Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 45
Enskur lávarður kom eitt sinn að veiði-
þjóf, sem hann þekkti, við ána sína. Þjóf-
urinn var svo niðursokkinn í verk sitt, eða
öllu heldur undirbúning þess, að hann varð
komumanns ekki var. Lávarðinum datt
þá í hug að gaman gæti verið að sjá hvern-
ig þjófurinn færi að og hvort hann næði
laxi. Hann lagðist því niður skammt frá,
þar sem hann gat leynzt, en séð þó vel
til árinnar.
Veiðiþjófurinn hafði háf með löngu skafti.
Bakkinn var ekki hár, en djúpt við hann, og
beint fyrir neðan þar sem þjófurinn var
lágu oftast nokkrir laxar.
Lávarðurinn þurfti ekki að bíða lengi
eftir að sjá þjófinn stinga háfnum niður í
ána, en hann kom upp með hann aftur tóm-
an. Hann reyndi aftur og í þriðja og fjórða
sinn, en árangurslaust. Þá brast hann þolin-
mæði og hreytti út úr sér stundarhátt: „Þið
eruð varir um ykkur, bölvaðir lordarnir
vkkar!“
J
Gerðar hafa verið tilraunir með að taka
seiði undan sjóbleikju og sleppa þeim í ár
allmiklu sunnar en þau voru tekin, en þá
hefur svo brugðið við, að þau ganga ekki
í sjó. Er því nær að halda að umhverfið
skapi sjógönguáhugann, en ekki eiginleikar
í fiskinum sjálfum.
Bleikjan er mikilvægur fiskur fyrir okkur
íslendinga og þessi dæmi, sem minnst hefur
verið á, ættu að gefa nokkra hugmynd um
þau verkefni, sem enn eru óunnin.
Þá hló lávarðurinn innilega með sjálfum
sér, og um leið datt honum í hug að gera
þrjótnum dálíitð bilt við. Hann greip ífær-
una, henti til þjófsins og miðari svo vel, að
hún kom niður fast við hlið hans. Þjófurinn
hrökk í kút við dynkinn, skimaði í allar átt-
ir, og sá engan, en svo rak hann augun í
ífæruna og varð svo mikið um, að hann
stakkst fram af bakkanum á hausinn í ána.
Lávarðurinn gekk fram á bakkann, tók
ífæruna, dró hana úr slíðrum og rétti krók-
inn til þjófsins þar sem hann var að busla
við bakkann. En þetta var meira en hann
þoldi, því að nú leið yfir hann og hann fór
að sökkva. Lávarðurinn lagðist þá á bakk-
ann, teygði sig niður og gat krækt ífærunni
í buxnarass þjófsins. En þar með var þraut-
in ekki leyst. Hann gat ekki landað honum
þama og hafði því ekki önnur ráð en að
draga hann á rassinum góðan spöl niður
með bakkanum, þangað sem lægra var og
grvnnra. Og loks rankaði djöfsi við sér, en
það stóð ekki lengi, því að þegar hann sá
framan í lávarðinn, leið yfir hann aftur.
„Það er verst, ef ég þarf að fara að gera
lífgunartilraunir á mannskrattanum,“ hugs-
aði lávarðurinn, „ég kann þær ekki. En guð
hjálpi mér, ef hann drepst hér í höndunum
á mér! Jæja ég verð, hvað sem öðru líður,
að draga hann á land og nú kippti hann
í, en heldur fast og reif út úr buxunum!
En sem betur fór var þá orðið gmnnt á
þjófnum og aðstaðan til löndunar svo miklu
betri, að það var auðvelt að draga hann
upp á þurrt. Þá opnaði hann fljótlega aug-
un, saup hveljur og horfði skelfingu lost-
inn á lífgjafa sinn.
Lávarðurinn sagði ekki orð, horfði að-
eins framan í hann á móti. Þannig leið
nokkur stund. Þjófurinn virtist eiga erfitt
VEIÐIMAÐURIMN
43