Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 40
Þar sem fiskstofninn er í jafnvœgi við nœringarframboð vatnsins er bleikjan feit
og falleg, eins þessi mynd frá Hólmavatni ber með sér.
staðurinn á náttúrulegu útbreiðslusvæði
urriðans, því hann var hvorki til á Græn-
landi eða í Norður-Ameríku, en til Ameríku
var hann fluttur frá Evrópu árið 1883.
Utlit urriðans er mjög margbreytilegt
eftir því í hvaða umhverfi hann lifir. Við
tölum um sjóurriða, eða sjóbirting, vatna-
urriða og lækjarsilung, allir mjög frábrugðn-
ir hverjir öðrum hvað útlit snertir og vaxt-
arhraða, en allt sama tegundin, urriði,
(salmo trutta L.).
Þó tegundin sé sú sama, er þó rétt að
nota hin ýmsu heiti, sem gefa til kynna
hvar fiskurinn heldur sig og hvernig hann
hagar sér, aðeins að hafa það hugfast, að
38
hér er samkvæmt tegundaskilgreiningunni
um eina tegund að ræða. Það er til dæmis
algengt að sjóurriðaseiði hafi verið sett í
fisklaus vötn með góðum árangri, og eins
er það víst, að afkomendur vatnaurriða,
sem aldrei hefur í sjó komið gangi til sjáv-
ar og verði að sjóbirtingi. Urriði hrygnir
alltaf í rennandi vatni, og lækir eða lindir
verða því að vera í tengslum við þau stöðu-
vötn, sem hann býr í. Hann hrygnir venju-
legast seint í september og október og vel-
ur sér þá stað á malar- og steinbotni, þar
sem líklegt er að ekki verði hnjask eða um-
rót yfir veturinn. Hrygnan grefur holu í
mölina með sporðinum, og þegar því er
VEIÐIMAÐURINN