Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 30
Einar Hannesson
Veiðimál á Vesturlandi
Hér fer á eftir lauslegt yfirlit um veiðimál í
Vesturlandskjördæmi. Er þessari úttekt
hagað á svipaðan hátt og gert var með grein
um veiðimál á Vestfjörðum eftir höfund
þessa yfirlits, er birtist í Veiðimanninum,
og þar áður um veiðimálin á Norðurlandi
vestra.
Vesturlandskjördæmi nær yfir víðáttu-
mikið landssvæði og fjölbreytt, er liggur
milli Hvalfjarðarbotns og Gilsfjarðarbotns
og inn til landsins og út til strandar. Inn til
landsins um jökla og heiðar; Arnarvatns-
heiði og Laxárdalsheiði.
Sé litið á landabréf í litum, sést hve
ílötur græna litarins er tiltölulega stór hluti
af svæðinu í samanburði við aðra lands-
hluta, ef sandar eru dregnir frá. Þetta sýnir
annarsvegar að stór landssvæði liggja undir
200 metra hæðarlínunni og mikið gróður-
lendi er á svæðinu. Náttúrufegurð er víða
mikil, sem alkunna er, enda í kjördæminu
sumir fegurstu staðir á landinu.
Gæðum bróðurlega skipt.
Auk vatnsfallanna setja hinir ágætu stöðu-
vatnsklasar sinn sterka svip á landið, svo
sem í Svínadal, á Arnarvatnsheiði, í Stað-
arsveit og í Dölum. Vesturlandskjördæmi
býr því vel að ám og vötnum og margar
ánna koma úr stöðuvötnum, en það hefur
mikið gildi fyrir þær sem veiðiár. Skemmti-
legt er að komast að raun um það við at-
hugun á staðsetningu straum- og stöðu-
vatna, hvað bróðurlega betri bergvatnsán-
um hefur verið skipt milli hinna fjögurra
sýslna kjördæmisins. Hið sama gildir um
stærri stöðuvötnin.
40 vatnsföll og 170 stöðuvötn.
I Vesturlandskjördæmi eru rúmlega 40
lax- og göngusilungsár og 170 stöðuvötn,
stór og smá. Eru þá ótalin vötn og tjarnir,
sem ekki ná 300 metra breidd. Flatarmál
þessara 170 stöðuvatna er líklega samtals
um 100 km2 eða 10 þúsund hektarar. Ellefu
stærstu vötnin eru samtals 57.2 km2 að
flatarmáli, en stærð hinna 159 líklega alls
um 45-50 km2. Af þessum síðarnefndu
vötnum er tæplega helmingur meira en
1000 metrar á lengdina eða breiddina.
Besta laxveiðisvæði landsins.
Laxveiði í Vesturlandskjördæmi er ákaf-
lega góð 1), enda er það besta kjördæmið
að þessu leyti. Nemur veiði s.l. 10 ár að
meðaltali 40% af allri veiði á laxi í landinu.
Um 70% veiðinnar í kjördæminu fæst á
stengur en hitt í net, eða lax, sem gekk í
Lárósstöðina. Um silungsveiðina er minna
hægt að segja vegna þess að skýrslusöfnun
um þá veiði hefur víða verið áfátt, enda
nýting hennar oft tilviljunarkennd, þegar á
heildina er litið. Þó er vitað um töluverða
göngusilungsveiði á vatnasvæði Hvítár.
Vatnasviðið.
Vatnasvið straumvatna í kjördæminu er
rúmlega 9 þúsund km2, en vatnasvið vatns-
falls er það svæði, sem vatn rennur af til
vatnsfallsins 2). Vatnasviðkjördæmisins er
tæplega 10 af hundraði vatnasviðs alls
landsins. Mesta vatnsfallið á þessu svæði er
28
VEIÐIMAÐURINN