Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 10
ana 20. til 22. september sl. í St Andrews, New Brunswick, í Kanada, eins og áður segir. Þessi fundur var umfangsmesti fund- ur um laxamál, sem haldinn hefur verið. Við setningu fundarins flutti umhverfis- málaráðherra Kanada, Jack Davis, ræðu og á eftir töluðu H. J. Robichaud, vararíkis- stjóri í New Brunswick, og Donald Mac- Kernan, ambassador frá Bandaríkjunum Flutt voru 30 erindi af sérfræðingum frá 12 löndum um hinar ýmsu greinar laxa- málanna. Fundinn sátu rúmlega 430 manns, sérfræðingar, stjórnendur laxveiðimála og áhugamenn. Erindin fjölluðu um eftirtalda málaflokka: Um áhrif mannsins á umhverfi laxins, um lífeðlisfræði laxins, um umhverfi laxins, um laxeldi, um mannvirkjagerð í veiðivötnum og veiðihagfræði, um verndun laxins og viðgang og um laxveiðar. í erindunum komu fram margar nýjar niðurstöður af rannsóknum, sem hér yrði allt of langt upp að telja. Greinarhöfundur flutti erindi í erindaflokknum um laxaeldi. Skýrði hann frá laxeldi á íslandi og endur- heimtum á alilaxi í tilraunum, sem gerðar hafa verið í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Kom þar fram m. a., að endurheimtur af merktum laxaseiðum, sem höfðu verið í eldi í eitt ár og sleppt síðan, skiluðu sér mjög lítið aftur eða 0,1%, þau sem höfðu verið tvö ár í innitjörnum skiluðu sér alls ekki aftur, en þau tveggja ára seiði, sem höfðu verið í innitjörnum fyrra árið og í útitjörnum seinna árið, skiluðu sér mun betur aftur en eins árs gönguseiðin eða 4,1%. Nýjungar í fiskeldi og fiskrækt. í erindunum um laxeldi komu fram at- hyglisverðar nýjungar. Svíinn Peterson skýrði frá nýrri aðferð við uppeldi eins árs gönguseiða, sem skiluðu sér vel aftur eftir veruna í Eystrasalti. Aðferðin er í því fólg- in, að flýta klakinu með upphitun á klak- vatninu og stytta þannig klaktímann, og lengja jafnframt eldistímann, sem því mun- ar. Með því má ná seiðunum upp í göngu- stærð um haustið og hafa þau síðan í úti- tjörnum um veturinn. Síðasta mánuðinn, áður en þeim er sleppt til að ganga í sjó, er þeim gefið fóður með tiltölulega miklu íituinnihaldi. Tilraun af þessu tagi er þeg- ar hafin í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Bandaríkjamaðurinn Millenback skýrði frá ört vaxandi eldi sjóregnbogasilungs í Wash- ingtonríki, en með sjóregnboga og laxinum okkar er margt líkt hvað útlit og lifnaðar- hætti snertir. Meðal annars kom fram sú nýjung, að ala sjóregnboga í mun stærri tjörnum í eldisstöðvum heldur en tíðkazt hefur, en við byggingu slíkra tjarna er veru- lega minni kostnaður miðað við flatarein- ingu heldur en við byggingu tjarna af þeim stærðum, sem notaðar hafa verið áður. Hef- ur þessi nýjung reynzt vel. Englendingurinn Harris skýrði frá til- raunum með laxahald í litlum fjallavötn- um í Englandi, sem miðuðu að því að auka uppeldi gönguseiða í árkerfum, sem vötn- in eru á, og auka þar með laxgengdina í ár- kerfin. Ýmsar athvglisverðar niðurstöður hafa fengizt af þessum tilraunum, en þær eru enn á byrjunarstigi. Norðmaðurinn Möller skýrði frá laxeldi Norðmanna í sjó. Kom m. a. fram, að at- hyglisverður árangur hefði fengizt í Noregi á þessu sviði. Hann taldi nauðsynlegt að treysta grundvöll fiskeldisins með tilraun- um og rannsóknum, og skýrði frá því, að fé hafi verið veitt til að koma á fót tilrauna- 8 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.