Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 13
VEIÐIMÁL AST OFNUNIN
Laxveiðin 1977
Sumarið 1977 veiddust hér á landi alls
64.575 laxar að heildarþunga 230 þúsund
kíló samkvæmt upplýsingum Veiðimála-
stofnunarinnar. Hlutfall stangarveiði í
allri laxveiðinni var 66% og er það heldur
lægra hlutfall en verið hefur undanfarin
ár, þegar hlutur Laxeldisstöðvar ríkisins
í Kollafirði og Lárósstöðvarinnar hefur
verið dreginn frá heildarveiðinni. Veiðin
varð 8% betri en sumarið 1976.
Fjórða besta laxveiðiárið.
Laxveiðin var um 10 þúsund löxum yfír
meðaltali síðustu 10 ára og varð þetta
fjórða besta laxveiðiárið hér á landi, en
laxafjöldinn er svipaður og árin 1973 og
1972, sem voru annað og þriðja besta
laxveiðiárið. Hinsvegar veiddust 74 þús-
und laxar metlaxveiðiárið 1975 og verður
trúlega einhver bið á því að það met verði
slegið, en þó er aldrei að vita nema það
gerist á næstu árum, ef marka má þann
ótrúlega stíganda sem verið hefur í lax-
veiði hér á landi síðustu áratugi. Þannig
jókst meðalveiðin um helming á fímm ára
tímabili frá 1970-1975 frá því sem verið
hafði fímm árin þar á undan.
Veiðin breytileg.
Netaveiðin var yfírleitt góð og mjög góð á
vatnasvæði Ölfusár-Hvítár, en þar fengust
að þessu sinni rúmlega 11 þúsund laxar.
Þá var skínandi góð veiði í Þjórsá og varð
þetta langbesta veiði þar. I Hvítá í Borgar-
fírði fengust rúmlega 6 þúsund laxar í
netin og í heild varð veiðin á vatnasvæði
Hvítár alls 12.558 laxar og því rúmlega
6 þúsund á stöngina. Varð veiði svipuð í
heild á Ölfusár-Hvítársvæðinu og á Hvít-
ársvæðinu í Borgarfirði, en fyrrgreinda
svæðið hafði vinningin með tæplega 13
þúsund laxa.
Stangarveiðin var í heild göð, en
nokkuð misskipt eftir landshlutum. Þann-
ig var að jafnaði metveiði í laxveiðiánum á
vestanverðu Norðurlandi og í ám í Þing-
eyjarsýslum og í Vopnafírði og í Breiðdalsá
í Suður Múlasýslu. Sömu sögu er ekki að
segja af veiði á Suðurlandi, Vesturlandi og
Vestfjörðum þó að undantekning sé frá
því. Þannig varð metveiði í Þverá í Borgar-
fírði og þar veiddist stærsti stangarveiddi
laxinn, svo vitað sé, og var það 28 punda
lax. Þá er vitað um tvo 28 punda laxa,
sem veiddust í net í Ölfusá frá Laugar-
dælum.
Laxá í Aðaldal besta laxveiðiáin.
Besta stangarveiðiáin var Laxá í Aðaldal
með 2699 laxa að meðalþyngd 9.3 pund.
í öðru sæti varð Miðfjarðará í Húnavatns-
sýslu með 2581 lax að meðalþyngd 7,7
VEIÐIMAÐURINN
11