Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 30
ar á tanganum er farinn,“ kallaði ég til
Sigga. „Það er skrýtið," segir Siggi. „Það er
rétt eins og hann hafi gufað upp. Eg sé
hann heldur ekki neins staðar á sandinum."
Þokan var nú óðum að færast lengra út
til hafs og það var tekið að sjá í heiðan him-
ininn milli skýjanna. Við gleymdum nú aft-
ur manninum á tanganum. Það þarf ekki
að orðlengja það meir, að þama drógum
við hann rétt eins og þorsk, og auðvitað á
loðnuna. Allt skínandi fallegar bleikjur. Það
var orðið áliðið, er við gátum slitið okkur
frá þessu.
Þegar við gengum austur sandinn fórum
við aftur að tala um manninn, sem hafði
bjargað fvrir okkur deginum. Nú áttaði ég
mig á því hvað það var, sem ég ekki hafði
ekki skilið fyrr í dag, er við hittum mann-
inn fyrst. Maðurinn ávarpaði okkur áður
en hann hafði litið við. Hvernig hafði hann
vitað af okkur þarna, þar eð hann sneri í
okkur bakinu. Nú dettur Sigga líka í hug,
hvernig hann hefði getað vitað, hvað hann
var að hugsa. Hann hafði einmitt talað til
Sigga og sagzt vita, að hann væri að hugsa
um það, hvemig hann færi að því að fá
fiskinn til þess að taka. Óljós grunur lædd-
ist inn í vitund okkar. Við ákváðum því að
koma við á bænum, sem stendur rétt ofan
við vatnið og vita hvort einhver þekkti ekki
þennan undarlega mann. Við vildum líka
gjarnan þakka fyrir veiðileyfið.
Bóndinn stóð sjálfur úti á hlaði og heils-
aði okkur. Kvaðst hann hafa séð til ferða
okkar og spurði, hvort við vildum ekki
borða með sér kvöldverð. Það ætti einmitt
að fara að borða núna. Við þáðum þetta
ágæta boð hans. Við matborðið hóf ég máls
á því, hver hann væri þessi í mosagrænu
úlpunni með barðastóra hattinn, sem hefði
verið að veiða þarna fram frá í dag. Ég
sé að bónda bregður. „Það hefur auðvitað
verið niður á stóra tanganum." Ég jánka því.
Bóndinn yftir brúnum og lítur stómm
augum á konu sína, sem er að taka saman
diskana á borðinu. „Þarna sérðu kona, hvort
ég hefi ekki sagt satt.“ Hann snýr sér að
mér, alvarlegur á svip og segir: „Það er
enginn vafi drengir, lýsingin kemur heim,
já og svo tanginn, það var einmitt eftirlætis
staðurinn hans. Maðurinn, sem þið hittuð
þarna framfrá í dag er dáinn. Já, dáinn fyrir
meira en ári. Ég hef sjálfur séð hann nokkr-
um sinnum síðan, en konan hefur ekki vilj-
að trúa mér. Hann var mikill veiðimaður.
Kom alltaf á hverju sumri og dvaldi þá oft
hér hjá okkur lengi í einu. Trygglyndur var
hann og reyndist okkur alltaf vel. Hann
elskaði þetta umhverfi. í hans augum varð
allt svo fagurt. Og þá held ég nú að hann
hafi elskað vatnið, ja, og fiskinn. Hann
kunni betur að meta fegurð náttúrunnar
heldur en við héma.“
Við kvöddum að loknum kvöldverði og
héldum til bílsins. Ég minnist þess ekki, að
við segðum neitt á heimleiðinni. Þetta var
allt svo nýtt fyrir okkur og eitthvað svo
fjarstæðukennt.
„Jæja, svona var nú þetta,“ segir Valdi
og lítur á mennina sem sitja á legubekknum.
„Skrýtið, finnst ykkur það ekki?“ „Það er
svo margt skrýtið í kýrhausnum,“ segir ann-
ar mannanna á legubekknum. Kannski
þetta hafi bara verið ofsjónir, sem eiga sér
einhverja skýringu, sem við ekki vitum
hver er. Hinn maðurinn, sem situr á legu-
bekknum, lítur upp og segir: „Ef við göng-
um út frá því að líf sé að loknu þessu, ja
því skyldi maður þá ekki halda áfram að
veiða handan við landamærin." Sá rauð-
28
VEIÐIMAÐURINN