Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 51
Aukalagið, þegar við
vorum klappaðir upp, var
klukkutími og korter.
Þetta var sveitall, svona af
gamla skólanum.
Marinó Lilliendahl, tónlistarmaður
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Þetta gerðist | | 4. Mars 2000
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Örlygur Sveinsson
Tindaflöt 2, Akranesi,
lést fimmtudaginn 16. febrúar.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 17. mars klukkan 13.
Þökkum hlýhug í okkar garð.
Sesselja Óskarsdóttir
Jón Ragnar Örlygsson Ólöf Árnadóttir
Björg Örlygsdóttir Arnar Matthíasson
Garðar Örn Þorvarðarson Sara Guðmundsdóttir
Tryggvi Rúnar Árnason Hjördís Inga Jóhannesdóttir
Ragnheiður, Kristófer Árni og aðrir aðstandendur
Hjónaball Hrunamanna hefur
verið haldið árlega frá 1943 og
verður stærra en nokkru sinni
fyrr í ár.
arnartomas@frettabladid.is
Hjónaball Hrunamanna er haldið ár
hvert á Flúðum og er einn vinsælasti
viðburður svæðisins. Það er sérstakur
hátíðarbragur yfir ballinu í ár sem fagn-
ar nú 80 ára afmæli.
„Þetta var í fyrstu kallað hjóna-
skemmtun og byrjaði þá í rauninni sem
kaffiboð árið 1943,“ segir Sigurjón Snær
Jónsson, einn af skipuleggjendum balls-
ins. „Þá voru þetta einhverjir tveir, þrír
karlar sem stóðu að viðburðinum sem
var haldinn í gamla barnaskólanum sem
stóð niðri við sundlaugina á Flúðum.“
Kaffiboðið var heldur settlegt og
fóru krakkar í skólanum með leikþátt
fyrir gestina. Viðburðurinn varð strax
að árlegri venju og vatt statt og stöðugt
upp á sig.
„Fólkinu í sveitinni fjölgaði og svo var
ákveðið að hætta með kaffið og vera
með alvöru mat,“ segir Sigurjón. „Það
var strax ákveðið að hafa ekki þorra-
mat heldur alvöru hangikjöt og svoleiðis
kræsingar.“
Upp kom sú hugmynd að vísur yrðu
samdar um sveitunga og það sem gerst
hafði á svæðinu, svo bættust við tón-
listaratriði og að lokum var komin hefð
fyrir þessu rokna balli sem haldið er enn
þann dag í dag.
Stærsta ballið til þessa
Ballið var fyrst um sinn haldið í sam-
komusalnum í skólanum en færðist
síðar yfir í félagsheimilið sem byggt var
1969. Þar var 330 manna hámarksfjöldi
sem var farinn undir rest að þrengja að
ballgestum.
„Það var komið á þann stað að það
þurfti að neita fólki um aðgöngu því það
var varla hægt að standa upp til að fara
á klósettið,“ lýsir Sigurjón og hlær. „Nú
er þetta í fimmta skipti sem við höldum
ballið í íþróttahúsinu og þetta er stærsta
hjónaballið frá upphafi því við erum
komin í um 420 gesti.“
Gestirnir eru að mestu Hrunamenn
eða fólk sem hefur tengingu í sveitina.
Sigurjón segir að á listanum í ár sé eitt
borð af fjörutíu og þremur þar sem hann
kannast ekki við nöfnin. Og aldursbilið
er breitt.
„Ég var búin að heyra í einni sem er
áttatíu og fjögurra ára sem langaði að
mæta,“ og svo er þetta niður í tvítugt.“
Eru piprandi Hrunamenn ekkert
öfundssjúkir vegna ballsins?
„Þetta heiti er kannski aðeins farið
út,“ svarar Sigurjón og bendir á að hann
og Erna Edda Arndal sem, ásamt stórri
ballnefnd, halda ballið í ár, séu ekki
einu sinni gift enn þá. „Fyrst það eru
ekki einu sinni hjón að stýra þessu þá er
aðeins minna horft til þess í dag.“
Aukalag í lengra lagi
Ballið í fyrra var algjör sprengja að sögn
Marinós Lilliendahl hjá Stuðlabandinu
sem tróð þar upp í fyrra.
