Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 51

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 51
um 6000 sjógönguseiði af rúmlega 20000, sem i stöðinni voru í ársbyrjun, og var þeim síðar sleppt í Leirvogsá. Frá upphafi seiðadauðans fylgdist starfslið Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum og Fisksjúkdóma- nefnd með gangi mála, gerði viðeigandi vettvangs- og seiðarannsóknir og sendi auk þess sýni til rannsókna erlendis, en einnig rannsakaði erlendur sérfræðingur, sem hér var á vegum Veiði- og fiskiræktar- ráðs, stöðina og sýni þaðan. Niðurstaðan af öllum þessum rann- sóknum varð sú, að ekki fannst með neinni vissu orsök seiðadauðans, en gengið var úr skugga um, að ekki var um smitsjúkdóm að ræða. Tjón félagsins af þessum seiðadauða var að sjálfsögðu tilfinnanlegt. í klakhúsinu urðu hins vegar engin óeðlileg afföll, þótt stundum lægi við hættuástandi vegna vatnsskorts. Framleiðslu klak- og eldisstöðvarinnar var ráðstafað þannig, að 329.000 kviðpoka- seiði fóru í Elliðaárnar, 6000 sjógönguseiði í Leirvogsá, en af sumaröldum seiðum fóru 65.000 í Lagarfljótssvæðið, 35.000 í Breiðdalsárnar og 30.000 í Tungufljót. Þá keypti Veiðifélag Norðurár 30.000 og Veiðifélag Grímsár og Tunguár 8000 sumaralin seiði af SVFR, og er vonandi, að þetta geti orðið upphafíð að frekari samstarfi þessara félaga á sviði ræktunar. Forstöðumaður klak- og eldisstöðvar- innar er sem áður Guðmundur Bang. Veiðin í Elliðaánum sumarið 1977 var 1228 laxar, sem er talsvert undir meðal- veiði. Nóg var af laxi í ánni, en tók illa, og er ástæðan talin sú, að vatnið var óvenju gruggugt, sem stafaði af því, að Elliðavatn var með minnsta móti og litaðist, ef nokkuð hreyfði vind. Nýr samningur um ána var undirritaður í byrjun starfsársins. í Leirvogsá veiddust 474 laxar, sem er allgott, ekki sízt ef tekið er tillit til þess, að veiði var yfirleitt með minnsta móti í ám suðvestanlands. Nýr samningur til tveggja ára var gerður í byrjun starfs- ársins. Veiði í Grímsá var með minnsta móti, 1103 laxar. Nokkuð var óselt af veiðileyf- um í júní og september sumarið 1977, en sumarið 1978 mun veiðin ekki hefjast fyrr en 24. júní, sem er viku síðar en áður var, og hún endar um mánaðamótin ágúst- september, eða hálfum mánuði fyrr en áður var. I Norðurá veiddust 1470 laxar sumarið 1977, sem er talsvert undir meðalveiði. Vatnsmagn árinnar var með allra minnsta móti. Sæmileg veiði var í Stóru Laxá, eftir því, sem þar gerist, eða 266 laxar. I Breiðdalsá fer sala veiðileyfa vaxandi, og var mikil aðsókn að þessu fallega vatna- svæði sumarið 1977. Laxveiði varð meiri en áður hefur gerzt, eða 248 laxar, en auk þess er þarna mjög góð bleikjuveiði. Á Lagarfljótssvæðinu og í Tungufljóti hafa seiðasleppingar og stigabyggingar því miður ekki borið sýnilegan árangur ennþá. Sumarið 1977 var SVFR ennfremur með veiðileyfí í Flókadalsá í Haganesvík í umboðssölu, svo og veiðileyfí í Elliða- vatni. Mikil blaðaskrif urðu um málefni félagsins, og stóðu þau í sambandi við samninga um Elliðaárnar og klak- og eldisstöðina. Gerðar voru tilraunir til að koma í veg fyrir, að þessir samningar mættu takast. Þá var reynt að knýja fram uppsögn á samningnum um Elliðaárnar skömmu eftir að hann hafði verið undir- ritaður. Loks var reynt að gera SVFR tortryggilegt vegna seiðadauðans í eldis- stöðinni. Ekki er ástæða til að fjalla nánar VEIÐIMAÐURINN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.