Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 10
voru því tæplega 8000 seiði, sem merkt
voru í öllum hópunum. Tveir seiðahópar
voru örmerktir við Elliðaárnar. Annars
vegar villt gönguseiði, sem veiddu voru í
gildru, hins vegar eldisseiði, sem ætluð
voru sem samanburðarhópur. Merkingin
gekk í alla staði vel og var dauði eftir
merkingu lítill sem enginn. Hinir tveir
hóparnir voru örmerktir í Kollafjarðar-
stöðinni.
Rétt er að benda á, að Eldisstöð ríkisins
í Kollafirði lagði fram allan eldisfísk í
þessar tilraunir.
Sumarið 1976 var búist við að endur-
heimta mest af þessum físki. Akveðið var,
að Veiðimálastofnunin hefði mann í veiði-
húsi Stangaveiðifélagsins í lok daglegs
veiðitíma til að ná merkjum úr veiðiugga-
klipptum löxum. Samvinna við veiðimenn
var með eindæmum góð og aldrei var
möglað yfír því, þó taka þyrfti kjarna úr
haus hins merkta físks.
Til að fá fullnaðarvitneskju um endur-
heimtu var nauðsynlegt að fá vitneskju um
óveiddan físk í ánum. Upprunalega var
ætlunin að fá þessar upplýsingar með því
að nota tölur úr teljara í ánum og loka jafn-
framt kistu, sem í ánum er, einu sinni í
viku í 24 tíma og fá þannig hlutfall merktra
og ómerktra. Þetta reyndist óframkvæm-
anlegt sökum þess að teljarinn var mikið
bilaður og tekinn burtu til viðgerðar, enn-
fremur kom í ljós, að kistan var ekki físk-
held og gaf rangar hugmyndir. Var þá
ákveðið að merkja hluta göngunnar, sem
fer gegnum kistu, og fá þannig hlutfall
merktra og ómerktra í hrygningarfiskin-
um, þegar dregið yrði á um haustið. Eftir 4.
ágúst var kistan alveg lokuð nema um
helgar og tókst að klippa gat á veiðiugga
294 laxa, sem fóru gegnum kistuna. Þetta
nægði til að fá áreiðanlegar tölur um heild-
argöngu í árnar.
b) Niðurstöður. Helstu niðurstöður merk-
inganna í Elliðaám sjást í töflu 1. Við sjá-
um, að endurheimta eldisseiða úr sleppi-
tjörn er rúmlega tvöföld miðuð við beina
sleppingu. Ennfremur er greinilegt, að
merkingin við ána hefur neikvæð áhrif á
seiðin miðað við merkingu fyrr í Eldis-
stöðinni. Meðalendurheimta sleppitjarn-
arseiðanna (7,5%) getur talist mjög sæmi-
leg og síst lakari en endurheimta sambæri-
legra seiða í Kollafírði.
Villtu seiðin skiluðu sér yfír 20%, allt að
25%, ef meðhöndlun við merkingu er tekin
til greina. Þetta verða að teljast glæsi-
legar tölur, enkum þegar meðalstærð seið-
anna við sjógöngu (12,5 cm) er höfð í huga.
Má segja, að þessar tölur merki að vissu
leyti það, sem stefna ber að í endurheimtu
aliseiða.
I þessum tilraunum kom fram, að Ell-
iðaárstofninn skilar sér nær eingöngu úr
sjó sem smálax eftir eitt ár í sjó (99% allra
laxanna). Kollafjarðarstofninn virðist hafa
tilhneigingu til að vera lengur í sjónum og
endurheimtust nálega 20% þeirra laxa, sem
aftur komu á öðru ári. Ekki skal fullyrt
um það, hvort þetta er erfðabundið eða
ákvarðað af ferskvatnsumhverfi og með-
ferð á einhvern hátt.
Aftast í töflu 1 kemur fram, hversu mik-
ið af löxum úr hinum mismunandi hópum
veiddist í neðri hluta Elliðaánna. Það er
greinilegt, að mikill meiri hluti eldislax-
anna veiðist á þessu svæði, en aðeins um
þriðjungur villta laxins. Eldisseiðin hafa
því ekki gengið í efri hluta ánna, svo neinu
nemi. Ein ástæðan fyrir þessari hegðun er
hugsanlega sú, að sleppitjörnin var niður
undir ós og laxinn vildi því ekki fara
lengra.
í töflunni er einnig sýnd meðalþyngd
laxanna við endurheimtu og stærð við sjó-
8
VEIÐIMAÐURINN