„Aukalagið, þegar við vorum klapp-
aðir upp, var klukkutími og korter,“ segir
hann og hlær. „Þetta var alveg alvöru
sveitaball, svona af gamla skólanum.“
Marinó rifjar upp hvernig fólk á öllum
aldri steig villtan dans í salnum fram til
klukkan fjögur um nóttina. Eftir að her-
legheitunum lauk var fólk svo samstíga
í fráganginum.
„Maður finnur fyrir miklum samhug
hérna í sveitinni,“ segir hann og bendir
á að tímasetningin hafi nú kannski
haft eitthvað að gera með hversu mikil
stemningin var. „Við spiluðum í fjóra
tíma og fjörutíu mínútur sem var alveg
svakalegt. Þetta var líka eitt af fyrstu
böllunum eftir Covid svo það var ein-
hver andi sem sveif þarna yfir öllu.“ n
Hjónaball Hrunamanna
fagnar áttatíu ára afmæli
Tölvuleikjaheimurinn umturnaðist árið 1994 þegar sony
gáfu frá sér leikjatölvuna Playstation. Vélin hafði upphaflega
átt að vera samstarfsverkefni milli sony og Nintendo en eftir
að síðarnefndi leikjarisinn kúplaði sig frá verkefninu ákvað
sony að halda þróun vélarinnar áfram upp á eigin spýtur.
Playstation var öflugasta leikjatölva sem sést hafði þegar
hún kom á markaðinn og bauð upp á vandaðri þrívíddargraf-
ík en fólk hafði vanist fram að því. Leikjaúrvalið var gríðarlegt
og gátu margir minni framleiðendur látið ljós sitt skína.
Það var því ekki skrítið að leikjaheimurinn hafi verið á iði
þegar sony tilkynnti um arftaka Playstation í mars 1999.
Playstation 2 kom fyrst á markaðinn í Japan um ári síðar og
átti eftir að skjóta keppinautum sínum ref fyrir rass.
Playstation 2 seldist í alls 150 milljón eintökum og er enn
þann dag í dag mest selda leikjatölva heims. Þótt vélin sé í
miklu dálæti hjá milljónum geta fáir státað sig af meiri ást
á vélinni en breskur maður
sem gekk áður undir nafn-
inu Dan Holmes. Hann
elskaði Playstation 2
svo mikið að hann
lét breyta eftirnafni
sínu í Playstation 2.
Geri aðrir betur. n
Playstation 2 kemur
á markaðinn
Frá Hjónaballinu í fyrra þar sem stuðlabandið spilaði fyrir breiðan aldurshóp langt fram eftir nóttu. Mynd/Stuðlabandið
Ballið er gríðarlega vinsælt hjá Hrunamönnum sem fjölmenna ár hvert.
FréTTablaðið tímamót 314. mars 2023
LaUGaRDaGUR
Ástkær faðir minn, bróðir okkar,
unnusti minn og sonur minn,
Jónas Oddur Jónasson
lést þann 13. febrúar síðastliðinn.
Útför fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 8. mars kl. 13.00.
Alda Lárusdóttir
Rökkvi Jökull Jónasson
Pétur Jökull Jónasson
Jón Atli Jónasson
Herborg Drífa Jónasdóttir
Grímur Jónasson
Jónína H. Jónsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Borghildur
Skúladóttir
sem lést á Landspítalanum
þann 23. febrúar sl. verður
jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þann
9. mars nk. kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Taugalækningadeildar B2 á LSH fyrir auðsýnda hlýju og
góða umönnun.
Skúli Róbert Þórarinsson Hrafnhildur Jónsdóttir
Þórarinn Þórarinsson
Hallfríður Þórarinsdóttir
Þórunn Þórarinsdóttir
Unnur María Þórarinsdóttir