Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 43

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 43
Frá Selá i Vopnafirði. Þekktur, islenzkur veiðimaður er að landa 18 p. laxi. Eflaust þekkja ýmsir manninn. Hann er líka kunnur fyrir að taka góðar myndir, en konan hans kann lika nokkuð fyrir sér í listinni og hún tók þessa. Hver er maðurinn? árnar, líkt og hún gerir á Grænlandi enn í dag. Síðan settist hún að í jökullónum og stöðuvötnum, sem mynduðust þegar ísfarg- inu létti af landinu og það fór að rísa úr sæ. Að bleikjan er fiskur, sem bezt þrífst í köldu loftslagi má marka af því, að hún hefur sína mestu útbreiðslu á okkar breidd- argráðum, og allt norður til Grænlands og Svalbarða. Hún hefur lægri kjörhita en urr- iði og lax, og þegar bleikjuvötn hitna um of á sumrin, leitar hún í kaldari ár og læki, sem í vatnið renna. — Þótt bleikjan sé al- gengur fiskur í norðlægum löndum, er hún sá laxfiskanna, sem minnzt hefur verið rannsökuð, og því margt í fari hennar, sem enn er mönnum ráðgáta. Ahugi vísinda- manna á bleikjunni hefur samt vaxið á síð- ustu árum og henni er nú mun meiri gaum- ur gefinn en fyrr. Eitt hið merkilegsta og torráðnasta við hana er það, að í sama vatni virðast oft vera mörg afbrigði eða undirtegundir með mismunandi útlit og hegðun, án þess þó að hægt sé að finna öruggar og óvéfengjanleg- ar staðreyndir, sem leiða í Ijós að um fleiri en eina tegund sé að ræða. VEIÐIMAÐURINN 41

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.