Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 21
á þá leið, að kaupi maður línu í samræmi við uppgefið númer, hentar línan til að kasta henni 10-15 m..út frá landinu. Það þarf því engan að undra þótt brösuglega gangi að kasta 20 m. eða meira með línu, sem þannig er valin. Þegar línan er komin þetta fram fyrir topplykkju, er hún orðin það þung, að stöngin kiknar hreinlega undan álaginu, því eins og áður er minnst á, miðast kjörvinnsla stangar við fremstu 10 m. línunnar. I þessu tilfelli er þeim sem veiða við svona aðstæður, ráðlagt að nota línu sem er einu númeri minni en uppgefið númer. Á boðstólum eru aðrar gerðir af línum en DT-línan, sem rætt hefur verið um hér að framan. Þessar línur eru framþungar, eða gildastar fremst og mjókka aftur (weight-forward, skammstafað WF). Eins og nafnið bendir til er mestur hluti þyngd- arinnar í fremsta hluta línunnar. Þeim sem hafa hug á að eignast WF-línu er ráðlagt að fá sér einu númeri stærri línu en gefíð er upp fyrir stöngina, vegna þess að þungahlutföll eru allt önnur í WF- línunum en DT-línunum. Ohætt er að fullvissa viðkomandi um að með þessu fæst fullkomin samhæfing stangar og línu. Þeir munu því miður vera allt of margir, sem ekki hafa áttað sig á þessu og hafa keypt WF-línu, dýrum dómum og tengt við hana baklínu. Þegar á hólminn er komið, er línan, sem keypt var í samræmi við AFTM-merkingu á stönginni, allt of létt og árangur í samræmi við það. Belg- urinn á WF-línunni er það stuttur, að lína þyngist sáralítið eftir að hann er allur kominn fram úr topplykkjunni. Þetta þýðir að nægileg þyngd er ekki fyrir hendi til að fá vinnslu í stöngina. Komin er á markaðinn endurbætt WF- lína. Belgur hennar er lengri en á venju- legum WF-línum. Ráðlegt er að kaupa þessa nýju línugerð í sama númeri og gefíð er upp fyrir stöngina. Varðandi þessar línur er vert að gæta þess vel að tengja baklínuna við mjórri enda línunnar. WF-línurnar henta ekki til veltikasta, en DT-línurnar eru aftur á móti mjög vel til þess fallnar. Þriðja tegund lína er skotlínan. Hún er samsett af 8-10 m. löngum flugulínu- stubb og löngu nælongirni. Ágætt er að nota hluta DT-línu, 8-10 m. langan, tveimur númerum stærri en merking á stöng gefur til kynna. Skotlínu af þessari gerð er auðvelt að kasta yfir 20 m. Sé notuð enn sverari flugulína þarf að stytta hana að sama skapi. AFTM stangar númer DT-lína Kastlengd í metrum WF lína Skot lína 5 10 15 20 30 25+ 25+ 5 6 5 5 4 6 7 6 7 6 6 5 - 7 8 7 8 7 7 6 - 8 9 8 9 8 8 7 6 9 10 9 10 9 9 8 7 10 11 10 11 10 10 9 8 11 12 11 12 11 11 10 9 12 12 Að lokum er rétt að gefa því gaum, að flugustærð hefur afgerandi áhrif á val stangar og línu, enda snýst málið um að koma flugunni á tiltekinn stað. Það gefur auga leið, að bæði þarf stinnari stöng og þyngri línu til að kasta laxaflugu nr. 2/0 heldur en silungaflugu nr. 16, svo auðskilið dæmi sé tekið. Með þessu greinarkorni fylgir tafla sem sýnir hvaða áhrif mismunandi gerðir og stærðir flugulína hafa á kastlengd. VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.