Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Side 31
Hvítá, en vatnasvið hennar er 3550 km2.
Er hún sjötta í röð þeirra vatnakerfa, sem
mest vatnasvið hafa hér á landi, þar af er
jökull 365 km2 eða rúmlega 10% af vatna-
sviði Hvítár.
Gróskumikið tré.
Líkja má vatnakerfi Hvítár við tré, stofn-
inn er Hvítá sjálf með gjöfula veiði bæði í
net og á stöng, sem breiðir sínar sjö blóm-
legu greinar til allra átta. Þar er Norðurá,
ein besta og skemmtilegasta veiðiá lands-
ins. Onnur er Þverá sömuleiðis ein besta
veiðiá landsins og sú lengsta hérlendis þar
sem sumir veiðimenn fara til veiða á hest-
um! í Þverá gengur laxinn hæst hér á landi
yfir sjó eða upp á Tvídægru, sem er í 400
metra hæð yfir sjávarmáli. Hin þriðja er
Grímsá og Tunguá, einnig í hópi betri lax-
veiðiáa í landinu, en í Grímsá hefur stang-
arveiði verið stunduð samfellt einna lengst
hér á landi eða í rúmlega öld. Það voru
Englendingar, sem hófu þar veiði með
stöng um 1860, og leigðu hluta af ánni í
marga áratugi og þannig var ástatt um
fleiri ár í Borgarfirði. Það er þess vegna
ekkert nýlegt fyrirbæri að erlendir veiði-
menn taki á leigu veiði hér á landi, þó að
algengast sé nú að þeir kaupi aðeins nokkra
daga í senn af leigutökum ánna.
Fleiri góðar laxveiðiár.
Auk fyrrgreindra vatnsfalla í hópi betri
laxveiðiánna í landinu, eru á Vesturlandi
fleiri slíkar ár; Langá á Mýrum, Laxá í
Leirársveit, Laxá í Dölum, Haukadalsá,
Haffjarðará, Straumfjarðará, Hítará,
Gljúfurá, Flókadalsá, Kjallaksstaðaá
(Flekkudalsá), Fáskrúð, Andakílsá,
Reykjadalsá, Botnsá, Fróðá, Álftá, Miðá,
Hvolsá- og Staðarhólsá, Staðará, Vatns-
holtsá, Krossá, Dunká (Bakká), Hörðu-
dalsá, Gríshólsá- og Bakkaá, Laxá í
Hvammssveit, Glerá, Setbergsá, Stóra-
Langadalsá, Hvammsá, Skrauma, Svína-
fossá, Búðardalsá og Fagradalsá.
Stöðuvötnin.
Af stöðuvötnum ber fyrst að telja Skorra-
dalsvatn, sem er þeirra stærst á svæðinu,
14,7 km2 að flatarmáli. Skorradalsvatn er
níunda stærsta stöðuvatn landsins. Þá
koma næst í röð eftir stærð; Reyðarvatn,
Hítarvatn, Langavatn í Langavatnsdal,
Hlíðarvatn í Hnappadal, Úlfsvatn á Am-.
arvatnsheiði og Hvalvatn, en öll eru þessi
vötn yfir 3.4 km2 að flatarmáli. Og að síð-
ustu skulu nefnd þessi vötn; Hólmavatn í
Hvítársíðu, Oddastaðavatn og Hrauns-
fjarðarvatn á Snæfellsnesi og Haukadals-
vatn í Dölum, sem eru öll stærri en 2.4 km2
að flatarmáli.
Lón og ósasvæði.
Þá er ekki úr vegi að minna á lón og ósa-
svæði, er liggja við sjó, sem eru mörg á
svæðinu. Þar kunna að felast verulegir
möguleikar til aukningar arðsemi af fiski í
framtíðinni. Þessi aðstaða er aðallega á
Snæfellsnesi og hefur, svo sem alkunna er,
verið unnið merkilegt brautryðjendastarf
með fiskhaldsstöðinni, sem reist var við
Lárós. Hefur Lárósstöðin vakið verð-
skuldaða athygli, en til þessa hafa rúmlega
10 þúsund laxar gengið úr sjó inn í stöðina.
Veiðimannahús.
í Vesturlandskjördæmi eru mörg góð
veiðihús, en sum þeirra eru komin til ára
sinna. Auknar kröfur eru nú gerðar í seinni
tíð til veiðihúsa við vatnasvæði, sem leigð
eru til stangarveiði. Sú aðstaða þarf að vera
sem best. Geta má um myndarleg veiði-
mannahús á svæðinu, svo sem við Grímsá
og Tunguá, en þar er stærsta veiðihús
landsins, við Norðurá og Laxá í Dölum,
VEIÐIMAÐURINN
29