Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 8

Veiðimaðurinn - 01.05.1978, Blaðsíða 8
Steyptar Washington-þrœr við Elliðaár, sem not- aðar voru sem sleppitjörn. Notkun sleppitjarnar tvöfaldaði endurheimtu eldisseiðanna miðað við sleppingu beint í ána. í eftirfarandi tilraunum var sleppitjarn- araðferðin borin saman við beina slepp- ingu, bæði í laxveiðiá og framleiðslu- snauðri á. Þar að auki voru 2000 villt seiði veidd í gildrur og merkt með örmerkjum til að fá vitneskju um endurheimtu nátt- úrulegra seiða. Fyrst mun verða rætt um tilraunir í laxalausu ánni, sem fram- kvæmdar voru í Artúnsá á Kjalarnesi, en síðan munu vikið að tilraunum í laxveiði- ánni, sem framkvæmdar voru í Elliða- ánum. Tilraunir í Ártúnsá. Ártúnsá er köld á, sem kemur úr Bleikdal í Esjunni og rennur í sjó fram hjá Bakka á Kjalamesi. Hitastigið í ánni breytist mjög með lofthita og getur náð 10°C á mjög heitum dögum yfir sumarið, en er venju- lega 6-8° C. Ós árinnar er ekki ósvipaður ósunum í Kollafirði, og það er öruggt, að megnið af laxinum gengur í ána á flóði líkt og gerist í Kollafirði. Vorið 1975 var byggð sleppistjörn um 200 metra frá ósi árinnar. Hún var grafin í hliðarfarveg á hentugum stað, þar sem hægt var að leiða árvatn í tjömina án þess, að henni stafaði hætta af flóðum. Ekki var hægt að hleypa öllu vatni úr tjöminni, sem gerði það að verkum, að seiðin urðu að ráða sínum göngutíma. Þann 13. maí vor 4000 örmerkt 2ja ára seiði sett í sleppitjörnina og fóðrun með þurrfóðri hafin úr sjálffóðrara. Þann 29. maí var sleppitjörnin opnuð og sama dag var 2000 örmerktum seiðum sleppt með beinni sleppingu í nágrenni tjarnarinnar. Snemma sumarið 1976 var laxagildra sett í neðri hluta Ártúnsár. Fyrstu laxarnir gengu í gildruna um miðjan júlí. Laust eftir miðjan ágúst, þegar 30 laxar höfðu veiðst í gildruna, hófst mikil úrkoma og gildran skemmdist í miklum flóðum. Þá var ákveðið að leigja ána til sportveiði. Alla laxa, sem veiddust, þurfti að færa í veiðihúsið við Elliðaár til að ná örmerkj- unum. Þetta tókst vonum framar, og var heildarstangaveiðin 55 laxar. Eftir veiði- tímann var dregið á í ánni til þess að fá endanlegar endurheimtutölur. Endurheimtan í Ártúnsá sést í töflu 1. Heildarendurheimta verður að teljast frek- ar léleg, en yfirburðir sleppitjarnarinnar leyna sér ekki, þar sem hún skilar fjórfalt betri endurheimtu. Það er einnig rétt að benda á, að seiðin, sem notuð voru í þessa tilraun, voru fremur smá, eins og fram kemur í töflunni og voru einnig hrjáð af uggaskemmdum. Sambærileg seiði, sem sleppt var í Kollafirði vorið 1975, skiluðu mjög lélegri endurheimtu Cl,2%). Mjög athyglisverðar niðurstöður komu fram um ratvísi laxanna, sem settir voru í ána. Þær upplýsingar eru settar fram í töflu 2. Þar kemur fram, að 25-30% lax- 6 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.