Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 33
Barbi Friðriksson formabur SVFR. Starfsemi SVFR. Flutt á Rotaryfundi 1972. Herra forseti! Góðir félagar! Eg hef verið beðinn að segja hér nokkuð frá starfsemi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og er mér það bæði ljúft og skylt. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað vorið 1939 af um 48 manns. Fyrsti formaður félagsins var Gunnar Espólín Benediktsson, hrl. Félagið var stofnað í þeim tilgangi að taka Elliðaámar á leigu til stangaveiði, og samdi félagið við Reykjavíkurbæ um leig- una, en Elliðaámar voru þá þegar orðin eign Reykvíkinga. Eftir niðurlægingartímabil það, sem Ell- iðaárnar höfðu orðið að þola, á tímum kistu- veiði Thomsens, höfðu þær náð sér mjög vel á strik, og það svo, að þær voru um tíma, eftir síðustu aldamót, taldar gjöfulastar laxveiðiáa hérlendis, og ef til vill á öllum Norðurlöndum. Kom það meðal annars fram af ummælum þeirra stangveiðimanna brezkra, sem um árabil höfðu árnar á leigu og loða nöfn þeirra enn við ýmsa beztu veiðistaði í ánum. Það gerðist svo, er virkjunarframkvæmd- ir komu til sögunnar i Elliðaánum, að laxa- stofninn tók að minnka. Er bezt lét, höfðu árnar gefið allt að 1800 laxa á 3 stengur yfir sumarið, en eftir 1926, er stíflur höfðu verið gerðar, bæði við Árbæ og við Elliða- vatn, tók hins vegar fyrir laxagöngur úr ánum í Eliðavatn, og þverár þess, Hólmsá, Suðurá og Bugðu. Þar höfðu verið aðal rið- og uppeldisstöðvamar. Brá nú svo við, að á nokkmm árum minnkaði veiðin úr allt að 1800 löxum í rúma 400. Þótti þá forráða- mönnum Reykjavíkur nauðsynlegt að grípa til ráðstafana til þess að bjarga ánum. Knud Ziemsen, þáverandi borgarstjóri, sýndi mál- inu mikinn áhuga, og fyrir áhuga hans var tekið að kaupa seiði, sem Árni bóndi á Al- viðru við Sog, ræktaði þá í frumstæðu klak- húsi þar eystra. Þetta var að vísu í smáum og endaði með stökki, að annar lax stökk samtímis, 2 til 3 metrum utar, en samhliða þeim, sem var á færinu. Stræðarmunurinn var svo gífurlegur að ég varð alveg undr- andi. Svona stóran lax hafði ég aldrei séð, og ef ég reyni að áætla stærðina, er algjört lágmark, að hann hafi verið helmingi þyngri en sá, sem var á færinu, en trúlegra þætti mér að munurinn væri meiri. Þetta var mjög skemmtileg tilviljun, að laxarnir skyldu stökkva samtímis og svona nálægt hvor öðrum og auðvelda mér þann- ig samanburðinn, og nú efa ég það ekki lengur, að þeir eru til stórir ennþá. VEIÐIMAÐURINN 31

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.