Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 34
r
Edvard Olafsson
Laxveiðin í Stóru-Laxá
1970 - 1977
Á 8 ára tímabilinu 1970 - 1977 veiddust
í Stóru-Laxá alls 1913 laxar, auk um 400
silunga. Meðalveiðin var 239 laxar á ári.
Á töflu I er sýnd árleg veiði á þessu
tímabili og skipting veiðinnar eftir veiði-
svæðum, mánuðum, agni og kyni, svo og
meðalþyngd.
Tafla II sýnir þyngd laxins, en á töflu
III sést skipting veiðinnar eftir veiði-
stöðum.
Þá er hér birt línurit yfír laxveiðina
1924 - 1977, en upplýsingar vantar um
11 ár, J).e. 1930 og 1931 og árin 1938 -
1946. Á þeim 43 árum, sem upplýsingar
eru um, veiddust alls 6311 laxar, eða að
meðaltali 147 laxar á ári.
Sveiflur í veiðinni tel ég að stafí ekki
aðeins af missterkum laxastofni, heldur
einnig af mismikilli nýtingu árinnar og
misgóðri bókun veiðinnar.
Árið 1971 var nýtingin, þ.e. seld veiði-
leyfi, 90.5% og á árunum 1975 - 1977
hefur nýtingin verið frá 81.4% til 82.6%.
En árin 1972 - 1974 var nýting árinnar frá
51.6% til 59.7%, og þau ár er veiðin miklu
minni en hin árin.
Bókun á veiði komst í gott lag, þegar
veiðihús voru komin við öll veiðisvæði
árinnar.
Árið 1975 var metveiði í Stóru-Laxá,
þá veiddist 341 lax. Árin 1976 og 1977 var
veiðin aftur minni, þrátt fyrir góða nýt-
ingu, og þar kemur laxastofninn sjálfsagt
mest til greina. Væru athuganir á þessu
efni í ritgerð.
Tölur fyrir árin 1970 - 1977 eru teknar
upp úr veiðibókum, en tölur fyrri ára
eru fengnar hjá Veiðimálastofnuninni.
Höfundur með einn vcenan.
32
VEIÐIMAÐURINN