Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 50
bókstaflega yfirfull. Fyrstu aðgerðir hlutu
því að verða þær að grisja bleikjustofninn
og voru keypt smáriðin net í þeim tilgangi.
Þetta gekk vel, og 15. maí voru um 8300
bleikjur komnar á land. Stærð þeirra var
20—24 cm og enginn var meira en 200 g
á þvngd. Einnig veiddust um 530 urriðar.
Megnið af aflanum var selt.
20. september hófust síðan veiðar að
nýju, og veiddust í haust um 7300 bleikjur
og 500 urriðar. Alls hafa því veiðst í netin
15.600 bleikjur og 1030 urriðar, samtals
1764 kg. Merkingar sem gerðar voru á
bleikjunni sýna, að þegar netaveiðin hófst
í vor, þá hafa verið 30—50 þúsund bleikjur
af veiðanlegri stærð í vatninu.
Þetta er geigvænleg tala og þar á ofan
bætist svo ungbleikjan, sem ekki er enn
farin að ánetjast, og allur urriðinn.
Veiðin í vatninu hefur sl. sjö ár verið
2320 urriðar og 290 bleikjur að meðaltali
á ári (eingöngu stangveiði), og því hvergi
nærri nóg til þess að vega upp á móti fjölg-
uninni.
Ætlunin er að halda þessum fiskirækt-
araðgerðum áfram eins lengi og nauðsynlegt
þykir og ætti árangur að fara að sýna sig
eftir 2—3 ár, og þá þannig, að bæði bleikj-
an og urriðinn auki vaxtarhraðann og verði
feitari en nú er.
Varla þarf að taka fram að fvlgst verður
nákvæmlega með þeim breytingum, sem
fiskstofnar vatnsins taka, þannig að ekki
verði t. d. hætta á rányrkju eða ofveiði.
Jón Kristjánsson.
„Mér brá illa við“ sagði Jón Kristjáns-
son, fiskifræðingur, „þegar ég heyrði að
TIL LESENDA.
Eg mæltist til þess við ykkur í síðasta
blaði, að þið senduð mér efni. Ymsir hafa
brugðist vel við þeirri ósk. En meira má,
ef duga skal. Ætlunin er að næsta blað
komi út í lok marzmánaðar n. k. og svo ann-
að síðast í júní. Til þess að þetta megi tak-
ast, þarf ég á mjög mikilli aðstoð frá
ykkur að halda. Ég heiti því á alla, sem
eitthvað hafa fram að færa, að senda mér
greinar og sögur eða hvert annað efni, sem
þið teljið eiga hér heima. — Og myndir
með greinum eru mjög kærkomnar líka.
Ritstj.
bleikja hefði veiðzt í Veiðivötnum á Land-
mannaafrétt.“ Prívat og persónulega er Jóni
síður en svo illa við bleikjuna, en í næsta
blaði eigum við von á pistli frá Jóni um
þetta efni. Fleiri pistlar bíða næsta blaðs,
svo sem um það hvort rétt sé og skynsam-
legt að opna laxi gönguleið úr á eins og
t. d. Elliðaánum upp vatn eins og Elliða-
vatn. Einnig um örlæti og--------? okkar
veiði- og fiskiræktarmanna, varðandi það
að stríðala fiskiendur, svartbak og skarf á
laxa- og silungsseiðum og hrognum. Enn-
fremur verður væntanlega drepið á hinar
almennu umræður um það, hvort Islending-
ar séu rúmlega 200 þús. að tölu, eða hvort
þeir eru 5 þús. eða innan við það, þ. e. a. s.
raunverulegir íslendingar, sem eiga ein-
hvern hlut að Islandi og almennum gögn-
um þess og gæðum. H. E.
48
VEIÐIMAÐURINN