Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 3
VEIÐIMADURINN nr 99 N
MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA MAÍ 1978
Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Afgr.: Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavík.
Opin daglega kl. 13 - 19. Laugardaga kl. 10 - 12 - Símar: 86050 & 83425 -
Ritstjóri: Víglundur Möller - Prentun: LITBRÁ-offset - Verð kr. 850.
SVFR
V
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur:
Formaður:
Varaformaður:
Ritari:
Gjaldkeri:
Meðstjórnandi:
Magnús Ólafsson
Karl Ómar Jónsson
Karl Guðmundsson
Þórður Jasonarson
Eyþór Sigmundsson
Varasfjórn: Runólfur E. Heydal
Ólafur G. Karlsson
Sverrir Þorsteinsson
Framkv.stjóri: Friðrik D. Stefánsson
Skrifstofumaður: Hanna M. Vigfúsdóttir
Vorþankar
Þegar þetta er ritað eru páskarnir nýlega um
garð gengnir og stutt til sumardagsins
fyrsta. Páskarnir eru, eins og flestir munu
vita, hreyfanleg hátíð, þ.e. þeir hafa fimm
vikna svigrúm á tímabilinu frá 22.
marz til 25. apríl. Hefur þessi regla gilt allt
frá því að hún var samþykkt á kirkjuþinginu
í Nikeu í Litlu Asíu árið 325 e.K.
Höfðu þá staðið um það langvinnar og
harðar deilur innan kristninnar, hvaða dag-
ur skyldi valinn og var það framan
af nokkuð breytilegt eftir stöðum. En
fyrrnefnt kirkjuþing tók þarna af skarið og
ákvað að páskadagur skyldi vera fyrsti
sunnudagur eftir fullt tungl að liðnum jafn-
dcegrum á vori.
Um páskana og aðrar hátíðir og merkis-
daga á Islandi og uppruna þeirra er
ýmsan fróðleik að finna í nýlega útkominni
bók eftir Áma Björnsson þjóðháttafrceðing.
Heitir hún Saga daganna. Gengnar
kynslóðir vissu meira um þessa hluti en
almenningur nú á tímum. Það voru ekki sízt
fyrirboðar um veðráttufar, sem horfnar
kynslóðir tengdu við ýmsa merkisdaga
ársins. Frá þessu er sagt og um það tilfcerð
mörg dcemi í þjóðsögum Jóns Amasonar
ogýmsum öðrum heimildum, semfróðirmenn
um þessi efni kunna betri skil á en ég.
Það er auðskilið, að Islendingar, sem frá
fyrstu tíð hafa átt, og eiga raunar enn í dag,
afkomu sína undir árferðinu til lands
og sjávar, hafi reynt að skyggnast fram á
veginn og veitt athygli ýmsum atburðum í
náttúrunni, ,,dögum og jafnvel lengri
tímabilum “, sem samkvcemt reynslu kynslóð
fram af kynslóð ,,var cetlað að af mcetti
ráða veðráttufar og árferði um skemmri eða
VEIÐIMAÐURINN
1