Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 29
Wood, föður flotlínuveiðanna, um að hafa
ætíð lausa 2-3 m. af línu, til að gefa eftir
um leið og físks verður vart. Þessari aðferð
er auðvelt að beita í tiltölulega lygnu vatni.
Málið vandast við aukinn straumþunga,
þegar ekki sést gára af físki, sem er að
taka fluguna, og straumurinn strekkir
samstundis á línunni. Við svona aðstæður,
held ég línunni milli þumalfíngurs og
vísifíngurs annarrar handar, það laust að
hönkin rjúki út við minnsta átak.
I sumar var ég við laxveiðar í þrem ám,
vikutíma í hverri. Samtals landaði ég
16 löxum af 21 sem ég setti í, allir á flugu.
Löndunarhlutfall 76%. Af þeim sem mér
tókst ekki að landa, voru þrír, sem rétt
nörtuðu og tveir slitu sig af. Eg tel það
nokkum veginn víst að ég missti þessa
fimm vegna þess, að ég var ekki nógu
snöggur að gefa þeim eftir línuna, þegar
ég varð þeirra var. Reynslan hefur kennt
mér, að maður þarf að hafa vakandi auga á
línunni og gefa tauminn lausan um leið
og maður sér að strengist á línunni í
vatninu.
Mörg undanfarin ár hefur löndunar-
hlutfall spónveiddra laxa verið um 75%
hjá mér. Þetta hlutfall hefur verið enn
hagstæðara í vatnslitlum ám, en þegar
þannig hagar til, hef ég lengi haft það
fyrir sið að kasta spæninum upp í straum-
inn. I vatnsmiklum ám hef ég aftur á móti
vanist því að kasta annað hvort þvert á
strauminn eða niður fyrir mig. Eg er satt
að segja undrandi á því, að ég skuli ekki
hafa gert mér grein fyrir því fyrr, að
ástæðan fyrir hærra aflahlutfalli í smá-
ánum er einfaldlega sú, að lax verður að
hafa hraðan á til þess að ná spæni, sem
dreginn er hratt undan straumi, en það
eykur líkurnar á því að laxinn festist
betur.
Tvær síðustu vertíðir hef ég einvörð-
ungu kastað spæni skáhallt upp í straum-
inn, 15° til 45° uppstreymis, með tilliti
til dýpis, straumhraða o.fl. Þessi aðferð er
sérlega árangursrík þegar kastað er yfír í
lygnu, handan aðalstraumsins. Lax sem
liggur í straumjöðrunum hrifsar þá gjam-
an agnið, sem kemur á miklum hraða
skáhallt niður strenginn, rétt við nefið á
honum. Þessa aðferð reyndi ég nýlega í
vatnsmikilli laxveiðiá. Árangurinn lét ekki
á sér standa. Alls setti ég í 22 laxa. Þar
af landaði ég 18. Löndunarhlutfall 82%.
Tveir slitu línuna, einn sleit sig lausan og
einum, sem aðeins nartaði, tókst mér ekki
að festa í. Aðstæður voru þannig í síðasta
tilfellinu, að ég neyddist til að kasta
spæninum niður fyrir mig.
Fyrir nokkrum árum fór ég að skrá tölu
þeirra veiðarfæra, sem ég glataði á ferðum
mínum. Ég hef veitt því eftirtekt að það
kemur sjaldnar og sjaldnar fyrir að ég verði
fyrir veiðarfæratjóni. Til að mynda var ég
nýlega á laxveiðum í vikutíma og tapaði
hvorki flugu né spæni. I þessari veiðiferð
veiddi ég 11 laxa á sama trésílið. Sílið
geymi ég nú á virðingarstað í bókahillu
heima hjá mér til minja.
Þennan árangur þakka ég breyttri
spinnveiðiaðferð, þ.e.a.s. að kasta skáhallt
upp í strauminn og draga hratt inn, þannig
að spónninn svamli hátt í vatninu, fyrir
ofan grjót og aðrar hindranir, sem hætt
er við að hann krækist í.
I ár hef ég einungis glatað einum
spæni, sem festist í grjóti, og einu trésíli,
en í það sinn sleit fískur línuna hjá mér.
Ég vil að endingu taka það fram, að þessi
veiðiaðferð er ekki sérstaklega árangursrík
í vorkuldum, þegar mikið er í ánum og
fiskur liggur djúpt, nema maður lendi í
eilífum festum, þá er gott að kasta skáhallt
upp í strauminn.
VEIÐIMAÐURINN
27