Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 13
VEIÐIMÁL AST OFNUNIN Laxveiðin 1977 Sumarið 1977 veiddust hér á landi alls 64.575 laxar að heildarþunga 230 þúsund kíló samkvæmt upplýsingum Veiðimála- stofnunarinnar. Hlutfall stangarveiði í allri laxveiðinni var 66% og er það heldur lægra hlutfall en verið hefur undanfarin ár, þegar hlutur Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði og Lárósstöðvarinnar hefur verið dreginn frá heildarveiðinni. Veiðin varð 8% betri en sumarið 1976. Fjórða besta laxveiðiárið. Laxveiðin var um 10 þúsund löxum yfír meðaltali síðustu 10 ára og varð þetta fjórða besta laxveiðiárið hér á landi, en laxafjöldinn er svipaður og árin 1973 og 1972, sem voru annað og þriðja besta laxveiðiárið. Hinsvegar veiddust 74 þús- und laxar metlaxveiðiárið 1975 og verður trúlega einhver bið á því að það met verði slegið, en þó er aldrei að vita nema það gerist á næstu árum, ef marka má þann ótrúlega stíganda sem verið hefur í lax- veiði hér á landi síðustu áratugi. Þannig jókst meðalveiðin um helming á fímm ára tímabili frá 1970-1975 frá því sem verið hafði fímm árin þar á undan. Veiðin breytileg. Netaveiðin var yfírleitt góð og mjög góð á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár, en þar fengust að þessu sinni rúmlega 11 þúsund laxar. Þá var skínandi góð veiði í Þjórsá og varð þetta langbesta veiði þar. I Hvítá í Borgar- fírði fengust rúmlega 6 þúsund laxar í netin og í heild varð veiðin á vatnasvæði Hvítár alls 12.558 laxar og því rúmlega 6 þúsund á stöngina. Varð veiði svipuð í heild á Ölfusár-Hvítársvæðinu og á Hvít- ársvæðinu í Borgarfirði, en fyrrgreinda svæðið hafði vinningin með tæplega 13 þúsund laxa. Stangarveiðin var í heild göð, en nokkuð misskipt eftir landshlutum. Þann- ig var að jafnaði metveiði í laxveiðiánum á vestanverðu Norðurlandi og í ám í Þing- eyjarsýslum og í Vopnafírði og í Breiðdalsá í Suður Múlasýslu. Sömu sögu er ekki að segja af veiði á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum þó að undantekning sé frá því. Þannig varð metveiði í Þverá í Borgar- fírði og þar veiddist stærsti stangarveiddi laxinn, svo vitað sé, og var það 28 punda lax. Þá er vitað um tvo 28 punda laxa, sem veiddust í net í Ölfusá frá Laugar- dælum. Laxá í Aðaldal besta laxveiðiáin. Besta stangarveiðiáin var Laxá í Aðaldal með 2699 laxa að meðalþyngd 9.3 pund. í öðru sæti varð Miðfjarðará í Húnavatns- sýslu með 2581 lax að meðalþyngd 7,7 VEIÐIMAÐURINN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.