Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 9
anna, sem endurheimtust, komu fram í Kollafirði en ekki Artúnsá. Ekki var töl- fræðilegur munum á þeim eftir því, hvort fiskar voru úr sleppitjörn eða beinni slepp- ingu. A þessu geta verið margar skýringar, en sú líklegasta er, að vatnið í Artúnsá og Kollafírði sé keimlíkt, þar sem hvort tveggja kemur úr Esjunni. Einnig mætti hugsa sér, að laxalyktin úr Kollafirði hafi fengið laxana til að taka Kollafjörð fram yfir Ártúnsá, sem hefur engin laxaseiði. Eins og fram kemur í sömu töflu (tafla 2) var þetta ekki vandamál í sambandi við sleppingar á eldisseiðum í Elliðaár, sem er raunverulega nær Kollafirði, en þar er að sjálfsögðu sterk laxalykt og vatn af öðrum uppruna. Ekki er ólíktlegt, að báðar þessar skýringar séu samverkandi. Hafa verður í huga, að þó eldisseiðin hafi villst nokkuð úr Ártúnsá í Kollafjörð, er ekki víst, að slíkt hefði skeð, ef áin hefði verið staðsett fjær eldisstöðinni. Það er því æskilegt að gera samskonar tilraun í slíkri á. Tilraunir í Elliðaám. a) Tilraunir. Oþarfi er að kynna Elliða- árnar fyrir íslenskum lesendum. Nægir að geta þess, að þær eru dæmigerðar fyrir góða laxveiðiá, sem á upptök sín í stöðu- vatni. Það hefur tilhneigingu til að jafna hitastig árinnar yfir sumarið, og er áin því oftast yfir 10°C í 3 mánuði eða meir. Ekki þurfti að byggja sleppitjörn við árnar, þar sem steinsteyptar eldisþrær voru þægilega staðsettar á árbakkanum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur veitti góð- íúslega leyfi til þess, að þessar tjarnir yrðu notaðar. Hægt var að skipta þeim í mörg hólf og halda þannig aðskildum hinum ýmsu hópum seiða, sem merktir voru. Seiðin, sem fara áttu í tjörnina, voru sett í hana 5. maí og sleppt ásamt öðrum hópum á tímabilinu frá 28. maí til 10. júní. Allan tímann, sem seiðin voru í tjörninni, voru þau fóðruð þrisvar á dag með Ewos þurr- fóðri. Unnið við örmerkingar í Laxeldisstöðinni í Kolla- firði. Ilangi kassinn segulmagnar örmerkin ítrjónu seiðisins og greinir ómerkt seiði frá og beinir þeim í minna hólfið t kerinu. Seiðahóparnir, sem sleppt var, voru sem hér segir: 1. Eldisseiði, sem sleppt var beint í Elliða- ár 4. júní, örmerkt í Kollafirði (2x1000). 2. Eldisseiði úr sleppitjörn, örmerkt í Kollafirði (2x1000). 3. Eldisseiði úr sleppitjörn, örmerkt við Elliðaár (2x1000). 4. Villt seiði, örmerkt við Elliðaár (2x 1000). í hverjum hóp voru 2 samanburðarsýni með um það bil 1000 seiðum í hverju. Það VEIÐIMAÐURINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.