Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 27
veiðifélags Reykjavíkur. í tilefni af 70 ára afmæli hans 1949 hitti þáverandi ritstjóri Veiðimannsins hann að máli og bað hann að segja lesendum ritsins eitthvað frá löngum veiðiferli sínum. Þetta viðtal er í 8. hefti Veiðimannsins. Þar kemur m.a. fram, hvað þeir menn þurftu að leggja á sig, sem langaði til að renna fyrir lax og silung á unglingsárum Magnúsar og raunar nokkuð langt fram á þessa öld. Um þetta segir Magnús í fyrmefndu viðtali: „en mér eru enn í fersku minni erfíðleikarnir á því í mínu ungdæmi, að komast í veiðiferðir. Þá var ekki um bíla að ræða, reiðhjól þekktust ekki nema af afspurn og hesta áttu efnamenn einir. Og ef við strákarnir ætluðum í „veiðitúr" urðum við að ganga fram og aftur“. Hve margir skyldu nú vilja vinna það til, að ganga alla leið upp í Hólmsá, veiða þar í 15 - 17 tíma, eins og leyfilegt var þá, bera svo aflann, sem stundum var tals- verður, á bakinu alla leið í bæinn. En þetta gerðu þeir Magnús og Lúðvík og fleiri. Englendingar höfðu þá Elliða- árnar og gættu þess vel, „að eyjarskeggjar væru ekki að snuðra þar í grennd“, en hvort þeim tókst nú að bægja þeim frá með öllu er önnur saga. Þeir ensku tóku oft snemma á sig náðir. Þegar Magnús var áttræður spjallaði ritstjóri Veiðimannsins við hann og birtist það viðtal í 48. hefti ritsins. Bar þar margt skemmtilegt á góma m.a. um ferðir hans og Jóns Baldvinssonar alþingismanns og fleiri heiðursmanna í Elliðaárnar, án þess að þeir hefðu skriflegt leyfi upp á vasann. Magnús veiddi lengst af í Elliðaánum, þótt hann kæmi að sjálfsögðu víðar við. Hann var einn þeirra, sem þekkti Elliðaárnar hvað bezt og mátti um þær margt af honum læra. Hann var mjög snjall veiðimaður og hafði mikla ánægju af að segja viðvan- ingum og ókunnugum til. Fjórum af fimm sonum sínum kenndi hann að veiða og urðu þeir allir ágætir veiðimenn. Tveir þeirra eru nú látnir og einnig sá þriðji, sem ekki fékkst við veiðiskap. A lífi eru þeir Jón B. prentari og Sigurður, sem áður er nefndur. Sigurður hefur sagt mér að faðir þeirra hafi harðbannað þeim að byrja með annað agn en flugu, þar sem henni varð við komið. Einnig brýndi hann fyrir þeim að ganga rétt og gætilega að veiði- vatni og bera virðingu fyrir ánni og þeim lífverum, sem þar eiga heimkynni. Háan aldur og góða heilsu lengst af þakkaði Magnús hvað mest veiðiskapnum og þeim hollu áhrifum sem hann naut í samfélagi við náttúruna í veiðiferðum sínum. Hann sagði að strax fyrsta veiðiferðin hefði valdið straumhvörfum í lífi sínu og opnað fyrir sér nýjarí og svo dásamlegan heim, að hann hefði helzt kosið að eyða öllum sínum frístundum í stangarveiði. Og mikið þótti honum gaman að tala um þetta hugðarefni sitt, ekki sízt þegar heilsu hans var farið að hraka svo, að hann gat ekki alltaf farið í veiði, þegar hann átti þess kost. Þá var hugarfró að gefa minning- unum mál. Auk viðtalanna í Veiðimanninum heiðr- aði ritið Magnús á 75 ára afmæli hans 1954, með því að hafa mynd af honum á forsíð- unni. Einnig með stuttri afmæliskveðju í sama blaði, nr. 30. Hann var gerður heiðursfélagi SVFR 1969. Þau hjónin, Magnús og Jóhanna Zoega, voru alltaf aufúsugestir á árshátíðum SVFR meðan þau gátu sótt þær, en frú Jóhanna lézt allmörgum árum á undan manni sínum. Friður sé með þeim báðum og þökk fyrir hugljúf kynni. Víglundur Möller. VEIÐIMAÐURINN 25

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.