Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 7
Alþjóðalaxamálafundurinn var haldinn á Algonquin hóteli, sem þessi mynd er af. ÞÓR GUÐJÓNSSON veiðimálasljóri: ALÞJÓÐLEGUR LAXAMÁLAFUNDUR. Inngangur. Úthafsveiðar á laxi í Norður-Atlantshaf- inu, sem hófust fyrir alvöru við Vestur- Grænland fyrir rúmum áratug, hafa hvatt menn, sem laxamálin snerta, til þess að bindast samtökum um að vinna að því að vernda laxinn fyrir ofveiði og auka laxa- rækt. Samtök hafa verið stofnuð í Norður- Ameríku og í Englandi í þessu skyni. Þó að starfstíminn sé stuttur, er árangur af starfi þeirra umtalsverður, og skulu þessi samtök því kynnt hér lítillega. Alþjóðalaxastofnunin. Alþjóðalaxastofnunin (The International Atlantic Salmon Foundation') var stofn- sett 1968, og hefur hún aðsetur í St. Andrews í Kanada og í New Yorkborg í Bandaríkjunum. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að auknum skilningi á mikil- vægi laxins sem náttúruauðlindar og á verndun hans og viðgangi. Hyggst hún ná markmiði sínu með því að örva og styrkja laxarannsóknir og skynsamlega stjórnun laxveiðimála, að stuðla að því að auka þekkingu á laxinum sem náttúruauðlind, i) í ensku máli er laxinn okkar kenndur við Atlantzhafið og kallaður Atlantzlax til aðgrein- ingar frá sex tegundum af Kyrrahafslaxi. í þess- ari grein verður laxinn okkar einungis kallaður lax samkvæmt okkar venju, en ekki Atlantzlax. VEIÐIMAÐURINN 5

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.