.“ n
Fréttablaðið helgin 254. mars 2023
lAUgARDAgUR