Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 16
hann innbyrðir einn uxa, átta laxa, líklega þá mjög væna, og þrjár tunnur eða ámur öls. Þá er sagan um Loka er segir að hann hafi brugðið sér í laxlíki og falist í Frán- angursfossi, en náðist þar. Frásögnin er ná- kvæm lýsing á netaveiði til foma og er í Snorra-Eddu og hljóðar svo: „Oft um daga brá hann sér í laxlíki og falsk þá þar, sem heitir Fránangursfors. Þá hugsaði hann fyrir sér, hverja vél æsir mundu finna, at taka hann í forsinum. En er hann sat í húsum, tók hann língarn ok reið á ræksna, sem net er síðan gjört, en eldr brann fyrir honum. Þá sá hann, at æsir áttu skamt til hans, ok hafði Óðinn sét ór Hlíðskjálfinni, hvar hann var. Hann hljóp þegar upp ok út í ána, en kast- aði netinu fram á eldinn. En er æsir koma til hússins, þá gekk sá fyrst inn er allra var vitrastur, er Kvasir heitir, ok er hann sá á eldinum fölskvana, er netið hafði bmnnit, þá skildi hann, at þat myndi vél vera til at taka fiska, ok sagði ásunum. Því næst tóku þeir, ok gerðu net, eptir því sem þeir sá á fölskvanum at Loki hafði gjört. Ok er búit var netit, þá fara æsir til árinn- ar ok kasta neti í forsinn. Helt Þórr öðmm nethálsi, en öðrum heldu allir æsir ok drógu netit. En Loki fór fyrir ok leggst niður á milli steina tveggja. Drógu þeir netit yfir hann ok kenndu, að kykt var fyrir, ok fara í annat sinn upp undir forsinn ok kasta út netinu ok binda við svá þungt, að eigi skyldi undir mega fara. Ferr þá Loki fyrir netinu, en er hann sér, at skamt er til sævar, þá hleypur hann yfir þinulinn ok rennir upp í forsinn. Nú sá æsirnir hvar hann fór, fara enn upp til forsins ok skipta liðinu í tvá staði, en Þórr veðr þá eptir miðri ánni, ok fara svá út til sævar. En er Loki sér tvá kosti, var þat lífsháski at hlaupa á sæinn, en hinn var annar, at hlaupa enn yfir netit, ok þat gerði hann, hljóp sem snarast yfir netþinulinn. Þórr greip eftir honum, svá at staðar nam höndin við sporð- inn, ok er fyrir þá sök laxinn apturmjór. Nú var Loki tekinn griðlauss ...“ Goðsögn þessi segir frá að menn ríði net og veiðiaðferðin er lík og verið hefur gegn- um aldirnar, að draga netið með straumn- um niður á grynningar. Vafalaust hefur lax verið verzlunarvara í Noregi eins og frásögn í Biskupasögum getur um, þegar Magnús konungur lét bjóða Árna Þorlákssyni (Staða-Áma), bisk- upi (1269—1298) er staddur var í Björgvin, að láta flytja í skip hans, eins og stendur í sögunni, „laxa og skreiðar." í Laxdælasögu er getið um laxveiðar á- samt öðrum góðum landkostum í þeim fagra dal. Meðal annars segir þar frá því þegar Björn austræni og Helgi bjólan reyndu að fá föður sinn Ketil flatnef með sér til íslands og freistuðu hans með mikilli laxveiði hér á landi. Þótt ekki gini hann við þessu agni og hann flyttist aldrei hingað, Veiðihús Laxárfélagsins við Laxamýri. 14 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.