Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 24
Séð til norðurs úr brekkunni austan við Kirkju-
hólmakvtsl. Kinnarfjöll í baksýn. Ljósm. R.H.
staðar að mér virtist á þeim stað, sem hann
lá þegar hann brá við eftir flugunni. Ekkert
bólaði enn á Sæmundi og fór mig nú að
lengja mjög eftir honum, bæði vegna þess,
að ég gat búist við erfíðleikum við að
landa laxinum einn, ef ég héldi honum svo
lengi, að til þess kæmi, og hins, að nú var
mikill þorsti farinn að hrjá mig, sennilega
að miklu leyti af hitanum, en trúlega líka
afleiðing þess, sem fram hafði farið kvöldið
áður. Ég vissi að Sæmundur hafði með-
ferðis í bílnum svaladrykk, sem slökkt gæti
þennan mikla þorsta. En ég þurfti þó fyrst
og fremst að einbeita mér í átökunum við
laxinn. Hann brá nú á það ráð að láta sig
síga með straumnum niður kvíslina og svo
langt, að ég varð að klöngrast yfir girðingu,
sem náði niður á bakkann, þar sem áin
beygir til austurs. Það tókst mér áfalla-
laust og þá fór laxinn að þreytast nokkuð og
verða auðveldari viðureignar. Ég náði
inn miklu af línunni og gat þokað honum
upp undir landið, en hann hafði þó enn
afl til að strika aftur og aftur út í miðja
á, þegar hann kenndi grunnsins, og ég
þorði ekki að þvinga hann til hlýðni meira
en góðu hófu gegndi, enda þótt ég væri
orðinn nokkurn veginn viss um að flugan
stæði vel í honum. Þar kom þó að lokum,
að ég þokaði honum upp að bakkanum svo
að ég náði til hans, en þegar ég var að
beygja mig til þess að grípa í sporðinn vildi
ekki betur til en svo, að ég missti fótanna í
sandbleytu, sem þama er rétt neðan við
girðinguna og blotnaði upp á axlir. Þá hélt
ég að nú mundi hann sleppa, því hann tók
snöggt viðbragð og buslaði langt út í á, en
kraftar hans voru að þrotum komnir og ég
náði honum fljótlega til mín aftur, þegar ég
hafði fótað mig eftir fallið í sandbleyt-
unni. Og þar kom, að ég náði góðu taki
um sporð laxins og tókst að drösla honum
upp á bakkann og Ijúka leiknum. í þeim
svifum sá ég að Sæmundur var að koma, og
hef ég sjaldan orðið fegnari því að geta
vökvað kverkarnar. Ég þurfti ekki að segja
neitt, því að Sæmundi var ljóst, að ég
mundi þyrstur vera og kom því til móts
við mig með mjöðinn. Hann kvað þetta
vera fallega morgunveiði, þótt ekki yrði
meiri. Laxinn var nýgengin 20 punda
hrygna, að lit og sköpulagi eins og þær
gerast fallegastar í Laxá.
Ég fór með laxinn þangað sem ég hafði
valið mér bækistöð þegar ég kom að ánni,
breiddi þar yfír hann, settist svo og dreypti
á svaladrykknum til þess að slökkva þorst-
ann, en Sæmundur fór að kasta. Ekki leið
á löngu unz hann var kominn með lax á,
sem honum reyndist auðvelt að sigra.
Það var ljómandi falleg 16 punda hrygna,
líka nýgengin. Flugan Blue Charm nr. 4.
Við vorum þegar ánægðir með morgun-
veiðina og gáfum okkur því tíma til að
spjalla saman góða stund, m.a. til að
22
VEIÐIMAÐURINN