Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 11
1 göngu. Þar kemur greinilega fram, að smá- lax af Kollafjarðarstofni er 3-500 grömm- um þyngri en Elliðaárlax, sem orsakast fyrst og fremst af mismunandi stærð gönguseiðanna. Aður hefur verið minnst á þau seiði, sem villtust í Kollafjörð úr Artúnsá. Sam- bærilegar upplýsingar fyrir Elliðaár eru í töflu 2. Þar kemur fram, að hvorki sleppi- tjarnarseiði né seiði úr beinni sleppingu villast neitt að ráði í Kollafjörð (ca 2,5%). Nokkurn veginn sambærilegur fjöldi villtist í Elliðaár, þó hann eigi að fara í Kollafjörð. Rétt er að benda á frábæra rat- vísi villtu seiðanna í Elliðaánum, en þau skiluðu sér öll í heimaána, ef reiknað er með, að þau hefðu eins mikla möguleika á að villast í Kollafjörð eins og Kollafjarðar- seiði í Elliðaár. Miðað við þær merkingar, sem fram- kvæmdar voru í kistunni í Elliðaánum sumarið 1976, var reiknað út, að hrygning- arstofninn hafi verið um 2300 laxar. Heild- arveiði var um 1700 laxar og er því heildar- gangan um 4000 laxar. Miðað við 25% end- urheimtu villtra laxa hefur heildarfjöldi gönguseiða vorið 1975 verið um 14000 seiði. Það standa því mun færri seiði bak við hvern lax heldur en reiknað hafði verið með, og þannig verður hin mikla laxaganga í tiltölulegar stuttar ár mun skiljanlegri. Þar sem öll gögn voru fyrir hendi, var einnig reiknaður út sá hundraðsfjöldi hrogna, sem yrði gönguseiði. Eftir þvísem næst var komist, er þessi tala um 0,4%, sem er fremur hátt miðað við önnur lönd. Ef til vill stafar það af því, að í íslenskum ám finnast fáar tegundir vatnafiska, sem éta hrogn og seiði. Lokaniðurstaða þessara rannsókna hlýtur að vera sú, að örmerkin hafi sannað ágæti sitt til merkinga á villtum göngu- seiðum og eldisseiðum, sem sleppt er í lax- Smátt gönguseiði örmerkt. Notkun örmerkja bend- ir til að frammistaða smárra gönguseiða hafi verið vanmetin. veiðiár. Að vísu þarf nokkra fyrirhöfn við endurheimtu merkjanna, en hún er bætt upp með áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fást, svo og þeim hraða og vinnu- sparnaði, sem fæst í merkingunni sjálfri. Þakkarorð. Höfundur vill, fyrir hönd Veiðimálastofn- unar, þakka forráðamönnum Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Stangaveiðifélags Reykjavíkur, veiðivörðunum við Elliðaár svo og öðrum stangaveiðimönnum, sem veiddu merkta laxa í Elliðaám fyrir einstaklega góða samvinnu. Einnig vil ég þakka eigendum Ártúnsár á Kjalamesi fyrir ánægjulegt samstarf og starfsmönn- um Eldisstöðvar ríkisins fyrir ósérhlíft starf í sambandi við þessar rannsóknir. Pat Poe og Tony Rasch, sérfræðingar frá Bandaríkjunum, unnu stóran hluta þessa verkefnis ásamt höfundi og eiga mik- inn þátt í því, hversu vel tókst til. VEIÐIMAÐURINN 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.