Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 35
fyrra, eins og fyrr greinir. Síðan kemur Langá, með um 2500. Þar hafa ýmsir aðilar, aðallega þó einkaaðilar, ráðizt í fiskvegar- framkvæmdir, vatnsmiðlun og ræktun, og niðurstaðan er sú, að laxveiði þar hefur um sexfaldast, síðan 1962. Þverá í Borgarfirði, Grímsá og Laxá í Kjós gáfu og allar yfir 2000 laxa í fvrra. J Hlutdeild Stangaveiðifélags Reykjavíkur í stangaveiðinni hérlendis mun nú vera um fjórðungur, og hefur félagið yfir að ráða nærri 60 laxastöngum á dag, þegar stanga- fjöldi verður mestur á sumri komanda. En laxveiðiárnar, sem félagið hefur nú á leigu eru tíu. Víða á félagið veiðihús, og hyggst nú koma upp nýju húsi við Grímsá, er taka skal í notkun á sumri komanda. Á þeim rúmlega þrjátíu árum, sem SVFR hefur starfað, hefur orðið mikil breyting á félagsstarfseminni. Við hverja á er nú starf- andi ámefnd, sem vinnur tímafrek sjálfboða- störf. Kennsla er í fluguköstum í Laugar- dalshöllinni á hverjum sunnudagsmorgni, yfir veturinn, en almenn félagsstarfsemi fer fram í félagsheimili því, sem félagið á og tók í notkun á síðastliðnu ári að Háaleitis- braut 68 og þar eru einnig skrifstofur fé- lagsins til húsa. En mesta breytingin, sem orðið hefur að undanförnu, er sú ákvörðun félagsins að selja veiðileyfi til erlendra veiðimanna. Um þetta hefur nokkuð verið ritað og rætt að undanfömu, og spurningin er þá: Hvers vegna hefir S\7FR lagt út á þessa braut? Stjórnum SVFR hefur um alllangt skeið verið ljóst, að sú mikla hækkun, sem orðið hefur á leiguverði íslenzkra laxveiðiáa, myndi leiða til þess, að félagið yrði að beina starfsemi sinni inn á nýjar brautir. Ýmsir innlendir aðilar, aðrir en stangaveiðifélög, Frá Morritt / Gladding International, Englandi INTREPID SUPERLINE „Hin kjörna lína fyrir öll spinn- hjól. Hún er sterk og þjál, hefir hlutlausan lit og mjög hagstætt verð. SUPER TWIN HJOLIN hafa alla æskilegustu eiginleika góðra spinnhjóla.“ HJOL STENGUR LÍNUR SPORTVÖRUGERÐIN HALLDÓR ERLENDSSON Mávahlíð 41 - Simi 18382 hafa um árabil tekið á leigu ár, en endur- selt þær síðan að meira eða minna leyti er- lendis, við því verði, sem þar hefur náðzt bezt. Til þess að geta haldið áfram að starfa VEIÐIMAÐURINN 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.