Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 19

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 19
í fyrsta skipti til að hrygna sumarið 1952. Víglundur fékk fleiri stórlaxa en þann, sem nú var getið. Hann veiddi í Soginu í 3 ár, í kringum 1935, og fékk þá tvo laxa fyrir Bíldsfellslandi, sem voru liðug 30 pund, og þann þriðja fyrir Asgarðslandi. Og nokkrum árum eftir að hann fékk met- laxinn sinn í Brúará veiddi hann þar 30 punda lax, einnig fyrir landi Hamra, þar sem hann var við veiðar í þrjá áratugi. Áður en lengra er haldið skulu nú rifjað- ar upp frásagnir um stórlaxa, sem eiga það sameiginlegt, að við höfum þar ekki við samtíma heimildir að styðjast, heldur hefur geymd sögunnar verið munnleg þar til hún seint og síðar meir birtist á prenti, oftast í Veiðimanninum. Er þá fyrst að nefna Flóðatangalaxinn, langsamlega stærsta lax, sem sögur fara af hér á landi. I 18. hefti Veiðimannsins birtist frásögn Bjöms J. Blöndal rithöf- undar um þennan lax. Björn og aðrir, er síðar hafa greint frá þessum laxi, hafa söguna eftir greinargóðum borgfírzkum mönnum, og er engin ástæða til að draga í efa sannleiksgildi hennar, þótt nokkuð beri í milli í frásögnum heimildarmanna. Laxinn veiddist í net í Hvítá í Borgar- firði fyrir landi Flóðatanga, í kvísl úr ánni, sem nú er þurr, skammt frá bænum. Segir Björn, að netið hafí verið íslenzkt þráðarnet, svokallað einhölunet, sem þá voru almennt notuð í Hvítá. Önnur heim- ild segir, að lögnin, þar sem laxinn veidd- ist, hafí verið svokölluð Sandskarðalögn. Ekki ber heimildum saman, hve stór laxinn hafí verið, segja sumir 70 pund, aðrir 65 eða 64, og enn aðrir 60 pund. Ekki er heldur ljóst, hvaða ár þetta var. Segir ein heimild, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hafí veitt laxinn, en Hálfdán Guðmunds- son bjó þar 1863 - 1880. Önnur heimild telur, að laxinn hafí veitt Ásmundur ......og með einn í 30 punda klassanum, hrygnu úr Soginu. Þórðarson, er bjó á Flóðatanga 1840 - 1863, eða Björn sonur hans, síðar bóndi á Svarfhóli. I 19. hefti Veiðimannsins segir Stefán Ólafsson frá því, í tilefni af áðurnefndri grein Björns J. Blöndal, að um sama leyti og stóri laxinn veiddist hjá Flóðatanga, hafí tveir mjög stórir laxar veiðzt í net í Hvítá, hjá Andrési Fjeldsted á Hvítár- völlum, en Andrés bjó þar 1862 - 1898. Var annar laxinn 54 pund, en hinn 48 pund. Heimildarmenn eru tilnefndir þeir sömu og sagt höfðu frá Flóðatanga- laxinum. (Framhald í næsta blaði). VEIÐIMAÐURINN 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.