Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 14
og vélasala, Fossberg, er hann lét laxana
hugsa á enska tungu í vísu þeirri sem hér
fer á eftir. Tilefnið var það, að strandað
hafði togari að nafni „Linconshire“ út af
Gróttu, að ég held 1934, var honum komið
á flot og hann dreginn inn undir Elliðavog
en þar sökk hann. Þá kvað Fossberg:
„Laxamir sem lifa í sjó
lítið segja en hugsa þó:
What is that
is Linconshire there
is Linconshire everywhere?"
Snúum okkur þá að því hvað fornsögur
okkar segja um laxveiðar.
Fiskirækt í ám eða vötnum er nú ofar-
lega á baugi hérlendis og hefur verið það
sem betur fer síðasta áratuginn. Framsýnir
bændur og einstaka veiðimenn höfðu þó
löngu fyrr komið auga á þetta mikla vel-
ferðarmál til aukningar lax- og silungsstofni
í ám og vötnum á Íslandi. Á þetta minnist
ég hér þar eð ég held að hugsun og athug-
un um fiskirækt hafi leynst með þjóðinni
gegnum aldimar, þótt lítið yrði um fram-
kvæmdir af eðlilegum ástæðum á þeim tím-
um er þjóðin var á barmi tortímingar af
völdum harðréttis á flestum sviðum.
Landnámsmennirnir hugsuðu einnig um
fiskirækt og framkvæmdu hana í verki. í
Þorskfirðingasögu (bls. 340) segir svo um
Ketilbjörn og Þóri Oddsson: „Þeir tóku fiska
ór vatninu ok báru í læk þann, er þar er
nær, ok fæddust þeir þar. Sá heitir nú Ali-
fiskalækr. Þar var veiði mikil....“
í árbók Ferðafélags íslands 1959, um
Barðastrandarsýslu, saminni af Jóhanni
Skaptasyni, sýslumanni, segir svo: „Vatnið
(þ. e. Berufjarðarvatn) er í miðju sundinu
(þ. e. láglendissund norður af botni Beru-
fjarðar). í það rennur m. a. Alifiskalækur úr
smávötnum, sem eru í friðsælum daldrög-
um í norðanverðum Hofstaðahálsi. I lækinn
voru fluttir silungar í fyrstu tíð íslands-
byggðar, og hefst þar með fiskirækt hér á
landi“ — Berufjörður, sem hér er getið um,
er hluti Reykhólasveitarinnar, og takmark-
ar hann austurhlið Reykjaness en Þorska-
fjörður að vestan. —
Laxveiði hefur verið víða bæði í Noregi
og á Islandi. Til munu vera tiltölulega ná-
kvæm ákvæði í Gulaþingslögum um þess-
ar veiðar, en þau lög ásamt Frostaþingslög-
unum voru þær fvrirmyndir, sem Ulfljótur
hafði með sér til íslands og okkar fvrstu
lög voru samin uppúr. Frá þessum laga-
ákvæðum munu komnar reglur og ákvæði
t. d. í Grágás og í aðrar lagabækur á mið-
öldum, þar sem t. d. fiskveiðar voru bann-
aðar á helgidögum, en voru þó leyfðar á
sérstökum helgidögum og sem stendur orð-
rétt „ef landgangur verðr at fiskum. Þá er
landgangur at, ef menn höggva höggjámum
(ífæru) eða taka höndum. Eigi skal net
hafa né öngla,“ segir Grágás. Þetta þýðir
að menn máttu aðeins taka fiskinn með
höndunum og er auðsætt að fiskmergðin
hefur verið mikil. Þá voru einnig ákvæði
um það í Grágás að gefa skyldi hluta af
helgidagaveiði.
Til eru skráðar heimildir um veiðireglur
á Englandi og Skotlandi á miðöldum. Hafði
Eðalráður II bannað sölu á smáfiski árið
996. Einnig setti Melkólfur II Skotakonung-
ur lög um laxveiðitíma og Robert konung-
ur III gaf út fyrirskipun árið 1471, um að
ekki mætti veiða lax á friðunartíma og
varðaði það dauðarefsingu.
Líklegt er að fommönnum hafi verið
kunnugt um að ernir klófestu laxa og drápu
12
VEIÐIMAÐURINN