Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 23
brennheitt sólskinið ollu því, að svefn fór
að sækja á mig. Það var því að mér komið
að halla mér smástund þarna í hitanum og
bíða Sæmundar, en komu hans hlaut nú að
vera orðið skammt að bíða. En þegar ég
var um það bil að láta undan þessari
löngun, barst mér til eyrna eitthvert busl
utan úr ánni, og er ég leit þangað, sá ég að
lax hafði verið að stökkva. Þá fyrst fór
ég að átta mig á því til fulls, að ég væri
kominn þarna til að veiða, en ekki að liggja
í leti og draumórum. Þá tók ég eftir því, að
úti í varinu við hólmann voru nokkrar
endur, sumar að stinga sér í kaf öðru
hverju, og nú sá ég líka vænan lax stökkva
úti í miðri ánni. Þá komu mér í hug þessar
ljóðlínur Einars Benediktssonar:
Hér logar djásnadýrð um stegg og hceng,
sem dreypa á sig lofts og strauma víni.
Kirkjuhólmakvísl. Ljósm. R.H.
Þetta átti vel við hér á þessari stundu, og
ég fór að rifja upp ummæli Guðmundar
Finnbogasonar um Einar, sem ég hafði
einhverntíma lesið, en mundi þó ekki
orðrétt þama á staðnum, en þau eru
svona: „Ég held að við höfum aldrei átt
skáld, sem betur kunni að lýsa því, sem
ber fyrir augu og eyru, eða var eins auðugt
af samlíkingum til að gefa því sjálfstaklings
líf og andardrátt“. Og ennfremur: „Menn
hlusta öðruvísi á svaninn, horfa öðruvísi
á norðurljósin, hugsa annað um snjóinn
og hafísinn og teyga fjallaloftið með
öðru geði, eftir að Einar Benediktsson
hefur kveðið kvæði sín um það, en áður“.
Sjálfur horfí ég „með nýrri sjón yfir
hauður og haf‘, þegar ég les sum kvæði
hans eða rifja upp þau, sem ég kann, við
aðstæður þar sem þau eiga við, eins og t.d.
framangreindar ljóðlínur þarna við
Kirkjuhólmakvíslina þennan sólbjarta
sumardag.
Nú sá ég aftur hreyfingu á laxi á sama
stað og áður, og það var nóg til þess, að
veiðiáhuginn vaknaði til fulls. Ég var
með stöngina samsetta og flugu á, frá því
kvöldið áður, Black Doctor nr. 2 Mér flaug
í hug sem snöggvast, að hún kynni að vera
í stærra lagi við þessar aðstæður, en hvort
veiðigyðjan mín stakk því að mér að vera
ekkert að skipta um flugu, eða ég nennti
því ekki, skal látið ósagt. Ég kastaði doct-
ornum svarta og þegar hann hafði runnið
langleiðina upp að bakkanum í fyrsta kast-
inu, var tekið í hann af miklu afli, svo að
stöngin kengbognaði, og nú hófst æsi-
spennandi leikur, sem stóð með ýmsum
tilbrigðum um það bil hálfa klukkustund.
Laxinn byrjaði á því að strika á mikilli
ferð upp ána áleiðis upp í Þvottastreng, og
ég gat vitaskuld ekkert gert annað en
láta hann fara sínu fram, en halda þó
hóflega við hann. Þar kom þó, að hann sá
sig um hönd og þeyttist með ofsahraða
niður ána, en hægði svo á sér og þumbaðist
lengi svo að hvorki gekk né rak. Hann nam
VEIÐIMAÐURINN
21