Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 10

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 10
ana 20. til 22. september sl. í St Andrews, New Brunswick, í Kanada, eins og áður segir. Þessi fundur var umfangsmesti fund- ur um laxamál, sem haldinn hefur verið. Við setningu fundarins flutti umhverfis- málaráðherra Kanada, Jack Davis, ræðu og á eftir töluðu H. J. Robichaud, vararíkis- stjóri í New Brunswick, og Donald Mac- Kernan, ambassador frá Bandaríkjunum Flutt voru 30 erindi af sérfræðingum frá 12 löndum um hinar ýmsu greinar laxa- málanna. Fundinn sátu rúmlega 430 manns, sérfræðingar, stjórnendur laxveiðimála og áhugamenn. Erindin fjölluðu um eftirtalda málaflokka: Um áhrif mannsins á umhverfi laxins, um lífeðlisfræði laxins, um umhverfi laxins, um laxeldi, um mannvirkjagerð í veiðivötnum og veiðihagfræði, um verndun laxins og viðgang og um laxveiðar. í erindunum komu fram margar nýjar niðurstöður af rannsóknum, sem hér yrði allt of langt upp að telja. Greinarhöfundur flutti erindi í erindaflokknum um laxaeldi. Skýrði hann frá laxeldi á íslandi og endur- heimtum á alilaxi í tilraunum, sem gerðar hafa verið í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Kom þar fram m. a., að endurheimtur af merktum laxaseiðum, sem höfðu verið í eldi í eitt ár og sleppt síðan, skiluðu sér mjög lítið aftur eða 0,1%, þau sem höfðu verið tvö ár í innitjörnum skiluðu sér alls ekki aftur, en þau tveggja ára seiði, sem höfðu verið í innitjörnum fyrra árið og í útitjörnum seinna árið, skiluðu sér mun betur aftur en eins árs gönguseiðin eða 4,1%. Nýjungar í fiskeldi og fiskrækt. í erindunum um laxeldi komu fram at- hyglisverðar nýjungar. Svíinn Peterson skýrði frá nýrri aðferð við uppeldi eins árs gönguseiða, sem skiluðu sér vel aftur eftir veruna í Eystrasalti. Aðferðin er í því fólg- in, að flýta klakinu með upphitun á klak- vatninu og stytta þannig klaktímann, og lengja jafnframt eldistímann, sem því mun- ar. Með því má ná seiðunum upp í göngu- stærð um haustið og hafa þau síðan í úti- tjörnum um veturinn. Síðasta mánuðinn, áður en þeim er sleppt til að ganga í sjó, er þeim gefið fóður með tiltölulega miklu íituinnihaldi. Tilraun af þessu tagi er þeg- ar hafin í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Bandaríkjamaðurinn Millenback skýrði frá ört vaxandi eldi sjóregnbogasilungs í Wash- ingtonríki, en með sjóregnboga og laxinum okkar er margt líkt hvað útlit og lifnaðar- hætti snertir. Meðal annars kom fram sú nýjung, að ala sjóregnboga í mun stærri tjörnum í eldisstöðvum heldur en tíðkazt hefur, en við byggingu slíkra tjarna er veru- lega minni kostnaður miðað við flatarein- ingu heldur en við byggingu tjarna af þeim stærðum, sem notaðar hafa verið áður. Hef- ur þessi nýjung reynzt vel. Englendingurinn Harris skýrði frá til- raunum með laxahald í litlum fjallavötn- um í Englandi, sem miðuðu að því að auka uppeldi gönguseiða í árkerfum, sem vötn- in eru á, og auka þar með laxgengdina í ár- kerfin. Ýmsar athvglisverðar niðurstöður hafa fengizt af þessum tilraunum, en þær eru enn á byrjunarstigi. Norðmaðurinn Möller skýrði frá laxeldi Norðmanna í sjó. Kom m. a. fram, að at- hyglisverður árangur hefði fengizt í Noregi á þessu sviði. Hann taldi nauðsynlegt að treysta grundvöll fiskeldisins með tilraun- um og rannsóknum, og skýrði frá því, að fé hafi verið veitt til að koma á fót tilrauna- 8 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.