Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 25
Jón Kristjánsson, fiskifrœóingur,
með vœna bleikju sem Guðbjartur í
Dagverðarnesi veiddi í net s.l. haust í
Skorradalsvatni. Hún var 83 sm. að
lengd og 7,3 kg að þyngd.
hvíla veiðistaðinn. Auk þess var hitinn svo
mikill, að hann jók okkur leti. En við
áttum eftir að reyna á mörgum góðum
veiðistöðum. Mig langaði þó að kasta
nokkrum sinnum á kvíslina, einkanlega
einn tiltekinn stað upp á móts við eyjar-
hornið. Steingrímur í Nesi hafði sagt mér,
að þar lægi oft lax og tæki venjulega fljótt,
ef flugan kæmi niður á rétta blettinn. Þetta
er nokkuð langt kast, en þó ekki svo að með
lagi megi ekki ná þangað. Eg hafði séð
Steingrím setja þar í lax og vissi því, hvar
flugan átti að falla í vatnið. Eg sagði því
við Sæmund, að mig langaði til að reyna
þetta áður en við færum. Hann taldi það
sjálfsagt. Eg náði kastinu og það var ekki
að sökum að spyrja, lax tók fluguna, þá
sömu og hinn, í fyrsta kasti, en flugan
festist ekki nógu vel í honum og hann fór af
eftir stutta stund. Þetta var 12-14 punda
lax sýndist mér þegar hann stökk. Sæ-
mundur kastaði neðar, við hornið þar
sem áin beygir, en varð ekki var þar.
Við tókum þá saman pjönkur okkar og
fórum niður að Oddahyl og Skriðuflúð.
Þar reisti ég lax, en hann sá sig um hönd
og lét ekki ginnast. Við fíkruðum okkur
svo niður með ánni, köstuðum á Eyrarhyl
og Dýjaveitur og síðast á Syðsteyjarkvísl
og Eyjakvíslar, en þar leit enginn lax við
agni okkar. Líklega hefur hann verið
orðinn lystarlaus í hitanum, svo að við
urðum að láta okkur nægja þessa tvo laxa.
Urðum að vísu varir í Eyjakvíslum, en
fengum hann ekki til að taka. Nú leið
óðum að hættutíma og við urðum að láta
við svo búið standa. Þegar við komum
heim í veiðihúsið kom í ljós, að öðrum
hafði fæstum vegnað eins vel eða betur og
sumir voru laxlausir. Og í þetta sinn
vorum við tvímælalaust með vænstu og
fallegustu laxana, sem veiddust þennan
morgun, ef ég man rétt.
Þessi morgunn við Kirkjuhólmakvísl-
ina verður alltaf einn þeirra veiðidaga, sem
mér eru hvað minnisstæðastir. Þar hjálp-
aðist allt að: Dýrðlegt veður, fagurt um-
hverfí, falleg veiði okkar, þótt ekki væri
nema tveir laxar, og góður og skemmtileg-
ur veiðifélagi. Þeir, sem veitt haiaá þessum
slóðum, munu skilja þetta og eflaust hafa
margir fleiri en ég og Leverson, sem ég
nefndi hér í upphafi, átt þar ógleyman-
legar hamingjustundir.
VEIÐIMAÐURINN
23