Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 6
r r Arni Isaksson, Veiðimálastofnuninni Notkun örmerkja við rannsóknir á mismunandi aðferðum við sleppingar gönguseiða í Elliðaám og Artúnsá Á árinu 1974 fékk Veiðimálastofnunin styrk frá Þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna til rannsókna á sviði laxa- ræktar. Hluta af þessum styrk var varið til kaupa á tæki til merkinga með örmerkjum, sem mjög hafa rutt rér til rúms á undanförnum árum á vesturströnd Bandaríkjanna. Enn- fremur voru sérfræðingar í meðferð slíkra tækja sendir til íslands til að leiðbeina um notkun þeirra. Örmerki voru þróuð af dr. Keith Jefferts og dr. Peter Bergman í kringum 1965 í Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Þessi merkingartækni byggist á því að örsmáum málmflísum er skotið inn í trjónu laxins mitt á milli nasanna. Hver málmflís er síðan gerð segulmögnuð til þess, að hægt sé að finna hana aftur, þegar laxinn end- urveiðist. Sérstakur segulmælir hefur ver- ið hannaður til þessara hluta. Það er orðin hefð í sambandi við örmerkingar laxfiska að klippa veiðiugga viðkomandi físks, sem þannig fær útvortiseinkenni um merkingu. Nánari ákvörðun á uppruna fisksins fæst með skoðun merkis. Sérhver málmflís er árituð með sérstöku lykilmáli, sem gefur til kynna þann hóp, Árni ísaksson sem fiskurinn tilheyrir. Núverandi lykil- mál gefur möguleika á að merkja 225 mis- munandi hópa laxaseiða. Slíkt er full- nægjandi í flestum tilraunum. Ennfremur má sjá númer þeirrar stofnunar, sem að merkingunni hefur staðið, og er hægt að hafa allt að 15 stofnanir, sem að merking- unum standa, á vissu hafsvæði. Slíkt hefur litla þýðingu fyrir okkur íslendinga, en skiptir meginmáli þar, sem fjöldi rann- sóknarstofnanna er mikill. Samanborið við hefðbundnar laxa- merkingar með útvortismerkjum hafa ör- merkin kosti og galla. Einn aðalkostur þeirra er, hve smá þau eru, svo unnt er að nota þau á allar stærðir laxaseiða, allt niður í 8 cm seiði. Utvortismerki, svo sem 4 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.