Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 43
Gunnlaugur Pétursson
Veiðin í Norðurá 1977
Júní Júlí Ágúst Alls
Ofan Króksfoss 0 1 19 20
Króksfoss að Glanna 3 20 145 168
Milli fossa 48 207 94 349
Laxfoss að Stekk 344 307 38 689
Ótilgreindir staðir 0 20 31 51
Samt. ofan Stekks 395 555 327 1277
Munaðarnes 21 1 4 26
Stekkur 1/7-6/8 43 9 52
Stekkur Júní ágúst 83 29 112
Veiði alls ofan Norðurárbrúar 499 599 369 1467
Veiðin í Norðurá þótti lítil sumarið 1976,
en þá veiddust 1675 laxar ofan Norðurár-
brúar, þar af 1423 ofan Stekks. Veiðin
í sumar var óneitanlega enn minni, en eigi
að síður meiri en sumarið 1974. Varast ber
því að láta sem ekkert blasi við nema auðn
og ördeiða. Hafa verður í huga áhrif hinnar
miklu veiði árin 1970-1973 á kröfur okkar
til árinnar. Ef við skiptum undangengnum
12 árum í þrjú fjögurra ára tímabil verður
ársveiðin ofan Stekks að meðaltali sem
hér segir:
1966-1969 1970-1973 1974-1977
laxar á ári laxar á ári laxar á ári
1252 2088 1432
Norðurá var ekki ein um litla veiði á liðnu
sumri. Grannárnar gáfu sömu raun, a.m.k.
Gljúfurá og Grímsá. Tvennt er eftirtektar-
vert í þessu sambandi. Annað er netaveiðin
í Hvítá í Borgarfirði, en hún er sögð hafa
verið fremur góð í sumar er leið. Hitt er,
hve lítið bar á laxi í Norðurá í lok veiði-
tíma í haust. Ég, sem þetta skrifa, hefí
verið við Norðurá síðasta veiðidaginn
nálega á hverju ári um alllangt skeið.
Minnist ég ekki að hafa séð jafn lítið af laxi
í ánni og nú í haust, t.d. miklu minna en
1974, þegar sumarveiðin var þó minni.
Svipaðar fregnir bárust frá Gljúfurá undir
lok veiðitíma í sumar.
Mörgum kann að sýnast erfitt að koma
heim og saman verulega minnkaðri lax-
gengd í bergvatnsárnar og óskertri ef ekki
vaxandi netaveiði í jökulvatninu að
óbreyttum reglum. Þetta þarf þó ekki að
vera í raun jafn fjarstæðukennt og það
sýnist við fyrsta tillit. Öllum ætti að vera
ljóst, að nú er kostur á miklu betri neta-
búnaði en tíðkaðist um það bil er síðasta
meginbreyting á laxveiðilögunum var
gerð. Verð á laxi hefir hækkað miklu meira
en verðið á veiðibúnaðinum. Aukin fyrir-
höfn og eilítið dýrari búnaður en áður kann
að margborga sig. Af þessu leiðir, að neta-
menn hljóta að leggja æ meiri alúð við að
auka ástundunina og bæta búnað og að-
ferðir. Ein vinnustund er til dæmis léttvæg
í samanburði við vænan lax í viðbót við
fyrri feng.
Veiðiskýrslur frá Hvítánum báðum og
vatnasvæði þeirra undangengin ár benda
eindregið til þess, að hlutur netaveiðanna
aukist jafnt og þétt á kostnað stangaveið-
anna. Hafi síðasta breyting á laxveiðilög-
unum gefið viðunandi hlutfall þarna á milli
blasir við brýn nauðsyn á að auka netafrið-
unina eins og nú er komið. Samkvæmt
VEIÐIMAÐURINN
41