Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 47

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 47
Þátttaka var allgóð í flugulengdarköstun- um, eða 10 auk tveggja drengja, báðir 10 ára. Enginn gaf sig fram í beitulengdarköst- unum, og er það miður, en væntanlega verður hægt að keppa í þeirri grein næst. Enda þótt haustveðráttan hafi verið held- ur risjótt, var veður gott, hægur andvari, þurrt en sólarlaust. Keppnisskilyrði voru því góð, en árangur ur þriggja efstu manna í hvorri grein, var sem hér segir: Flugulengdarköst með framþungri línu (forward taper) 1. Haraldur Lúðvíksson 28,90 metrar 2. Ólafur Sigurjónsson 26,90 — 3. Sveinn Ingvarsson 25,40 — Flugulengdarköst með skotlínu. 1. Haraldur Lúðvíksson 31,09 metrar 2. Ólafur Sigurjónsson 30,67 — 3. Finnbogi Sigmundsson 28,16 — Þá var árangur beggja drengjanna ágæt- ur með skotlínu. Sigurður Guðmundsson kastaði 24,89 metra en Aðalsteinn Svavars- son kastaði 21 metra. Ætti þetta að vera hvatning til unglinga um að æfa sig meira með flugu og jafnframt að taka þátt í næsta móti. Tilvalið tækifæri til æfinga er í Laug- ardalshöllinni á sunnudagsmorgnum í vetur. Á þessu móti kom það greinilega fram, sem ég raunar þóttist vita áður, að venju- legir stangaveiðimenn kasta ekki ýkja mik- ið lengra með skotlínu heldur en með góðri framþungri línu (forward taper). Munurinn var almennt um 2—3 metrar. Gerir sá lengdarmismunur sjaldan neitt útslag í veiði, en framþungar línur hafa ótvíræða kosti fram yfir skotlínu, sérstaklega þar sem ávallt er mikil hætta á að skotlínugim- ið flækist og allt stendur svo fast þegar sízt skyldi, þ. e. þegar fiskur gripur fluguna. Ég vil svo þakka stjórn og félagsmönn- um í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar fyrir góðan undirbúning og aðstoð og síðast en ekki sízt fyrir góða þátttöku, sem gerði mót þetta mögulegt. Félagar úr Kastklúbbi Reykjavíkur önnuðust dómarastörf og að- stoðuðu á annan hátt við mótið af sínum velþekkta áhuga. Félagar í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar hafa bent á, að æskilegt væri að hvert fé- lag héldi, árlega, innanfélags veiðimanna- kastmót. Þetta er ágæt hugmynd og ættu Hafnfirðingar að ríða á vaðið og halda slíkt mót næsta vor jafnframt því, sem ég vil beina þessari hugmynd til annarra stanga- veiðifélaga. Beztu menn í hverju móti gætu svo tekið þátt í veiðimannakastmóti Lands- sambands stangaveiðifélaga. Hákon Jóhannsson. LEIÐRÉTTING. Hr. ritstjóri. í grein minni í ,,Áhugamál og viðhorf stangaveiðimanna,“ sem birtist í síðasta tbl. Veiðimannsins, nr. 89, er meinleg villa á bls. 15, sem á rót sína að rekja til handritsins. I greininni stendur: „Með lögum nr. 5/1886 voru landsleigu- bálkur Jónsb. og viðaukalög afnumin. Þá var lax friðaður 3 mánuði o. s. frv.,“ en á að vera. „Þá var lax friðaður nema 3 mánuði fyrir veiðum í sjó, ám og vötnum á hverju sumri og vikufriðun ákveðin 36 klst.“ Jón Finnsson. VEIÐIMAÐURINN 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.