Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 4
lengri tíma, og jafnvel árið um kring“,
eins og segir í þjóðsögum Jóns Arnasonar.
Þótt margt í þessari þjóðtrú sé nú talið
kreddur og hindurvitni, síðan veðurfrœðing-
arnir komu til sögunnar með spár sínar og
skýringar, eimir eftir af henni enn, a. m. k.
hjá sumu gömlu fólki. Flestum mun
samt núorðið þykja heldur ótrúleg
,,vísindi“, að veðurguðirnir, náttúruöflin,
eða hvað við eigum að kalla það, séu
t.d. að glugga í almanakið ár hvert til þess að
gá að, hvencer páskar falli á fyrmefnt
tímabil, 22. marz - 25. apríi, og sendi okkur
svo páskahretið samkvcemt því. Hinu
ber þó ekki að neita, að enn er sú trú almenn
að páskahret sé árviss viðburður, hvort sem
hátíðin er í marz eða apríl. Ekki er
heldur sennilegt, né vitað hve almenn sú trú
var, að veðurfar ársins fœri eftir því
á hvaða vikudegi það byrjaði, en þá spá er að
finna í svonefndri Jólaskrá Beda prests,
semjón Arnason kveðst hafa ,,tekið
eftir rotnuðum blöðutn vestan frá Isafjarðar-
djúpi“. Það ár, sem nú er að líða hófst
á sunnudegi. Eftir nefndri Jólaskrá
hefði átt að vera ,,spakur vetur og stað-
vindasamur“. Ekki hygg ég að það komi vel
heim við reynslu manna víðast hvar
á landinu. Þetta hefur verið mikill snjóa-
vetur, a.m.k. áNorður- og Austurlandi, og
víða valdið þungum búsifjum, snjó-
flóðum, tjóni á mannvirkjum, vegatálmun-
um í meira lagi o.fl. Hvort svo verður,,þurrt
sumar, heyskapur ríkulegur, vöxtur
í nautum, nægð og friður“, á framtíðin eftir
að leiða í Ijós. Ekki fer nú þurrt sumar
og ríkulegur heyskapur alltaf saman, nema
þurrkurinn sé í hófi og eitthvað væti
um gróandann öðru hverju. Og ekki þykir
stangaveiðimönnum það góð spá, að
sumar verði mjög þurrt, því þá yrði lítið um
vatn í mörgum ánum.
Þess er varla að vænta, að löngu horfnar
kynslóðir hafi getað gert óskeikulegar
spár um veðurfar, þótt ekki væri nema hálft
eða eitt ár fram í tímann, þegar vísinda-
mönnum nútímans í veðurfræði gengur það
ekki betur en raun ber vitni. Veðurguðirnir
eru mjög duttlungafullir hér á hnettinum,
þar sem við búum, og þess sennilega
langt að bíða, að mönnum takist að sjá við
öllum þeirra brögðum.
Samkvæmt gamalli trú áttu mikil vot-
viðri í apríl að boða frjósamt sumar.
Sú trú mun þó nú vera að mestu gleymd og
horfin í skuggann fyrir þeim sið, sem
lengi hefur tíðkast, að nota fyrsta apríl til
að gabba náungann. Síðari árin hefur
almenningur þó líklega lagt þá venju niður
að mestu. Fjölmiðlarnir hafa tekið þetta
að sér og er það vel ráðið, því aðþeir, a. m. k.
sjónvarp og útvarp, geta náð til megin þorra
þjóðarinnar með sitt aprílgabb. Stundum
tekst þeim að fá fólk til að trúa. Það vara sig
ekki allir á því, hvaða mánaðardagur
er, en ýmsir eru þó á verði, auk þess sem fyrir
kemur að fréttirnar eru of ótrúlegar,
eins og t. d. nú síðast sú, að Karnabær væri
að festa kaup á stjórnarráðshúsinu við
Lækjargötu. Það mun hafa verið of sterkur
skammtur fyrir flesta að kyngja.
Eitt er enn ótalið um fyrsta apríl, sem sízt
ætti að gleymast að minnast á hér í
Veiðimanninum: Þá má byrja að veiða
sjóbirtinginn. Sumir sem leggja stund á þann
veiðiskap, bíða þá ekki boðanna og
leggja af stað, að sagt er, klukkan fimm
að morgni, hvernig sem viðrar, svo fremi að
hægt sé að komast í bíl á áfangastað, sem
oftast mun vera austur í Arnes- eða Rangár-
vallasýslum eða jafnvel enn austar. Oft
hef ég heyrt talað um að tveir kunnir
borgarar hér, þeir Guðjón 0. og Guð-
mundur, nefndur Briskó, hafi farið þessar
ferðir ár hvert um langt skeið fyrsta
apríl og hafi þetta verið svo fastmælum
2
VEIÐIMAÐURINN