Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 15
20 p. hœngur úr Laxá í Aðaldal. Ungur verðandi veiðimaður horfir hugfanginn á
konung fiskanna. — Ljósm. R. H.
þá sér til matar. Fögur er sú lýsing sem
höfundur Völuspár dregur upp, þegar jörð
iðjagræn rís úr ægi eftir ragnarök, en þar
segir:
„falla forsar
flýgur örn yfir
sá er á fjalli
fiska veiðir.“
Mönnum hefur því verið kunn sú stað-
reynd á landnámsöld og fyrir þann tíma,
að ernir veiða fiska, væntanlega bæði laxa
og silunga, úr fossum og fjallavötnum.
í heiðnum sið og Asatrúnni er víða get-
ið laxa, svo sem bezt sést í Eddunni. í
Þrymskviðu segir frá heimsókn Þórs dul-
búins í gervi Freyju til Þryms þursa, sem
stolið hafði hamri hans. Segir þar að Þór
var boðið til veizlu:
„Ö1 var fram borit
einn át oxa,
átta laxa ...
drakk Sifjar ver
sáld þrjú mjaðar.“
Vert er að veita eftirtekt að lax er fram
borinn sem veizlumatur, og hraustlega eða
lítt kvenlega tekur Þór til matar síns er
VEIÐIMAÐURINN
13