Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 11
Nýjar eldistjarnir í Laxeldisstöðinni í Kollafirði, eftir lagningu hins nýja Vestur-
landsvegar. — Ljósm. R. H.
eldisstöð í Matredal í Hörðalandi. í Noregi
er einnig starfandi tilraunaeldisstöð í Sunn-
dalsöra, sem hefur erfðafræðirannsóknir
sem aðalverkefni. Er henni stjórnað af
Skjervold prófessor, sem er þekktur fyrir
erfðafræðirannsóknir sínar.
Tilraunaeldisstöð.
Á laxamálafundinum var tilkynnt, að Al-
þjóðalaxastofnunin ráðgeri að láta reisa á
árunum 1973 til 1975 stóra tilraunaeldis-
stöð við Chamrockána nálægt St. Andrews.
Aðalverkefni eldisstöðvarinnar verði erfða-
fræðirannsóknir og kynbætur á laxi.
Erfanleiki sérstakra einkenna hjá laxin-
um verði rannsakaður og niðurstöðurnar
síðan notaðar í sambandi við að kynbæta
lax, og fá fram fiska með æskilega eigin-
leika með tilliti til stærðar og hárrar endur-
heimtuprósentu. Erfðafræði laxins hefur
lítið verið rannsökuð. Er talið, að aukin
þekking á þessu sviði muni geta orðið mjög
mikilvæg fyrir laxeldi og laxarækt í fram-
tíðinni.
Byggingarkostnaður tilraunaeldisstöðvar-
innar er áætlaður rúmlega 190 milljónir ísl.
kr. og árlegur reksturskostnaður um 14 millj.
ísl. króna. Kanadastjórn hefur gefið loforð
um að standa undir reksturskostnaðinum.
Árleg gönguseiðaframleiðsla er áætluð 300
VEIÐIMAÐURIKN
9