Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 50

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 50
Magnús Olafsson Frá aðalfundi SVFR1977 Aðalfundur SVFR var haldinn að Hótel Loftleiðum sunnudaginn 27. nóvember 1977. Formaður félagsins, Magnús Ólafs- son, setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna. Minntist hann látinna félaga. Fundarstjóri var kosinn Barði Friðriksson, en fundarritarar Karl Guðmundsson og Ólafur G. Karlsson. Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu og gjaldkeri las reikninga félagsins. I skýrslu formanns kom m.a. eftirfarandi fram: Stjórnarfundir voru 50 á starfsárinu, en sameiginlegir fundir fulltrúaráðs og stjórnar voru 3. í félagið höfðu gengið 105 manns frá síðasta aðalfundi, 13félagar höfðu látizt og 5 skriflegar úrsagnir borizt. Félagsmenn voru 1103, þar af 150 undan- þegnir árgjaldi vegna aldurs. Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga eftir hádegi og á laugardögum fyrir hádegi. Framkvæmdastjóri er Friðrik D. Stefáns- son, en skrifstofustúlka Hanna Marta Vigfúsdóttir. Fastanefndir voru þessar: Elliða- ámefnd, formaður Garðar Þórhallsson, Leirvogsárnefnd, form. Ólafur Karlsson, Grímsárnefnd, form. Sigurður Þorgríms- son, Norðurárnefnd, form. Jóhann Þor- steinsson, Lagarfljóts- og Breiðdalsnefnd, form. Hrafn Jóhannsson, Stóm-Laxár- nefnd, form. Guðni Þ. Guðmundsson, Tungufljótsnefnd, form. Guðbjörn Guð- mundsson, Klak- og fiskiræktarnefnd, form. Runólfur E. Heydal, Kast- og kennslunefnd, form. Astvaldur Jónsson, Hús- og skemmtinefnd, form. Sverrir Þorsteinsson, og Bikarnefnd, form. Guðmundur J. Kristjánsson. Auk þess höfðu nokkrar nefndir starfað um lengri eða skemmri tíma við úrvinnslu ákveðinna verkefna. Færði formaður nefndarmönn- um þakkir fyrir vel unnin störf. Rekstur SVFR gekk vel á árinu. Tekjur umfram gjöld námu kr. 746.775. Félagsstarfsemi var blómleg: Arshátíð, 5 skemmtikvöld í félagsheimili SVFR og bingó. Happdrætti SVFR var með svip- uðu sniði og áður. Heiðursmerki SVFR hlutu 6 félagar, sem getið var í síðasta blaði. Veiðimaðurinn kom út aðeins einu sinni á starfsárinu, en ákveðið átak verður gert til að hann komi oftar út á þessu ári og framvegis. Samningur SVFR og Rafmagnsveitu Reykjavíkur um klak- og eldisstöðina við Elliðaár, sem gerður var fyrir 10 árum, gekk úr gildi á miðju ári 1977. Nýr samn- ingur, sem gildir í 3 ár, var undirritaður 13. júlí 1977, og er hann í aðalatriðum óbreyttur frá því sem var. Helztu nýmæli eru þau, að SVFR tekur að sér að selja Veiði- og fiskiræktarráði Reykjavíkur seiði í vatnahverfi borgarinnar skv. nánara samkomulagi, og að R.R. mun leggja vatnsveitu frá borholum í Elliðaárhólma í eldisstöðina. I febrúar 1977 fór að bera á seiðadauða í eldisstöðinni og hélt hann áfram, þrátt fyrir allar hugsanlegar varnarráðstafanir, fram í apríl, en þá tók fyrir hann jafnóvænt og hann hafði byrjað. Voru þá eftir aðeins 48 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.