Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 16
Magnús Ölafsson
Stórlaxar
Samantekt um stcerstu laxana á Islandi
Alla veiðimenn dreymir um að fá þann
stóra. Þeir eru þó tiltölulega fáir, sem
sjá þennan draum sinn rætast. En vonin
lifír í brjósti veiðimannsins.
Það er staðreynd, að stórlöxunum hefur
farið fækkandi með hverju árinu sem líður.
Flestar sögumar um þá heyra fortíðinni til.
Og ef við tölum við gamalreynda laxveiði-
menn, þá virðast laxarnir þeirra hafa
verið því stærri sem sögumaður er eldri.
Frá þessu eru þó, sem betur fer, undan-
tekningar.
Aður en lengra er haldið er rétt að gera
sér grein fyrir því hvað átt er við, þegar
talað er um stórláx. Það er Ijóst af skrifum
um þetta efni, að jafnan hefur verið miðað
við lax, sem vegur 30 pund eða meira, og
við skulum halda okkur við þá merkingu
hugtaksins.
Hitt er svo annað mál, að í seinni tíð
verður maður var við tilhneigingu í þá átt
að miða öllu frekar við 20 pund. Ástæðan
er auðvitað sú, að það er orðið svo afar
fátítt að heyra, að einhver hafí fengið 30
punda lax.
En veiðimenn nota líka stundum aðra
viðmiðun. Lax, sem talinn væri sæmilega
vænn í einni veiðiá, gæti með sanni talizt
stórlax í annarri á. Þannig myndi 18 punda
lax vera álitinn vænn í Stóru Laxá, en í
Elliðaánum eða Leirvogsá þætti okkur
þetta stórlax. Þá tökum við mið af því,
hvaða stærð er algeng í hverri á.
Og sumstaðar erlendis, þar sem menn
hafa til skamms tíma verið að fá 40-50
punda laxa, hefur þetta hugtak sjálfsagt
aðra merkingu en hér hjá okkur.
Við sjáum hér mynd af stærsta laxi, sem
veiðzt hefur hérlendis og fengið hefur
„opinbera staðfestingu“, en til að svo
megi verða þarf að liggja fyrir örugg sam-
tíma heimild um atburðinn, þar sem fram
kemur hvar og hvenær laxinn veiddist og
af hverjum, svo og nákvæmar mælingar á
þyngd og lengd.
Þessi íslenzki metlax var þó ekki veidd-
ur á stöng í einni ánni okkar, heldur í net á
sjó úti, nánar tiltekið við Grímsey, um 400
metrum vestan við eyna, við botn á 16
metra dýpi, hinn 8. apríl 1957. Það var
Oli Bjarnason sjómaður í Grímsey, sem
veiddi laxinn. Hafði laxinn fest hausinn í
netinu, sem var lagnet með 4 þumlunga
teini, og vöðlað því utan um sig. Var
mjög af laxinum dregið, er hann var
tekinn.
Þetta var 49 punda hængur, 132 sm.
langur og 72 sm. að mesta ummáli. Búið
var að blóðga laxinn, þegar hann var
vigtaður, og trúlega hefur hann ekki verið
undir 50 pundum með blóðinu. Sporð-
stæðið var 24 sm. að ummáli og sporð-
blaðkan 28 sm. breið. Hausinn var tæplega
fjórðungur af lengd laxins.
14
VEIÐIMAÐURINN