Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 22
Víglundur Möller
Morgunn við
Kirk j uhólmak ví sl
Einn af mörgum fallegum veiðistöðum í
Laxá í Aðaldal heitir Kirkjuhólmakvísl,
eins og allir, sem hafa veitt í Laxá vita,
a.m.k. þeir, sem veiddu í ánni meðan við
höíðum hana alla nema efsta hlutann.
Þessi veiðistaður er í Neslandi, rétt fyrir
neðan túnfótinn í Nesi. Hann hefur alla
kosti góðs og fallegs veiðistaðar, að því
undanskildu, að löndunarskilyrði eru ekki
upp á það bezta, nema veiðifélagi sé
nærstaddur til hjálpar, ef laxinn er ekki því
auðveldari viðureignar, þegar að því
kemur að ná honum á land. Þarna liggja
oft stórir laxar.
Einhvern tíma var frá því sagt hér í
blaðinu, að Englendingur, Leverson að
nafni, sem kom til veiða í Laxá nokkur
sumur, fékk þama lax, sem var 30 pund
og rættist þar með ósk, sem hann hafði
lengi borið í brjósti. Þetta er, eins og
menn vita, ekki 30 punda lax í íslenzkum
pundum, en sá enski miðaði við þau ensku.
Menn voru fyrst í vafa um, hvort laxinn
næði alveg þessari þyngd og töluðu um það
í gamni, og sumir jafnvel í alvöru, að ég
hygg, að lauma upp í hann dálitlum steini,
til þess að bæta upp það, sem kynni að
skorta á þyngdina, vegna þess, hve þeim
enska var þetta mikið hjartans mál, en þess
þurfti ekki þegar til kom, því að laxinn
stóð 30 ensk pund.
Síðar sagði þessi maður í bréfi til kunn-
ingja síns, að hann legðist aldrei svo til
svefns að kvöldi, að honum yrði ekki
hugsað til þessa ævintýris og lifði upp
í huganum þessa unaðsstund og óska-
draum, sem rættist á þessum fallega veiði-
stað í Laxá, sem vitaskuld á að hans mati
engan sinn líka að fegurð í víðri veröld.
Hinn 7. júlí 1959, annan daginn af sjö,
sem við félagar höfðum þá í ánni, veiddum
við Sæmundur Stefánsson saman. Síðari
hluta dagsins áður vorum við á Hólmavaði
og fengum ekkert, en það eru flestum
vonbrigði nokkur að koma laxlausir frá
Hólmavaði. Þetta kvöld var gleðskapur í
veiðihúsinu og sumir fóru seint að sofa.
Sæmundur svaf í tjaldi upp við Núpa-
breiðu. Hann lét þess getið við mig áður
en hann fór til tjalds síns, að svo kynni
að fara, að hann hvíldi sig eitthvað fram
á morguninn og kæmi ekki niður í veiði-
hús, en færi beint upp að Nesi, þegar hann
vaknaði. Eg var sjálfur bíllaus og fékk
því far með Snorra heitnum Hallgríms-
syni, en hann átti að veiða á Hólmavaði
þennan dag. Hann ók með mig niður að
Kirkjuhólmakvísl. Veðri var svo háttað, að
það var glaða sólskin, logn og steikjandi
hiti. Ég byrjaði því á því að fækka nokkuð
fötum og fór mér að öllu rólega. Ég sat
góða stund spölkorn frá ánni og virti
fyrir mér alla þá fegurð, sem við mér blasti.
Þarna var alger kyrrð og þögn og um-
hverfið allt í sínum fegursta hásumar-
skrúða. En seiðmagnaður niður árinnar og
20
VEIÐIMAÐURINN