Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 6
r r
Arni Isaksson,
Veiðimálastofnuninni
Notkun örmerkja
við rannsóknir á mismunandi aðferðum
við sleppingar gönguseiða
í Elliðaám og Artúnsá
Á árinu 1974 fékk Veiðimálastofnunin
styrk frá Þróunarsjóði Sameinuðu
þjóðanna til rannsókna á sviði laxa-
ræktar. Hluta af þessum styrk var
varið til kaupa á tæki til merkinga
með örmerkjum, sem mjög hafa rutt
rér til rúms á undanförnum árum á
vesturströnd Bandaríkjanna. Enn-
fremur voru sérfræðingar í meðferð
slíkra tækja sendir til íslands til að
leiðbeina um notkun þeirra.
Örmerki voru þróuð af dr. Keith Jefferts
og dr. Peter Bergman í kringum 1965 í
Washingtonfylki í Bandaríkjunum. Þessi
merkingartækni byggist á því að örsmáum
málmflísum er skotið inn í trjónu laxins
mitt á milli nasanna. Hver málmflís er
síðan gerð segulmögnuð til þess, að hægt
sé að finna hana aftur, þegar laxinn end-
urveiðist. Sérstakur segulmælir hefur ver-
ið hannaður til þessara hluta. Það er orðin
hefð í sambandi við örmerkingar laxfiska
að klippa veiðiugga viðkomandi físks, sem
þannig fær útvortiseinkenni um merkingu.
Nánari ákvörðun á uppruna fisksins fæst
með skoðun merkis.
Sérhver málmflís er árituð með sérstöku
lykilmáli, sem gefur til kynna þann hóp,
Árni ísaksson
sem fiskurinn tilheyrir. Núverandi lykil-
mál gefur möguleika á að merkja 225 mis-
munandi hópa laxaseiða. Slíkt er full-
nægjandi í flestum tilraunum. Ennfremur
má sjá númer þeirrar stofnunar, sem að
merkingunni hefur staðið, og er hægt að
hafa allt að 15 stofnanir, sem að merking-
unum standa, á vissu hafsvæði. Slíkt hefur
litla þýðingu fyrir okkur íslendinga, en
skiptir meginmáli þar, sem fjöldi rann-
sóknarstofnanna er mikill.
Samanborið við hefðbundnar laxa-
merkingar með útvortismerkjum hafa ör-
merkin kosti og galla. Einn aðalkostur
þeirra er, hve smá þau eru, svo unnt er að
nota þau á allar stærðir laxaseiða, allt niður
í 8 cm seiði. Utvortismerki, svo sem
4
VEIÐIMAÐURINN